Dagur - 01.12.1999, Blaðsíða 1

Dagur - 01.12.1999, Blaðsíða 1
BLAÐ Norsk Hydro setur sig ekki á móti umhverf- ismati vegna virkjim- arframkvæmda eystra þ» það tefji fram- kvæmdir. Iðnaðarráð- herra þöguU. Kafla- skil, segja Umhverfis- vinir. Það er vilji norska stórfyrirtælds- ins Norsk Hydro að umhverfisá- hrif fyrirhugaðra virkjunarfram- kvæmda norður af Vatnajökli vegna álvers í Reyðarfirði fari í lögformlegt mat á umhverfisá- hrifum. Sá tími sem matsferlið tekur skiptir ekki meginmáli fyrir fraínkvæmdir og æski íslenska þjóðin umhverfismats á það að fara fram. Þetta kom fram á fundi forystumanna Norsk Hydro með fulltrúum alþjóðlegu náttúru- verndarsamtakanna World Wide Fund for Nature sem haldinn var í Osló í gær. Greint var frá mál- inu í fréttum Utvarps í gærkvöld. Vilja ásættanlega niðurstöðu fyrir flesta Haft var eftir Hydro að fyrir- tækið hefði aldrei verið á móti lögform- legu umhverfis- mati og setji sig ekki upp á móti því. Muni fyrir- tækið í einu og öllu fara eftir vilja Alþingis Is- lendinga í mál- inu - svo sem ef það sé vilji þingsins að umhverfimat verði gert. Það sem Norsk Hydro vilji sé að í þessu máli náist ásættan- leg niðurstaða fyrir sem flesta og þá skipti ekki öllu þó matsferlið geti seinkað fyrirhuguðum álvers- og virkjunarframkvæmdum um allt að hálft ár. - Þess ber að geta að upplýsingastjóri Norsk Hydro fulltrúa Norsk Finnur Ingólfsson: „Ég segi ekki neitt." sagði í Degi í síðasta mánuði að yrði leikreglum í þessu máli breytt myndi leikurinn einnig óhjákvæmilega breytast. „Á þessari stundu vil ég ekkert um þetta mál segja, ég þarf að fá frekari upplýs- ingar,“ sagði Finnur Ingólfs- son iðnaðarráð- herra um málið þegar Dagur ræddi við hann í gærkvöld. „Þetta er alveg á skjön við fyrri yfirlýs- ingar sem við höfum fengið frá Norsk Hydro og því bíð ég al- veg rólegur," sagði flokksbróðir Finns, Hjálmar Árnason, formað- ur iðnaðarnefndar Alþingis. Jakob Frímann Magnússon: „Kaflaskil í mál- inu.“ Verðug jólagjöf „Það eru að verða kaflaskil í mál- inu,“ sagði Jakob Frímann Magn- ússon sem er í forystusveit Um- hverfisvina, samtakanna sem safna undirskriftum til stuðnings því að virkjunarframkvæmdir eystra fari í lögformlegt umhverf- ismat. Á vegum samtakanna, málstað þeirra til stuðnings, af- henti níu ára barn í Osló í gær- morgun gjöf frá ófæddum kyn- slóðum íslendinga, og var gjöfin skjal með tilvitnun í Heimskringlu Snorra Sturluson- ar. Fulltrúar Norsk Hydro tóku, að sögn Jakobs, gjöfinni vel en á eftir móttöku hennar var áður- nefndur fundur með fulltrúum World Wide Fund for Nature. Jakob Frímann kveðst telja að yfirlýsingar þessar hljóti að auð- velda íslenskum ráðamönnum að taka þá ákvörðun að umhverfisá- hrif virkjunarframkvæmda eystra verði metin. „Að ná þeirri lend- ingu í málinu er verðug jóla- og aldamótagjöf til íslensku þjóðar- innar og það er ljóst að umhverf- ismat mun ekki teija framkvæmd- ir, ef af þeim