Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						Xk^iirL
LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1999 - 33
LIFIÐ I LANDINU
Kári í jötunmóð eftir
Guðna Th. Jóhannesson
sagnfræðing kemur út á
næstu dögum hjá Nýja
bókafélaginu. Bókin er
skrifuð gegn vilja sögu-
hetjunnar, Kára Stef-
ánssonar, enda hafnaði
hann samvinnu við höf-
undinn. Bókin er þó á
engan hátt skrifuð til
höfuðs Kára heldur er
ætlað að gefa hlutlæga
mynd af ÍE og for-
sprakka þess. Hér er
birtur kafli úr bókinni
með góðfúsu leyfi höf-
undar og útgefanda.
(Millifyrirsagnir eru
blaðsins.)
Leiðinlegasti skólinn
I þeirri þjóðfélagsgerjun, sem
átti sér stað þegar „68-kynslóð-
in" fór að láta að sér kveða, þótti
mörgum nemum í Iæknisfræði
kennslan stöðnuð. Þeim fannst
hún fyrst og fremst stefna að því
að búa til embættismenn fyrir
heilbrigðisþjónustuna. Rann-
sóknir voru vissulega af skorn-
um skammti. Þó varð ýmissa
breytinga vart. Undir lok sjö-
unda áratugarins voru kennslu-
hættir í læknadeild teknir til-
gagngerrar endurskoðunar í
læknadeild og prófum meðal
annars fjölgað, svo kunnátta
nemenda yrði könnuð með
skemmra millibili. Á móti kom
að margir stúdentar töldu of
mikið lagt upp úr löngum og
leiðinlegum staðreyndaþulum,
auk próflestrar sí og æ. „Próf
eru uppfinning andskotans,"
sagði Kári MR-ingum löngu síð-
ar, og hafði komist á þá skoðun í
læknadeildinni. I grein í riti
læknanema vorið 1973 lýsti
hann afdráttarlaust afstöðu
sinni í þessum efnum:
En ef við lítum nú á lækna-
skóla eins og þann, sem drepið
er á víð og dreif um Reykjavík,
þá eru nemendur hans sífellt
að búa sig undir próf. Þeir eru
að búa sig undir að leysa sitt
eigið vandamál þar sem prófið
er og haga vinnu sinni eftir því.
Þeir eru ekki að búa sig undir
að leysa vandamál sjúklinga
síðar meir. Og þegar þeir hefja
starf að námi loknu miðast það
ansi oft við það eitt að halda
áfram að leysa sitt eigið vanda-
mál en ekki sjúklinga. Þegar
maður með kvef eða inflúensu
leitar læknis hér í Reykjavík
enda þeirra samskipti sjaldnast
öðruvísi en sjúklingurinn hafi
út úr honum krús af sýklalyfi
sem hefur undantekningarlítið
engin eða hverfandi áhrif á
gang kvillans. Og þetta veit
læknirinn, en hann veit jafn-
framt að með því að gefa sjúk-
Iingnum eitthvað að gleypa er
hann búinn að Ieysa sinn
vanda. Hann verður ekki ónáð-
aður meir af þessu og heitir
manna á meðal góður læknir.
Hann gefur belgi, en vandi
sjúkl/ngsins er jafn óleystur
cftir sem áður og hefur jafnvel
aukist.
Kári í iötunmóð
Hunsaði mætingarskyldu
[...] Vorið 1973, um sama leyti
og Kári Stefánsson skrifaði í
blað læknanema, hófust miklar
deilur milli hans og sumra læri-
meistaranna, fyrst og fremst
Margrétar Guðnadóttur. Aldar-
fjórðungi síðar voru þær mörg-
um enn í fersku minni. Svo bar
til að verkleg kennsla í bakteríu-
fræði var fram undan, í umsjá
Arinbjarnar Kolbeinssonar, dós-
ents í sýklafræði. I þessum kúrs
var mætingarskylda en þannig
hittist á að í fyrstu voru þeir
Kári og Stefán Karlsson að
kenna fyrsta árs nemum verklegt
í lífeðlisfræði fyrir Jóhann Axels-
son prófessor, föður Axels,
bekkjarbróður þeirra í MR. I
byrjun kennslunnar Iétu þeir því
ekki sjá sig hjá Arinbirni. Stefán
kom eitthvað, en ekki Kári.
