Dagur - 15.06.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 15.06.1999, Blaðsíða 1
Verð í lausasölu 150 kr. 82. og 83. árgangur- 110. tölublað Baldur Jónsson, prófessor og formaður íslenskrar málstöðvar, hlaut í gær viðurkenningu Málræktarsjóðs og 400 þúsund króna verðlaunafé. Þetta er í þriðja skipti sem viðurkenningin er veitt og kom fram í máli Kára Kaaber, framkvæmdastjóra Málræktarsjóðs, að Baldur hafi átt mestan þátt í stofnun íslenskrar málstöðvar. - mynd: hilmar Firðimir eru yfír- fíillir af horfíski Einar Oddiir Kristjáns- son segir fLóa og firði fulla af homðiun fiski og Hafró fyrirmunað að gera sér grein íyrir stöðunni. Jóhann Sig- urjónsson, forstjóri Hafró, vísar gagnrýn- inni á bug, en viður- kennir þó að fiskurinn sé rýrari en oft áður. Einar Oddur Kristjánsson tók fískifræðinga Hafrannsóknastofn- unar á beinið í utandagskrárum- ræðum um vanda vestfírskra byggðarlaga og fískveiðistjómunar- kerfið á Alþingi í gær. Hann gagn- rýndi fiskveiðiráðgjöfina sjálfa og þá líffræði sem þar liggur til grundvallar. „Firðir og flóar, þar sem ég þekki best til, allt frá Húnaflóa til Breiðafjarðar, eru yfírfullir af fiski. Þessi fískur er mjög holdgrannur og holdafar hans fer versnandi. Nýting aflans versnar. Samt er það svo að Hafrannsóknastofnun, sem er okkar ráðgjafí í þessu, er alger- Iega fyrirmunað að gera sér grein fyrir því í hvaða stöðu þetta er. Þessu verður að linna því við verðum að veiða meiri fisk, miklu meiri fisk, og við verðum að snúa okkur að því strax að leiðrétta þessa villu því hún er himin- hrópandi," sagði Einar Oddur í umræðunum. Grisjimarkeniimgiii Jón Kristjánsson fiskifræðingur hefur lengi haldið þessu sama fram og það hefur verið kölluð grisjunarkenning, sem Hafró hafn- ar. Of mikill fískur sé að beijast um of lítið æti og hann þurfi að veiða. Einar Oddur var spurður að þvi eftir umræðurnar hvort hann hefði tekið upp grisjunarkenningu Jóns Kristjánssonar? „Ég hef haldið því fram í ein sex eða sjö ár að Hafrannsóknastofn- un hlyti að vera á villigötum í ráð- gjöf sinni. Reynsluheimur allra þeirra sjómanna sem ég þekki, seg- ir bara allt annað. En hvort ég hafi tekið upp grisj- unarkenning- una? Allar veiðar eru í sjálfu sér grisjun. Ég tel að það sé pottur brotinn í þessu og er sannfærður um að við höfum verið á villigöt- um. Og fyrir þessa skoðun mína hef ég margsinnis verið fordæmdur opin- berlega, en það breytir minni skoð- un ekki nokkum skapaðan hlut,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson. Rýrari fiskiir en oft áður Ummæli Einars Odds um fiski- fræðinga Hafrannsóknastofnunar vom borin undir Jóhann Sigur- jónsson, forstjóra stofnunarinnar. Jóhann sagði það rétt hjá Einari að fiskurinn væri rýrari en oft áður, eða allt aftur til ársins 1994, en alls ekki langtum rýrari. Hins veg- ar sé ekki um neitt hættuástand að ræða. Stofnunin muni vitaskuld fylgjast með þróuninni á næstu ámm. „Við sjáum það alveg í okkar mælingum að fiskurinn er heldur rýrari en í meðalári undanfarin ár. Fyrst og fremst skýrum við þetta með því að loðnan, einhverra hluta vegna, hefur ekki verið aðgengileg fiskinum héma fyrir vestan landið i fyrra og á