Dagur - 10.07.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 10.07.1999, Blaðsíða 1
Fiskur framvesfis í ? sneiðmyndatö Sneiðmyndatæki Land- spítalans hafa greint nýstárlega „sjúk- linga“ að undanfömu, nefnilega steindauðan fisk. Rannsóknir vekja bjartsýni um bylting- arkenndar breytingar í sjávarútvegi. Miklar vonir eru bundnar við ný- stárlegt verkefni sem byggir á að fiskkar verði sett í sneiðmynda- tæki og innihaldið gegnumlýst. Margvíslegar upplýsingar fást um hlutfall fiskjarins, gæði og fleira sem gæti sparað sjávarúvegsfyrir- tækjum mikinn kostnað. Fiskur hefur verið gegnumlýstur í sneið- myndatæki Landspítalans að und- anförnu en ef tæknin verður að veruleika myndu menn eðlilega horfa til miklu umfangsmeiri tækjabúnaðar en þess sem nú rúmar sjúklinga Landspítalans. Iðntæknistofnun stýrir verkefn- inu og auk stofnunarinnar eru Fiskmarkaður Suðurnesja, Land- spítalinn og Vaki-fiskeldiskerfi þátttakendur í tilrauninni. Ólafur Þór Jó- hannesson er framkvæmda- stjóri fiskmark- aðar Suður- nesja: „Fyrir okkur er þetta stórmál. Við erum að hvolfa úr kerunum til að athuga hlut- fall fiskjar og íss sem er aldrei það sama milli kerja. Þær prufur gilda fyrir hin kerin líka en áreiðanleikinn verð- ur aldrei fullkominn. Með sneið- mynd yrði hægt að greina tegund- ina í kerinu, stærðina og fleira þannig að möguleikarnir eru geysilegir," segir Ólafur Þór. Sneiðmyndatæki hafa hingað til ekki verið notuð á fiskkör. standa nú frammi fyrir, er hvort nýja tæknin verði of kostnaðar- söm. Sótt hefur verið um styrk til að útfæra tilraunir nánar og hef- ur oft verið far- ið út í vitlausari mál að sögn Ólafs Þórs. T.d. myndi sneið- myndaður fisk- ur valda minni rýmun. „Það er engin spurning að við rýrum gæði fiskjarins með prufu- töku. Kaup- endur á fisk- mörkuðum velja síður ker sem hafa farið í prufu enda er búið að hreyfa við þeim fiski og þar af leiðandi geymist hann ekki jafn lengi. Við gætum verið að tala um 5% verðrýrnun þar,“ segir Ólafur Þór. Raunhæfur kostnaður Minnkar rýrnun Kröfur um áreiðanleika verða Stóra spurningin, sem aðilar aukinheldur æ meiri í sjávarút- vegi sem öðrum greinum. Ingólf- ur Þorbjörnsson er forstöðumað- ur efnis- og framleiðslutækni hjá Iðntæknistofnun og hann segir um mjög spennandi verkefni að ræða. „Það er enginn munur á að sneiða fisk eða mann, en við þurfum að skoða betur hvernig við þróum þennan tækjabúnað. Vinnan er á fyrstu stigum en við erum þegar búnir að sannfæra okkur um að kostnaður geti verið raunhæfur. Þessi tæki hafa verið mjög dýr til þessa en með því að minnka nákvæmnina á að vera hægt að ná verðinu niður,“ segir Ingólfur. Hvað stærðina varðar er þegar til sneiðmyndabúnaður sem nær yfir heilu herbergin að sögn hans, en nákvæmnin minnkar eftir því sem tækin stækka. Horft er til þess möguleika einnig að mæla þungmálma í fiskinum með sneiðmyndatækinu og má minnast í því samhengi á klórmengaðan fisk sem kom frá Afríku á markað Evrópubanda- lagsins fyrir skömmu. — BÞ 30 milljóna bætur? Rannsóknardeild Lögreglustjóra- embættisins í Reykjavík hefur lokið rannsókn á bruna Gallerís Borgar í febrúar síðastliðnum. Hannes Thorarensen aðstoðaryf- irlögregluþjónn segir málið vera komið í hendur lögfræðideildar og saksóknara að skera úr um framhaldið, en hann vildi ekki tjá sig um niðurstöður rannsókn- arinnar. Aður hefur komið fram að óyggjandi sé að um íkveikju hafi verið að ræða og snérist rann- sóknin um tilraun til trygginga- svika. Talið er að sá sem kveikti í hafi haft lykil að bakdyrum gall- erísins, enda engin merki um innbrot, og að bensín hafi verið notað til íkveikjunnar. Samkvæmt heimildum Dags er reiknað með að tjónagreiðslur VIS geti numið yfir 30 milljón- um króna, miðað við að allar kröfur greiðist. Þegar er búið að afgreiða og borga um helming- inn af kröfunum. — FÞG i mn li Flestir hafa gaman af heimsókn í tívolí en leiktækin freista þó einkum ungu kynslóðarinnar. Krakkarnir við Mið- bakkatívolíið í Reykjavík voru svo spenntir í gær að þeir létu hnefana tala til að fíýta fyrir afgreiðslu. - mynd: teitur Valdalausir keimarar Helga Siguijónsdóttir hefur sagt starfi sfnu Iausu eftir rúmlega Ijörutíu ára farsælan kennslufer- il í Menntaskólanum í Kópavogi. Helga hefur sterkar skoðanir á skólakerfinu og segir meðal ann- ars að það svelti börn vitsmuna- Iega fyrir misskilning og menn séu svo hræddir um að börn geti ekki lært þetta eða hitt og vegna þess að þau séu ekki tilbúin til þess. Þetta er aðeins einn dropinn í hafið í viðtali við þennan áhuga- verða kennara, I sem hyggst I stofna einka- I skóla fyrir mjög I ung l)örn, eða I um það bil ijög- urra ára. Gagn- | rýni hennar á skólakerfið er sterk og hún segir að hún hafi ákveðið að hætta vegna ýmissa þátta í því, sem hún er ósátt við. „Dropinn sem fyllti þó mælinn, og varð til þess að ég ákvað að hætta, voru kjarasamningarnir sem „kollegar" mínir samþykktu 1997. Þá ákváðu kennarar að vinna, í svo og svo marga tíma á viku, að verkum sem ekki komu kennslu við.“ Einnig er viðtal við 8 ára strák, Gunnjón Gestsson, sem fær inn- an skamms gervifót og hlakkar mikið til. Gunnjón segir að þegar hann fær fótinn geti hann farið að hlaupa, hjóla og sparka eins og hinir krakkarnir, en það hefur hann ekki getað gert að neinu ráði síðan að hann fæddist, vegna taugasjúkdóms sem hefur hijáð hann. Þá má nefna viðtal við Pétur Marteinsson fótboltakappa í Noregi og margt annað áhuga- vert og skemmtilegt í Lífinu í landinu í dag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.