verður, nema um ör- fáa mánuði og það getur Norsk Hydro sætt sig við samkvæmt nýj- ustu fréttum." - SBS SMptiá sóMium? Deilan um séra Gunnar Björnsson í Holti í Onundarfirði er í hörðum hnút. Nú hefur biskup ís- lands, herra Karl Sig- urbjörnsson, skipt sér af málinu og úti- lokar ekki að flytja séra Gunnar tíma- bundið í starfi. Séra Torfi Hjaltalín Stef- ánsson á Möðruvöll- um segist í samtali við Dag ekki vera ffá- bitinn þeirri hug- mynd að þeir Gunn- ar skipti á sóknum. Séra Torfi hefur, líkt og Gunnar, átt í deilum við sóknarbörn sín en Torfi er ættaður frá Onundarfirði, nánar tiltckið frá Valþjófsdal. I um- fjöllun blaðsins í miðopnu er m.a. vikið að umdeildri greinargerð Gunnars til prófastsins, sr. Agnes- ar Sigurðardóttur. — Sjá bls. 8-9. Sr. Gunnar Björnsson. Sr. Torfi Hjaltalín Stefánsson. í tilefni af útkomu Skógræktarritsins valdi Skógræktarfélag íslands „Tré ársins 1999“ með viðhöfn ígærmorgun. Fyrir valinu varð voldugur álmur við Túngötu 6 í Reykjavík. Eigandi lóðarinnar er Reykjavíkurborg og tók Ingibjörg Sólrún við viðurkenningarskjali úr hendi Magnúsar Jóhannessonar, formanns Skógræktarfélagsins, undir limum álmsins. Á innfelldu myndinni sést tré ársins í allri sinni dýrð. - myndir: e.ól. mm Guðmundur Bjarnason. Seld utan ráðuneytis Ríkisjörðin Hóll í Fljótsdalshreppi var seld af Jóni Höskuldssyni fyrr- verandi starfsmanni jarðadeildar Iandbúnaðarráðuneytisins utan veggja ráðuneytisins og fékk Jón þetta sem nokkurs konar sérverk- efni eftir að hann hætti störfum í ráðuneytinu. Embættismenn ráðuneytisins vissu ekki af þessari sölu svo mánuðum skipti eftir að hún hafði átt sér stað og veittu því óafvitandi rangar upplýsingar í svörum við fyrirspurn unt sölu rík- isjarða. Þetta má lesa út úr svörum land- búnaðarráðuneytisins við fyrir- spurnum Dags, sem blaðinu bár- ust í gær. Þar upplýsir Björn Sigur- björnsson ráðuneytisstjóri að vit- neskja um sölu Hólsjarðarinnar hafi ekki borist embættismönnum ráðuneytisins „fyrr en löngu eftir að gengið var frá sölunni. Sala jarðarinnar var... í höndum fyrrver- andi starfsmann ráðuneytisins sem vann að undirbúningi sölunnar utan ráðuneytisins á lögmanns- skrifstofu þar sem hann starfar. Jörðin var þvf ekki tilgreind í svar- bréfi ráðuneytisins til yðar dags. 2. júlí 1999“. Þá upplýsir ráðuneytisstjórinn að engar skjallegar upplýsingar séu til um hvaða réttindi og hlunnindi fylgdu Hólsjörðinni við söluna, að öðru leyti en þeim sem í afsali koma fram. í afsalinu segir meðal annars aðjörðin sé seld á 1,7 millj- ónir, að frádregnum nokkurra ára álögðu afgjaldi uppá 200-300 þús- und krónur. Kveðið er á um að jörðin sé seld „ásamt öllum þeim gögnunt og gæðum sem jörðinni fylgir og fylgja ber, að engu undan- skildu". - fþg Afgrciddir samdægurs Venjulegirog demantsskomir trúlofunarhringar GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI ■ SÍMI462 3524

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.