þessu ári. Stærð loðnu- stofnsins er þar ekki um að kenna, sem er með ágætum. Til þess að finna viðhlýtandi skýringar núna þurfum við að rýna betur í gögnin. Hitafar getur ráðið þar einhveiju, sér í lagi um útbreiðslu Ioðnunn- ar,“ sagði Jóhann. Um þau orð þingmannsins að pottur væri brotinn hjá Hafrann- sóknastofnun, og fiskifræðingum væri fyrirmunað að gera sér grein fyrir stöðunni, sagðist Jóhann lítið geta sagt. Þetta væru órökstuddar fullyrðingar og ekki ástæða til að svara þeim að svo stöddu. - s.dór/bjb Einar Oddur Kristjánsson. Jóhann Sigurjónsson. Ibúðir hækkað uni 12,5 prósent Markaðsverð á húsnæði hækkaði um 3,4% á aðeins einum mán- uði, samkvæmt útreikningi Hag- stofunnar á vfsitölu neysluverðs núna í byrjun júní. Ibúðaverð hafði þar með hækkað um 12,5% á einu ári - eða um 10% umfram hækkun vísitölu neysluverðs, sem var 2,6% á þessu tímabili. Og meira en þriðjunginn af þeirri hækkun má einmitt rekja til hækkaðs íbúðaverðs. Markaðsverð húsnæðis hefur nú hækkað um ríflega 20% síðan í mars 1997, þegar vísitala neysluverðs var síðast stillt á 100. I heild hefur vísitalan hækkað um 5,8% á þessu tímabili og að- eins 4,3% ef húsnæðisliður henn- ar er undanskilinn. — HEI Maöur mánaðarins Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra Islands í Washington, var kjörinn maður mánaðarins í maí af blaðinu „The Washington Times". Samkvæmt upplýsingum frá James Morrisson, einum rit- stjóra blaðsins, hefur Jón Bald- vin vakið athygli á landi sínu og þjóð með virkri þátttöku og mál- flutningi á ráðstefnum og mál- þingum og sendiherrafrúin, Bryndís Schram, hefði sem gest- gjafi vakið áhuga menningarlega sinnaðs fólks á Islandi með tón- leikhaldi, myndlistarsýningum og fyrirlestrum fyrir félaga í holl- vinafélagi Smithsonian safnsins o.fl. ffin liliðin Washington Times birtir í blaði sínu ákveðna mynd af manni mánaðarins þar sem hann er spurður um hitt og þetta varð- andi hann sjálfan - og á að svara í einni stuttri setningu. Meðal þess sem Jón er beðinn að gera er að lýsa sjálfum sér. Jón segist vera langhlaupari og mag- ur og svangur á að líta. I þessa blöndu megi svo bæta hressileg- um skammti af húmor fyrir sjálf- um sér. Sinn villtasta draum segir Jón vera að yrkja ódauðlegt ljóð, en spurður um hans versta ávana nefndi hann tilhneigingu til að sofna á leiðinlegum fundum. Mesta gæfusporið segir Jón hafa verið að giftast Bryndísi 19 ára gamall og sem áhugamál nefnir hann skriftir. Sendiherrann er spurður hvern hann vildi helst hitta og nefnir hann þá Leif heppna, „sem kom til Ameríku 1000 árum á undan mér“. Uppá- halds sumarleyfisstaðurinn er Hornstrandir á Íslandi og uppá- halds drykkurinn er ískaldur snaps með hákarli. Skilgreining Jóns á Iúxus er „ást, hvað annað?“ Uppáhaldsbækur Jóns Bald- vins eru tvær: 1) Biblían og 2) Sjálfstætt fólk. Lokaorð sendi- herra Islands í Washington Times eru: „Adios amigos!" “SSÍft'- ►•'Sw1 Nútíma innheimtuaðferðir! ★4- intrum r|j justhia $6i-6ioz /*V OUIXSMHMR KN Íi SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI 462 3824 | mJDMLmm mrnowm $xmm EITT NÚMER AÐ MUNA A'iSm 5351100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.