Dagur - 13.04.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 13.04.1999, Blaðsíða 1
Stórfelld fj árutlát vegna heyskorts Verðið á heyrúllu stíg- ur með hverjum deg- iuiim og er komið upp í 4000 króuur. Bún- aðarráðunautur segir að hrossum verði að fækka í SkagaHrði. Sögulegur heyskortur blasir við í Skagafirði og er ástandið al- mennt slæmt á Norðurlandi vestra, t.d. í Húnavatnssýslum. Langur snjóavetur veldur því að búpeningur hefur verið óvenju lengi á gjöf og þá var heyfengur í fyrra í rýrara lagi £ héraðinu. Margir bændur eru að klára hey sín eða éru þegar orðnir uppi- skroppa. Spurn eftir grasköggl- um er svo mikil að birgðir eru á þrotum og því eru varla önnur úrræði en að kaupa hey í stór- felldum mæli. Þegar Dagur kynnti sér ástandið í Skagafirði í gær, snjó- aði þar á köflum þannig að menn voru ekki allt of bjartsýnir. Veð- urfar næstu vikna ræður nokkru um hve alvarlegur heyskorturinn verður, en þegar er Ijóst að sum- ir bændur þurfa að greiða hundr- uð þúsunda eða meira til að ala bú- pening sinn þangað til skepnum verður sleppt á haga. Jóhannes Rík- harðsson, ráðt1- nautur hjá Búnað- arsambandi Skag- firðinga, segir fáa bændur innan Skagatjarðar þora að selja hey núna. Þeir sem hafi talið sig vera vel birga í haust geri ekki bet- ur en að sleppa. „Við erum að vinna í þ\a að tryggja okk- ur birgðir og þá einkum frá Eyjafirði, “ segir Jó- hannes. Strangar reglur eru um heyflutninga vegna smithættu og er þá einkum átt við riðusjúk- dóminn. Þannig mega ekki allir Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka ísiands: Óvanalegt ástand en erfiðleikarnir eink- um bundnir við Húnavatnssýsl- ur og Skagafjörð. selja hey til kinda og nautgripa og einnig má benda á ærinn flutningskostnað. Kennir iiiönnum inarjjt Verð á þurrheyi hefur stigið að undanförnu og þarf nú að borga allt að 15 kr. fyrir kílóið. Hvað heyrúllur varðar er verðið komið allt upp í 4000 krónur og munar um minna. Jó- tiannés nefnir sem dæmi að bú með 300 ær þurfi um tvær rúllur á dag og upp undir þijár þegar líður að sauðburði. Það þýðir allt að 12.000 kr. kostn- að á sólarhring, sem samsvarar á Ijórða hundrað þúsundi á mán- uði. Notkunin á kúabúi með 40- 50 kýr er áætluð um 4 rúllur en hrossin fara með eina rúlllu á mánuði ef enginn er haginn. í Skagafirði eru milli 10.000 og 11.000 þúsund hross og þau hafa undanfarið verið þung á fóðrum. Jóhannes segir að hross- um hafi fækkað í vetur en viður- kennir að of mörg hross séu enn á svæðinu. „Þessi vetur kennir mönnum margt,“ segir ráðu- nauturinn. Fæstir fá bætur Ari Teitsson, formaður Bænda- samtaka Islands, segist ekki vita til þess að heyskorturinn verði vandamál annars staðar á Norð- urlandi. Þannig séu bændur t.d. í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum vanir að búa sig undir erfiða vet- ur en í Húnavatns- og Skaga- fjarðarsýslu hafi ríkt óvanalegt ástand að undanförnu. Bjarg- ráðasjóður getur komið bændum til aðstoðar í einhverjum tilfell- um ef rekja má heyskortinn til uppskerubrests. Almennt er þó ekki talið að margir eigi þess kost að fá bætur úr sjóðnum, að sögn Ara. - BÞ Fjölgar í Reykjavík íslendingar voru á faraldsfæti fyrsta Ijórðung ársins eins og oft- ast áður og voru skráðar 12.414 breytingar á Iögheimili einstak- linga, samkæmt upplýsingum Hagstofunnar. Þar af fluttu lið- lega 7 þúsund innan sama sveit- arfélags, 3.641 flutti milli sveit- arfélaga, rösklega eitt þúsund manns fluttu til landsins og um 700 frá því. Enn fjölgar í Reykjavík og ná- grenni en fækkar úti á landi, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Fleiri íbúar fluttust til höfuð- borgarsvæðisins en frá því eða 573. I öðrum landshlutum nema á Suðurnesjum og Suðurlandi voru brottfluttir fleiri en aðflutt- ir. Flestir fluttu frá Norðurlandi eystra eða 99. Af einstökum þétt- býlisstöðum fluttust flestir til Reykjavíkur (233) og Kópavogs (228) en flestir frá Sandgerði (28). - Vorið á rauðu ljósi Akureyringar norpuðu í snjókomu í gær og biðu betri tíðar. Af myndinni að dæma er vorið á rauðu Ijósi þrátt fyrir að aðeins rúm vika sé þangað til sumar hefst samkvæmt almanakinu. mynd: brink Frá undirritun samninganna í gær. 50 störf norður Milli 40 og 50 störf verða til á Akureyri fyrir áramót þegar framleiðsluþáttur sameinaðs plastfyrirtækis flyst frá Garða- bæ. Bæjarstjórinn á Akureyri og forráðamenn AKO/Plastos und- irrituðu í gær kaupsamning þar sem bærinn selur fasteign Raf- veitu Akureyrar að Þórsstíg 4 á Akureyri- Kaupverð hússins er 86 milljónir króna og verður húsið afhent í áföngum. Starf- semi Rafveitunnar sem fyrir var í húsinu er íuppnámi og hefur þriggja manna starfshópur verið skipaður til að leysa úr því. Allir sáttir Til að framleiðsluþátturinn flytj- ist norður þarf að byggja um 2000 fermetra verksmiðjuhús- næði við þær byggingar sem lyr- ir eru. Verður ráðist í nýbygg- ingu á næstu vikum og stefnt að lokum flutningsins fyrir áramót. Hús Ralyeitunnar er að sögn Daníels Arnasonar hjá Akoplasti keypt vegna þess að þar er unnt að hefja starfsemi strax. Ekki kom til greina að byggja frá grunni tímans vegna og þótt gengið hafi á ýmsu og nokkurn tíma tekið að ná lendingu um kaupverðið sögðust bæði fulltrú- ar Akureyrarbæjar og kaupendur vera sáttir við niðurstöðuna. Daníel sagði að þenslan á höf- uðborgarsvæðinu hefði valdið róti hjá starfsmönnum og tíðum mannaskiptum. Sú væri ein ástæða þess að færa fram- leiðsluþáttinn norður en einnig teldi hann Akureyri á allan hátt heppilegan stað fyrir fyrirtæki af þessu tagi. Bæjarstjóri, Kristján Þór Júlíusson, sagði gott að geta rennt með sölunni stoð undir styrkingu atvinnulífs á Akureyri. Um 40 manns hafa starfað að undanförnu við framleiðslu í Garðabæ. Ljóst er að mestur hluti þess fólks verður að finna sér annáð starf, en þó munu einhver dæmi um að starfsmenn ætli sér að flytjast norður til Ak- ureyrar. - Bt> Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3524 wafniMoe EXPftess EITT NUMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.