Dagur - 10.06.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 10.06.1999, Blaðsíða 1
Verð ílausasölu 150 kr. 82. og 83. árgangur - 107. tölublað BLAÐ Ami fékk fLestar athugasemdir Hlutfallslega flestir kjósendur í þingkosn- ijigimiuii „áttu við“ uafn Ama á kjörseðlin- um. Guðjón A. Krist- jánsson er einn með „hreinan skjöld“. Hagstofa Islands hefur farið yfir atkvæðaseðla úr síðustu þingkosn- ingum með tilliti til útstrikana og breytinga kjósenda á röð fram- bjóðenda. Samkvæmt þessari samantekt þá trónir Arni Johnsen, nýkjörinn formaður samgöngu- nefndar og oddviti sjálfstæðis- manna á Suðurlandi, á „toppnum" með hlutfallslega flestar athuga- semdir af þeim sem kjömir voru á þing. Næstur á eftir honum kem- ur Finnur Ingólfsson. Athygli vek- ur að aðeins einn þingmaður stát- ar af engri athugasemd, það er Vestfirðingurinn Guðjón A. Krist- jánsson, Frjálslynda flokknum. Hagstofan tók fjölda útstrikana ekki sérstaklega úr heldur heildar- fjölda breytinga á listum. I tilfelli Árna Johnsen var 259 sinnum átt við nafn hans á listan- um, það annað hvort strikað út eða röðinni breytt. Það jafngildir 5,72% af þeim 4.528 atkvæðum sem hann hafði að baki sér. A meðfylgjandi „topp-20“ lista eru 8 sjálfstæðismenn, 6 frá Samfylk- ingunni, 3 framsóknarmenn, 2 frá Vinstri-grænum og 1 frá fijáls- Iyndum. Auk Finns eru tveir aðrir ráðherrar á listanum og þeir báðir nýir, það eru Sturla Böðvarsson og Arni M. Mathiesen. Með listanum íylgir hlutfallstala athugasemda en raunfjöldi er í svigum: 1) Árni Johnsen 5,72% (259) 2) Finnur Ingólfsson 4,24% (290) 3) Valgerður Sverrisdóttir 3,30% (152) 4) Drífa Hjartardóttir 3,00% (136) 5) Svanfríður Jónasdóttir 2,11% ( 56) 6) Sighvatur Björgvinsson 2,10% ( 24) 7) Kristján L. Möller 1,96% ( 29) 8) Gunnar I. Birgisson 1,94% (388) 9) Guðm. Árni Stefánsson 1,61% (203) 10) Hjálmar Jónsson 1,52% ( 29) 11) Ögmundur Jónasson 1,40% ( 87) Árni Johnsen, er „útstrikanakóng- urínn" í þessum kosningum. 12) Sverrir Hermannsson 1,23% ( 34) 13) Kolbrún Halldórsdóttir 1,18% ( 73) 14) Halldór Blöndal 1,02% ( 48) 15) Einar Oddur Kristjánss. 0,97% ( 14) 16) Gísli S. Einarsson 0,95% ( 21) 17) Jóhanna Sigurðardóttir 0,93% (179) 18) Sturla Böðvarsson 0,85% ( 24) 19) ísólfur Gylfi Pálmason 0,82% ( 30) 20) Árni M. Mathiesen 0,81% (163) Davið fyrir miðju og Halldór þriðji síðastur Þegar breytingarnar eru skoðaðar nánar kemur í Ijós að Davíð Odds- son forsætisráðherra er fyrir miðju með 145 útstrikanir eða breyting- ar á röð, eða 0,48% af atkvæða- magni hans. Halldór Ásgrímsson nær bestum árangri hvað þetta varðar af ráðherrunum, með að- eins 2 athugasemir eða 0,07% af greiddum atkvæðum til hans. Er hann þar 3. síðastur af kjörnum þingmönnum. Af þeim sem ekki náðu kjöri, en teljast til varamanna, voru hlut- fallslega flestar athugasemdir gerðar við nafn Guðnýjar Guð- björnsdóttur á lista Samfylkingar- innar r Reykjavík. AUs voru gerðar 304 breytingar með Guðnýju, annað hvort með útstrikunum eða breyttri röð, eða 1,59% af greidd- um atkvæðum. Aðeins tveir aðrir varamenn í öllum kjördæmum landsins komast yfir 1 prósentið, báðir úr Samfylkingunni. Þetta eru þau Jakob Frímann Magnús- son í Reykjavík með 1,16% og Anna Kristín Gunnarsdóttir á Norðurlandi vestra