Hann mætti aldrei. Um vorið
mun Kári hafa ákveðið að fresta
prófi f námskeiðinu til hausts.
Prófið var tvíþætt; annars vegar
bakteríufræði Arinbjarnar og
hins vegar veirufræði sem Mar-
grét Guðnadóttir sá um. Hún
var þá nýorðin prófessor í sýkla-
fræði, hafði stundað framhalds-
nám við Yale-háskóla á sjötta
áratugnum og unnið að Til-
raunastöð Háskólans að Keldum
við rannsóknir á mæðiveiki og
visnu í sauðfé. Þegar leið að
haustprófinu tjáði Arinbjörn
Margréti að Kári hefði ekki sótt
verklega hlutann hjá honum.
Margrét hefur þótt staðföst
kona og einörð, jafnvel þrjósk,
og henni líkaði ekki fjarvistirnar.
Hún tilkynnti Kára að hann gæti
ekki gengist undir próf fyrr en
hann hefði Iokið verklega þætt-
inum hjá Arinbirni. Þessu tók
Kári afar illa, og þarna mættust
stálin stinn. Auðvitað hefði Kári
átt að mæta þegar honum var
það vel kleift, en hann ákvað að
sækja um undanþágu hjá deild-
arráði. Haustið 1973 baðst hann
leyfis að taka prófið þótt hann
ætti ólokið verklegu skyldunni,
enda sækti hann þann kúrs næst
þegar hann yrði haldinn. Á hita-
fundi í ráðinu staðfesti Jóhann
Axelsson að Kári hefði verið við
kennslu, þótt ekki hefði það ver-
ið alla dagana. Ólafur Ólafsson,
landlæknir, tók undir það í bréfi
til ráðsins. Að Ioknum miklum
umræðum var erindi Kára sam-
þykkt, með því skilyrði að ein-
kunn hans í námskeiðinu yrði
ekki skráð fyrr en hann hefði
lokið verklegri bakterfufræði.
Samnemendur
mótmæltu undanþágunni
Sögunni var ekki lokið með
þessu. Stjórn félags læknanema
mótmælti undanþágunni og
óskaði bókað á næsta fundi
deildarráðs að fjarvistarástæður
Kára væru „ekki nægjanlegar til
að gefa það fordæmi sem í
beiðni hans fólst". Fjarvera Kára
og afstaða Margrétar komu til
kasta Háskólaráðs. Þar sat Jó-
hann Axelsson fyrir læknadeild
og talaði máli síns manns. Hann
mat Kára mikils og taldi hann
mjög efnilegan námsmann.
Seinna var haft eftir Jóhanni að
þessi ár hefðu verið mæðusöm
þvf hann hefði vart mátt bregða
sér úr landi án þess að deildin
reyndi að reka Kára! Það var
orðum aukið, en lyktir urðu þær
að í árslok 1973 - sagan segir á
Þorláksmessu - tók Kári Stef-
ánsson sérpróf í námskeiðinu.
Stefán vin hans Karlsson grun-
aði  að  það  helði  verið  mun
þyngra  en  hinir  þurftu  að   seinna, „en er Iítið hreykinri af   drægur og sækinn í að virða að
þreyta, en Margrét Guðnadóttir
nýtti rétt sinn til þess að prófa
ekki nemanda, þar sem kastast
hafði í kekki. Annar var fenginn
til verksins. Rúmum aldarfjórð-
ungi seinna sagði hún að þetta
hefði verið í eina skipti á tæp-
lega 40 ára kennaraferli sem
nokkuð viðlfka gerðist, og fannst
henni ásókn Kára Stefánssonar í
undanþágur lítið hafa breyst
með árunum, þótt Tölvunefnd
og Vísindasiðanefnd stæðu þá
andspænis honum í stað Iækna-
deildar.
