Dagur - 02.07.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 02.07.1999, Blaðsíða 1
Föstudagur 2. júlí 1999 Verð í lausasölu 150 kr. 82. og 83. árgangur- 122. tölublað Síldarvertíðin var afar mögur Jv \anu A. Jónsson á Þo shöfn telur að sílá eiðar hafi hafist allt of snemma og verðmæti síldarver- tíðarinnar því aðeins 870- 900 milljðnir. Veiðum úr norsk-íslenska síldar- stofninum er lokið, en kvóti ís- lendinga var 202 þúsund tonn. Vegna lágs afurðaverðs hefur hagnaður þjóðarbúsins af veið- unum ekki verið rýrari árum saman. Ekki er gott að segja til um hvort verð á mjöli og lýsi sé í einhverju sögulegu lágmarki, all- ur samanburður er erfiður og á mörkuðunum hefur áður sést jafnlágt verð. Fullyrða má að verðið hafi verið óvenju hátt fyr- ir 2 til 3 árum síðan en mikill munur er á verðmæti síldarinnar eftir því hvort hún er veidd feit eða horuð, en undir lok veiðanna við Jan Mayen var síldin orðin um 15% feit. Jóhann A. Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hrað- frystistöðvar Þórs- hafnar, sem gerir út nótaskipin Júpíter og Neptúnus, segir að rétti tíminn til að heija síldveiðar sé eftir byrjun sjó- mannadags um mánaðamótin maí/júní og stunda þær fram á sumarið en ekki í byrjun maímánaðar. Horuð og stygg „Það munar miklu í verðmætum og það hefur gengið mjög illa að veiða hana í maí, því þá er hún bæði horuð og stygg, og mun verðminni. Veiðin á síldinni hef- ur hins vegar ekki verið viss og með því að helja veiðarnar mán- uði síðar höfum við ekki vissu fyrir þvi að ná þeim kvóta sem Is- lendingum er úthlutað." Jóhann segir að mikil taugaveiklun hafi falist í því af hálfu ráðuneytisins að kalla flotann fyrir- varalaust í land þegar það taldi að kvótinn væri að verða búinn. Segir hann að þetta hafi átt við skip sem jafnvel voru ekki búin að fá neitt í sig og sigldu því tóm í land. „Það átti frekar að stöðva það að menn héldu úr höfn til veiða á ákveðnum tíma- punkti, og leyfa hinum að klára. Þetta er gert til þess að stemma þessar veiðitölur við kvótann en síðustu þrjú ár höfum við tapað 41 þúsund tonni, sem við höfum ekki nýtt af okkar kvóta. Það hefði því ekki verið stórmál þó við hefðum farið 3 til 5 þúsund tonn fram úr kvótanum þetta árið. Meðalverðmæti þeirrar síldar sem fékkst nú er um 4.300 krónur á tonnið, sem gæti gert um 870 til 900 milljónir króna, sem er mun minna verðmæti en síðustu ár,“ segir Jóhann A. Jóns- son. Loðnu leitað Nótaskip HraðÍTystistöðvar Þórs- hafnar, Júpíter og Neptúnus, liggja við bryggju en þau fara fljótlega á loðnu- eða kolmunna- veiðar. Allmörg íslensk skip eru farin til leitar að loðnu fyrir norðan Iand og vestur á Vest- Ijarðamið og þar er einnig stór hluti norska loðnuflotans. Lítið hefur fundist af loðnu en nokkur skip fengu þó einhvern reyting út af Bakkaflóadýpi en veiðin á sumarvertíðinni er orðin um 4 þúsund tonn af 576 þúsund tonna heildarkvóta. - GG Listir í lofti Islandsmótið í listflugi fer fram á laugardag klukkan 14:00 við Ak- ureyrarflugvöll. Þeir sem standa að mótinu eru Flugmálafélag Is- lands, Air Atlanta og Fluglist - samtök þeirra sem stunda list- flug á landinu. Keppnin verður haldin í afmörkuðu hólfi við suð- urenda brautarinnar og er búist við 4-5 vélum en 6-7 keppend- um. Meðal þeirra eru Arngrímur Jóhannsson og Húnn Snædal sem stundar, einn norðan- manna, listflug á Akureyri. „Veðrið skiptir miklu og veður- spáin er góð. Svo er bara að sjá hvort eitthvað verður að marka spána,“ sagði Húnn í gær þegar Dagur leit við hjá flugköppunum á milli æfinga við Akureyrarflug- völl. Húnn segist eiga von á harðri og jafnri keppni. „Þetta er enginn Ieikur heldur dauðans al- vara,“ sagði Húnn og hló. Ahorfendur eru velkomnir á Islandsmótið og er aðgangur ókeypis. - BÞ Arngrímur Jóhannsson og Húnn Snædal við glæsilega farkosti sína en þeir verða meðal keppenda á fslandsmót- inu í listflugi. Vél Arngríms er innan við 400 kíló án eldsneytis. Flugkapparnir verða að framkvæma röð fyrirfram gefinna æfinga þar sem upp snýr oft niður og öfugt. Þótt innyfíi leikmanna kynnu að verða fyrir áreiti kannaðist Arngrímur ekki við að hafa fengið nein fiðrildi í magann í háa herrans tíð, enda gamaireyndur. mynd brink Ólafur Ragnar Grímsson. Fyrirmyndí sjávarútvegi Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur hvatt forystumenn smærri og meðalstórra ríkja til að kynna sér reynslu Islendinga í sjávarút- vegsmálum. Hann fagnar því að Islendingar skuli taka í auknum mæli þátt í alþjóðlegum umræð- um, stefnumótun og samstarfi um nýtingu auðæfa hafsins. Þetta kom fram á fundi Annans og Olafs Ragnars Grímssonar, forseta Islands, í New York í gær. A fundinum var fjallað um fram- lag Islands til alþjóðlegrar stefnumótunar í málefnum hafsins og nýtingu auðæva þess til að efla arðsaman og vistvæn- an sjávarútveg. Forseti Islands gerði Annan grein fyrir vaxandi áhuga á að efla rannsóknarstarf á Norður- slóðum, meðal annars með for- ystu háskóla á Islandi og öðrum Norðurlöndum, sem gæti styrkt jákvæð tengsl Bandaríkjanna og Rússlands. Annan fagnaði sér- staklega þessum áformum og taldi að árangur þeirra gæti stuðlað að gagnkvæmu trausti og friðsamlegri sambúð ríkj- anna. Fíkniefni, afvopnun og ílcira Forseti Islands og framkvæmda- stjóri SÞ ræddu einnig um vax- andi fíkniefnavá í veröldinni og brýna nauðsyn þess að koma í veg fyrir að ungt fólk yrði fíkni- efnum að bráð. Forsetinn kynnti Kofi Annan hugmyndir ungs fólks á Islandi um samvinnu- verkefni æskufólks í Evrópu í baráttunni gegn fíkniefnum. Einnig ræddu Ólafur Ragnar og Annan aðgerðir SÞ í Kosovo og framlag Islendinga í þágu flóttamanna og til að efla mann- réttindi og lýðræði í Evrópu, nauðsyn á nýjum áföngum í af- vopnunarmálum og fleira. ■ •SSft-v k%akkir'. Nútíma innheimtuaðferðir! Æmfmmjsjp intrum justitia *: 561-6101 WORWWKX EXPfí£K EITT NÚMER AÐ MUNA 5351100

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.