Dagur - 28.09.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 28.09.1999, Blaðsíða 1
ísólfur Gylfi Pálmason, formaður íslandsdeildar Norðurlandaráðs á Akureyri i gær. Norrænt fjölmeimi I gær komu til Akureyrar vel á ann- að hundrað norrænir fulltrúar á vegum Norðurlandaráðs til að undirbúa ýmis mál varðandi Norð- urlandaráðsþing sem haldið verður í Stokkhólmi í nóvember. I gær og í dag eru fundir í svokölluðum flokkahópum, nefhdum og vinnu- hópum Norðurlandaráðs, en í dag verður jafnframt haldinn sameig- inlegur fundur í Nýja bíói þar sem kynntar verða fjórar stofnanir sem staðsettar eru hér á landi og sinna rannsóknum á Norðurheimskauts- svæðinu og á Vestur-Norðurlönd- um. „Glögg augu“ I dagbók lögreglunnar er þannig sagt frá atburðinum: „Þar sem fögnuður stuðningsmanna hefur nokkuð verið til umljöllunar hafði lögreglan nokkurn viðbúnað. Framkoma stuðningsmanna var hins vegar til sóma að þessu sinni og hefur lögreglan ekki athuga- semdir vegna hennar. Ekki fengu samt allir knattáhugamenn að sjá kappleikinn því glöggur lögreglu- maður kom auga á eftirlýstan karl- mann í mannfjöldanum. Hann var handtekinn í samræmi við fyrir- mæli og færður á lögreglustöð. Við leit á honum fundust sfðan ætluð fíkniefni." - BJB - Sjd dagbók lögreglunnar ú bls. 4 og fþróttir ú 12-13. Verð í lausasölu 150 kr. 82. og 83. árgangur - 183. tölublað Ásakanir iini einokimarveldi Fagnað eftir bikarleikinn. Það voru þó ekki allir sem höfðu ástæðu til að fagna. Foriiiaður Neytenda- samtakuima segir em- okimarfyrirtæld urða græmneti til að halda verðlagi uppi. „Raka- laus þvættingur“ segir formaður Sölufélags garðyrkjimiaima. „Orð Jóhannesar um að við séum að henda grænmeti í stórum stíl eru rakalaus þvættingur. Það hefur komið fyrir að kæligeymslur bila og örlítill hluti framleiðslunnar hefur ónýst og þá hefur skemmd framleiðsla verið urðuð nálægt Flúðum, kannski einu sinni á ári, en markaðurinn stjómast ekki af slíku,“ segir Georg Ottósson, stjómarformaður Sölufélags garð- yrkjumanna, í samtali við Dag um harðar ásakanir Jóhannesar Gunn- arssonar, formanns Neytendasam- takanna. Jóhannes gefur lítið fyrir þessar útskýringar. „Ég tel mig hafa mjög traustar heimildir fyrir öðru og bakka ekki tommu með mínar fullyrðing- ar. Það hentar þessum mönnum vel að reyna að koma því inn hjá fólki að ég fari með rangt mál, en ég stend við orð mín,“ segir Jó- hannes. Fyrir utan að fullyrða að grænmeti sé hent til að draga úr framboðinu og halda verðinu uppi segir Jó- hannes að í gangi sé skipulagt samráð sem bitni á neytendum. Búið að múlbinda þá „Áður fyrr var Baugur eða Bónus helsti skelfír þessara fákeppnisfyr- irtækja, en nú er Baugur orðinn hluthafi og tekur þátt í einokun- inni. Þarna eru tvö ráðandi fyrir- tæki, Agæti og SFG, og nú þjónar það ekki lengur hagsmunum Baugs að stríða þessum íyrirtækj- um. Þá hafa fyrirtækin keypt upp stóra framleiðendur eins og Sól- hvörf í Borgarfirði, til að breyta framleiðsl- unni eftir sínum þörf- um. Framleiðendur og kaupmenn óttast þetta einokunarveldi, sem er búið að múlbinda þá.“ Jóhannes segir að Neytendasamtökin hafi skrifað Sam- keppnisstofnun bréf 9. júlí síðastliðinn með kröfu um að gerð verði úttekt á ifíngu grænmetis. „Það ríkir fákeppni og samráð og ofan á það bætist ofur- tollastefna stjórnvalda. Jafnvel þótt einhver vildi bijóta sér leið framhjá þessu með innflutningi þá er það óframkvæmanlegt vegna ofurtolla, sem gera það að verkum að vara sem kostar 100 krónur erlendis á markaði fer upp í 1.100 krónur komin til landsins og rennur þá mest til ríkisins. Sem er í hróplegu ósamræmi við þá samþykkt Alþing- is sem kölluð hefur verið Mann- eldisstefna. Einokunin og ofur- tollastefnan leiða af sér að neyt- endur hafa ekki efni á að fylgja manneldisstefnunni," segir Jó- hannes. Vaiin ekki heimaviimu siua „Ætli það sé ekki best að Sam- keppnisstofnun útkljái þetta mál, úr því sú stofnun er komin af stað. Ég á ekki von á öðru en að niður- staðan þar verði gagnstæð því sem Jóhannes heldur fram, þótt vera kunni að okkur hafi yfirsést í ein- hverju sem lýtur að samkeppnis- lögum,“ segir Georg um ásakanir Jóhannesar. Georg segist gefa Jóhannesi þá einkunn að hann hafí ekki unnið heimavinnu sína. „Mér finnst nokkuð einkennilegt að hann skuli koma fram með þessar yfirlýsingar sínar strax í kjölfarið á þessum at- gangi í Samkeppnisstofnun gagn- vart okkur,“ segir Georg. - FÞG Jóhannes Gunnarsson: „Það ríkir fákeppni og samráð og ofan á það bætist ofurtollastefna stjórnvalda. allsherjar heildsöludreifíng „EftMýstur“ á liikark'ik A bikarúrslitaleik KR-inga og Skagamanna á Laugardalsvelli kom lögreglumaður auga á mann í áhorfendastúkunum sem eftirlýst- ur var af Iaganna vörðum. Við leit á honum fundust einnig fíkniefni og var maðurinn handtekinn. Að sögn lögreglu var þetta eina atriðið sem bar skugga á annars vel heppnaða samkomu en alls voru um 8 þúsund manns á leiknum. Hörður Jóhannesson yfirlög- regluþjónn sagði í samtali við Dag að lögreglan hafi viljað ná tali af manninum vegna rannsóknar á til- teknu máli, þó ekki vegna stóra fíkniefnamálsins. Hörður vildi ekki upplýsa hvaða mál þetta var en um „góðkunningja" Iögreglunnar hafí verið að ræða. Ekki fylgdi sögunni með hvoru liðinu hinn handtekni hélt, KR eða IA. Spurður um þetta svaraði Hörður því til að maðurinn hefði allt eins getað verið „að- komumaður" og þess vegna stuðn- ingsmaður KA! mæli jálftiim ist 4,3 Þessa dagana er umferðarfræðsla í grunnskólum landsins þar sem börn sem eru að byrja í skólanum fá tilsögn. Það eru lögreglumenn sem koma í heimsókn og eins og sjá má á þessari mynd, sem tekin var í Öldutúnsskóla f Hafnarfirði í dag, þá getur verið skemmtilegt að spjalla við lögguna. - mynd: teitur Jarðskjálfti, sem mældist um það bil 4,3 að stærð, varð upp úr klukk- an Ijögur síðdegis í gær skammt sunnan Hestvatns. Upptök skjálft- ans voru nánar tiltekið einn til tvo kílómetra suðaustan við Oddgeirs- hóla í Hraungerðishreppi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.