því vegna þess að til þess að
dúxa á þessu prófi þarftu að vera
reiðubúinn til að eyða óendan-
legum tíma í mjög ófrjóa og leið-
inlega úttekt á staðreyndum sem
eru hvort eð er til reiðu í upp-
flettibókum." Og Kári lét skrá
eftir sér að lærimeistararnir
hefðu verið vonlausir, í besta
falli „hálfgerð idjót". Hann var
ekkert að skafa utan af því:
„Þetta hljómar illa, en það er
satt." Jóhann Axelsson, Davíð
Davíðsson og einhverjir örfáir
aðrir voru þó undanskildir.
„Efégman réttþá var ég dúxá embættisprófi,"sagðiKárieinhverju sinni, „en er
lítið hreykinn afþví vegna þess að til þess að dúxa á þessu prófi þarftu að vera
reiðubúinn til að eyða óendanlegum tima i mjög ófrjóa og leiðinlega úttekt á
staðreyndum sem eru hvort eð er til reiðu í uppflettibókum." Og Kári lét skrá eftir
sér að lærimeistararnir hefðu verið vonlausir, íbesta falli „hálfgerð idjót".
Fékk aftur undanþágu
Leið svo að lokum Iæknanáms-
ins. Fyrir embættisprófið á síð-
asta ári var öllum nemum skylt
að taka verklegt námskeið í
handlæknisfræði og lyflæknis-
fræði, einn mánuð á sjúkrahúsi í
hvoru fagi. Seinni kúrsinn sótti
Kári ekki. Aftur fékk hann und-
anþágu, í þetta sinn á þeirri for-
sendu að hann hefði unnið á
spítala sumarið áður. En hvort
tveggja gilti um fleiri, að menn
hefðu unnið á spítala og vildu
fegnir losna við námskeiðið.
Embættisprófið var umsvifamik-
ið og erfitt, og þrautin þyngri að
lesa fyrir það. Mörgum bekkjar-
félögum Kára mislíkaði að hann
kom sér aftur hjá því að stunda
verklegt nám svo hann gæti set-
ið heima og kúrað, að því er
þeim fannst.     Yfirlegan  skil-
aði sínu þótt enginn nái háu
prófi á Iestri einum saman. Fag-
ið lá vel fyrir Kára og hann þótti
ætíð mjög fljótur að tileinka sér
námsefnið. Hann fékk 8,5 í ein-
kunn og dúxaði, ásamt þremur
öðrum, Stefáni Karlssyni, Jó-
hanni Tómassyni og Gizuri
Gottskálkssyni. Síðar virtist Kári
gorta af árangrinum og gera lítið
úr þessu liði öllu saman. „Ef ég
man rétt þá var ég dúx á emb-
ætlisprófi,"  sagði  hann  löngu
Storkandi greind Kára
Má segja Kára til varnar að
hann hafi haft efni á að gorta og
gagnrýna? Hann varð jú í hópi
efstu manna á prófi og margt
hefði örugglega mátt betur fara í
kennslu við læknadeildina. Jó-
hann Axelsson hefur sagt að
Kári Stefánsson búi yfir „stork-
andi greind" og ráði því ekki að
hann sé gáfaðri en gengur og
gerist. Ólafur Ólafsson, sem
hafði liðsinnt Kára í baráttunni
við að fá undanþágu, sagði líka
undarlegt - þótt það væri af allt
öðru tilefni - hve gáfumenn
gætu verið erfiðir til skapsins:
Einkennileg þessi árátta hæfi-
leikamanna til að vera óþolandi.
Ég þekki menn í læknastétt sem
búa yfir frábærum hæfileikum
en eru fullkomlega óþolandi í
framkomu. Ég get umgengist þá
en það geta fáir aðrir.
-  Er Kári Stefánsson þessi
manngerð?
Ætli hann nálgist það ekki á
vissum stundum. En hann er
frábær maður að mörgu leyti.
- En stundum óþolandi?
Skapgerð Kára réð örugglega
allnokkru um þá úlfúð sem
hljóp í deilurnar um gagna-
grunnsáform hans árið 1998.