með 1,01%. - BJB Hætturhjá Samherja Þorsteinn Vil- helmsson, einn af þremur aðaleigendum Samherja og framkvæmda- stjóri útgerðar- sviðs félagsins, hefur látið af störfum hjá fé- laginu. Astæð- ur munu vera persónulegar. Þorsteinn stofnaði Samherja fyrir 16 árum ásamt Kristjáni, bróður sínum, og Þorsteini Má, forstjóra Samherja, en þeir eru bræðrasynir. Hann var fyrsti skip- stjóri útgerðarinnar á Akureyrinni EA og síðan Baldvini Þorsteins- syni EA þegar hann kom til lands- ins. Síðustu 5 ár hefur hann verið útgerðarstjóri Samherja og í stjórn þess allan tímann, þar af stjórnar- formaður fyrstu 14 árin. Hann var kjörinn í stjórn á síðasta aðalfundi Samherja og mun sitja þar áfram. - GG Þorsteinn Vilhelmsson. Veðurguðir norðanlands hafa skellihlegið að undanförnu og úthellt sól og blíðu yfir mannfólkið sem mjög hefur skipt litum á skömmum tíma. Sundstaðir eru eftirsóttir þegar svona viðrar og fór vel um gestina í Sundlaug Akur- eyrar í gær. - mynd: brink Pétur Snæbjörnsson, hótelstjóri í Reynihlíð: Verður að fá beint ftug milli Keflavíkur og Norðurlands. Reykjavík flöskuháls Um 10% söluaukning hefur orðið í Hótel Reynihlíð við Mývatn í maí- júní og þakkar hótelstjórinn, Pétur Snæbjömsson, það einkum beinu flugi frá Keflavík til Mývatns. Aldrei hefur fyrr verið flogið beint frá Keflavík að Mývatni en í því fel- ast miklir möguleikar að mati Pét- urs. Hann segir Reykjavík vera hesta flöskuháls landsbyggðarinn- ar. Mikil aukning ferðamanna í seinni tíð hefur aðeins í mjög tak- mörkuðum mæli skilað sér út fyrir höfuðborgarsvæðið. Af þessu hafa aðilar í ferðaþjónustu úti á landi áhyggjur. „Við munum aldrei fá al- mennilegan ferðamannastraum hingað fyrr en við fáum beint flug milli Keflavikur og Norðurlands. Þeir ferðamenn sem koma til Is- lands í dag hafa ekki átt neitt val, en í öllum öðmm löndum er hægt að velja um flugvelli inn í landið,“ segir Pétur. Himinlifandi án Reykjavíkur! Innanlandsflugfélögin hafa að óbreyttu varla bolmagn til að fara út í þessa hluti að mati Péturs og hann hyggur að varla þurfi að skora á Flugleiðir til að sjá þessi sóknarfæri, þeir eigi að geta séð þau sjálfir. Frumkvæði Hótels Reynihlíðar varð til þess að samið var við Mýflug um ferðir frá Kefla- vík að Mývatni. Það eru breskir ferðalangar sem hafa nýtt sér þessa þjónustu og er um fjögurra daga ferðir að ræða. Þessi hópur sneiðir hjá höfuðborginni en er eigi að síð- ur himinlifandi eins og viðtökur sýna. Uppselt var í fimm ferðum af sjö. „Söluaðilar þarna ytra sögðu mér að það hefði verið Iykilatriði í þessu að ferðamennirnir gætu sneitt hjá þessum flöskuhálsi sem Reykjavík er orðin í ferðaþjónust- unni,“ segir Pétur. Hótelstjórinn segir að það eigi að verða helsta baráttumál þeirra sem starfi í ferðaþjónustu á landsbyggð- inni, að Reykjavíkurflugvöllur verði lagður niður og innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur. - BÞ HSkiív'si- Nútírhd'-innheimtuaðferðir! :IÁ lií, ijiin - GULLSMIÐIR ^ ^ < intrum justitia K 561-61OI \jL/% SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI • SÍMI 462 3524 \ ÞREFALDUR 1. VINNINGUR WOfíLOWHX EXPfíESS EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100 ' \

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.