Dagur - 04.05.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 04.05.1999, Blaðsíða 1
Kí siliðj an telur sig á grænu ljósi Glænýtt mnhverfis- mat sýnir að óhætt er að veita Kísiliðjunni leyfi fyrir náma- vinnslu í Syðri-Flóa. Það er a.m.k. mat for- ráðamanna Kísiliðj- unnar. í gær sendi Kísiliðjan frummat á umhverfisáhrifum um námu- vinnslu í Mývatni til Skipulags- stofnunar til yfirlestrar. Þar er farið fram á að fyrirtækið fái námuleyfi í Syðri-Flóa, þeim hluta vatnsins sem aldrei hefur áður verið dælt úr. Að sögn Gunnars Arnar Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar, sýnir umhverfismatið að óhætt sé að veita Kísiliðjunni það leyfi sem hún óskar eftir. Námaleyfi Kísiliðju hefur ein- skorðast við Ytri-Flóa og rennur það út árið 2010. Hins vegar er ljóst að efnisþurrð blasir við á leyfílegu vinnslusvæði innan ör- fárra ára og því hafa forráða- menn fyrirtækisins róið lífróður fyrir því að komast á nýtt vinnslusvæði. Eitt af því sem skoðað hefur verið er ný vinnslu- aðferð, svokallaður undanskurð- ur, þar sem efnið er tekið úr miðlagi vatnsbotns- ins. Sú tækni hefur ekki skilað árangri og leitar fyrir- tækið því námaleyfis í Syðri-FIóa með UPP" runalegri vinnsluaðferð. Fuglalíf í blóma Gunnar Orn segir að enn hafí ekki tekist að svara því hvort Kís- iliðjan tengist þeim sveiflum sem orðið hafa í lífríki Mývatns. Hann segir umhverfísmatið sýna að mestar líkur séu á að Kísiliðj- an komi þar hvergi nærri. Hvað einstaka liði í matinu varðar nefnir Gunnar Örn fuglalífið á Mývatni, sem er einstakt. Hann segir andastofninn þrífast vel og flórgoðastofninn ekki hafa verið í meiri blóma frá því að talning- ar hófust. Stofninn hafi tvöfald- ast í fyrra- sumar þrátt fyrir að búið sé að vinna gúr af 39% flatarmáls Ytri-Flóa. Setflutn- ingar hafa verið til um- ræðu og bendir fram- kvæmda- stjóri Kísiliðjunnar á að ekkert hafí verið sannað um áhrif Kísil- iðjunnar þar. Hann segir könnun meðal ferðamanna sýna að Kísil- iðjan valdi ekki neikvæðum áhrifum á hug ferðamanna í Mý- vatnssveit. Þannig hafí innan við hálft prósent ferðamanna talið tilurð verksmiðjunnar neikvæða. Bændur styðja Gunnar Örn bendir á þýðingu Kísiliðjunnar fyrir efnahag og at- vinnulíf Mývatnssveitar. 210 íbúar þyrftu að fínna sér annað lífsviðurværi ef verksmiðjan lok- ar og meðallaun Iækka um 10%. „I hreppnum hafa menn mjög skipst í tvo hópa með eða móti Kísiliðjunni. Góður meirihluti er þó íyrir því að Kísiliðjan starfí áfram. Athyglisvert er að allir þeir bændur sem næst búa við Ytri-Flóa eru stuðningsmenn Kísiliðjunnar. Þarna er fólk sem hefur lifað alla sína ævi við vatn- ið og veit hvaða þýðingu dæling- in hefur haft. Margir þeirra full- yrða að ef ekki hefði komið til dælingar þá væri enginn fískur í flóanum. Er ekki kominn tími til að hætta að kenna Kísiliðjunni um þær sveiflur sem eru í lífríki vatnsins og að menn snúi sér hins vegar að því að vinna saman að því að nýta þessa náttúruauð- lind, sem kísilgúrinn er, öllum til hagsbóta," segir Gunnar Örn. - BÞ Birni Bjarnasyni undirskriftalista vegna nýrrar aðalnámskrár. Mótmæli „Þetta eru friðsamleg mótmæli gegn þessari aðalnámskrá sem á að taka gildi 1. júní,“ segir Berg- laug Asmundardóttir, einn tals- manna framhaldsskólanema. Þeir gengu á fund Bjöms Bjarna- sonar menntamálaráðherra í gær og afhentu honum undirskriftir og mótmæli vegna aðalnámskrár- innar. Berglaug segir framhalds- skólanema fyrst og fremst ósátta við hvernig staðið hafí verið að kynningu á henni. Sauðburður er nú almennt hafinn í Færeyjum enda vorið komið þangað á leið sinni til fslands. Þessi tvílemba undi sér vel f Fuglafirði um helgina. Þrátt fyrir að talsvert sé afsauðfé í Eyjunum, sem allt gengur meira og minna laust, kjósa Færeyingar þó heldur að borða innflutt íslenskt lambakjöt, en þurrka kjötið afsínu fé nánast allt í skerpukjöt. mynd: bg Davíð Oddsson. Hestir vilja Davíð Flestir vilja fá Davíð Oddsson sem forsætisráðherra á næsta kjörtímabili, samkvæmt nýrri könnun sem Félagsvísindastofn- un gerði fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Mjög margir gátu ekki gert upp við sig hvern þeir vildu helst sjá í forsætisráðherrastólnum, eða rúm 36%. Af þeim sem afstöðu tóku nefndu rúm 64% Davíð, 12% nefndu Halldór Asgrímsson, Rúm 7% Jóhönnu Sigurðardótt- ur og tæp 5% Margréti Frí- mannsdóttur. Sjá einnig bls. 3 Samfylkmg afturupp I gær var birt enn ein skoðana- könnunin á vegum Gallups og urðu þar nokkur þáttaskil frá því sem verið hefur í skoðanakönn- unum undanfarið. Sjálfstæðis- flokkurinn tapar 4,5% frá síð- ustu könnun en Samfylkingin fer upp um 2,5%. Niðurstaða skoðanakönnunarinnar er þessi: Framsóknarflokkur 18,7%, Sjálfstæðisflokkur 40,8%, Sam- fylking 29,1%, VG 7,5%, Frjáls- lyndi flokkurinn 2,7%, Húman- istar 0,8%, Kristilegir 0,2% og Anarkistar 0,2% „Þetta sýnir að Samfylkingin er aftur á uppleið og það er í samræmi við það sem ég finn fyrir. Nú er bara um að gera að taka á þá daga sem eftir eru fram til kosninga,11 sagði Sig- hvatur Björgvinsson, oddviti Samfylkingarinnar á Vestljörð- um um niðurstöðu skoðana- könnunarinnar. „Eg er ánægður með þessa niðurstöðu og tel að allt yfír 40% sé góð niðurstaða fyrir Sjálfstæðisflokkinn," sagði Sturla Böðvarsson, oddviti Sjálf- stæðisflokksins á Vesturlandi, - S.DÓR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.