Hann er ekki mannasættir og
getur  þótt  drambsamur,  sér-
vettugi reglur sem eru honum
ekki að skapi. Þetta sást vel á
námsárunum. Staðfestar sögur
úr læknadeild koma að ein-
hverju gagni við útskýringar á
átökum seinni ára, ekki síður en
deilur um siðfræði vfsindarann-
sókna, persónuvernd og dulkóð-
un. Það er satt, hvort sem
mönnum líkar betur eða verr.
Síðasta undanþágan
Síðasta undanþágan á námsferli
Kára  Stefánssonar  var  sýnu
stærst  og  mikilvægust,  í  það
minnsta  frá  hans  sjónarhóli.
Sumarið 1977 var hann að ljúka
kandídatsári við Landakotsspít-
ala og á taugadeild Landspítal-
ans. Sjúklingur, sem Kári sinnti
þar, sagði síðar að sér hefði líkað
ágætlega   við   hann;   Iækna-
kandídatinn hefði verið „ljúflega
hranalegur". En hugurinn stóð
til frekara náms. Fyrst heilluðu
geðlækningar  mest  en  síðan
varð taugalæknisfræði fyrir val-
inu.  Kári  sótti  um  vist  við
nokkra læknaskóla í Bandaríkj-
unum og vonaðist til að halda
utan  ári  síðar.  Gunnar  Guð-
mundsson, sem þá var yfirlæknir
taugalækningadeildar  Landspít-
alans, mun hafa haft milligöngu
um að kynna Kára fyrir Barry
Arnasyni  sem  var  yfir  þeirri
deild við háskólann í Chicago.
Hann  var  af vestur-íslenskum
ættum,  „mikill  eldhugi,  góður
vísindamaður og kraftmikill ein-
staklingur", að sögn Kára. Og
Barry Arnason bauð honum að
hefja nám strax um haustið.
Böggull  fylgdi  skammrifi.  Fyrr
um árið höfðu verið sett lög í
Bandaríkjunum  sem  gerðu  út-
lendingum mun erfiðara en áður
að sækja framhaldsnám í lækn-
ingum, með þungum inntöku-
prófum og öðru. Þau tækju að
fullu gildi næsta ár en þeir, sem
hæfu nám fyrir það, slyppu fyrir
horn. Kári þurfti samt sem áður
að fá vegabréfsáritun til þess að
komast til framhaldsnámsins í
Chicago. Hana fengi hann ekki
nema hann hefði almennt Iækn-
ingaleyfi upp á vasann, og það
fengi  hann  ekki  nema  hann
hefði  lokið  kandídatsárinu  og
lögbundinni  Iæknisþjónustu  í
héraði. Hún var til þriggja mán-
aða eða langt fram á haust. En
Kári þurfti að halda til Chicago í
júlí, ætti hann að eiga þess kost
að  losna  undan  kvöðum  nýju
Iaganna. Hvað var til ráða?
Kári sótti um undanþágu. Fyrir
kom að fólk losnaði undan þeirri
„herskyldu" sem héraðsþjónustan
var, en þá einkum mæður ungra
barna eða Iæknakandídatar sem
voru veikir eða gátu af einhverj-
um öðrum brýnum orsökum ekki
farið út á land í þrjá mánuði.
Mátti færa rök fyrir því að Kári
félli í þann hóp? I bréfi til land-
læknis benti hann á vanda sinn
og sagði:  „Ef landlæknir sér í
gegnum fingur við mig og mælir
með því að ég fái lækningaleyfi
án þess að standa í héraði, væri
mér ljúft að heita þvf að gera það
að loknu sérnámi." Með fylgdi
heitið, undirritað í votta viðurvist.
Kára var veitt almennt lækninga-
leyfi  10. júní  1977, þótt hann
hefði ekki fullnægt öllum skilyrð-
um til þess. Hvort ráðamenn heil-
brigðismála   hugsuðu   sér  að
standa fast á því að Kári efndi
það einhvern tímann skal ósagt
látið. En hann hélt utan og heitið
stendur enn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40