Dagur - 15.01.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 15.01.2000, Blaðsíða 1
Laugardagur 15. janúar - 2. tölublað 2000 Svona leit Skuggahverfi út fyrir um 70 árum. Skúiagata lá þá meðfram ströndinni en nú liggur Sæbraut á uppfyllingum þar fyrir framan. Olíugeymarnir stóðu á Klöpp og á þeim stað er nú bensinstöð Olís. Austar er Kveldúlfsbryggja og þar fyrir ofan saltfiskreitir og Kveldúlfshúsin sem rifin voru fyrir nokkrum árum, en þau viku fyrir háhýsum, sem nú rísa hvert af öðru við Skúlagötuna. Þar fyrir vestan er hús Völundar og enn vestar nær höfninni er Ný- borg, þar sem lengi var eina áfengisútasalan í Reykjavík. Sem sjá má var þarna mikið athafnasvæði um miðbik aldarinnar, en er nú að breytast í íbúða- byggð. Neðst tii vinstri á myndinni sér í hluta af Lindargötu. Skuggahverfínu vex fískur unt hrygg FREYJA JÓNSDÓTTIR skrifar Híbýli þeirra sem fyrst byggðu Skuggahverfi voru torfbæir á víð og dreif. Götur voru engar en troðningar mynduðust á helstu gönguleiðum á milli bæjanna. I votviðrum rann vatnið eftir götu- slóðunum, börnum til ánægju en fullorðnum til ama. I þessum kofum bjó yfirleitt sárafátækt fólk sem þurfti að þola að hinir efna- meiri litu niður á það. Þó er ekki annað að sjá en þetta fólk hafi flest borið gæfu til þess að sjá fyr- ir sér og sínum án þess að þiggja af sveit. I kringum 1870 voru reist tvö fyrstu timburhúsin í hverfinu, bæði við Smiðjustíg. Annað þeir- ra var svo nefnt Einarshús, er var á þeim slóðum sem nú er hornið á Smiðjustíg og Hverfisgötu. Húsið reisti Einar snikkari. Ann- að húsið var kallað Eyjólfshús, sem Eyjólfur Þorvaldsson smiður Sikðn "Eftir 1880 voru byggðir nokkrir steinbæir í hverfinu. Einn þeirra var Tobíasarbær, kenndur við Tobías skósmið sem þar bjó. Tobíasarbær var á þeim slóðum sem nú er Lindargata 44. Steinbærinn Tóftir var byggður árið 1884, þar sem nú er Lindar- gata 11A. Einar Arason, tómthús- maður, var fyrsti eigandi hans. Þar hafði áður verið torfbær. Á Lindargötu 22 var byggður torf- bær af Jörgen Þorsteinssyni, tómthúsmanni, árið 1868. Jón Jónsson, tómthúsmaður, reisti þar steinbæ 1892, en bærinn var rifinn 1977 og er Ióðin nú auð og notuð fyrir bílastæði. Vaktara- bærinn var steinbær reistur 1894 af Guðmundi Stefánssyni stýri- manni. Bærinn var rifinn fyrir fjörutíu árum. A lóð Vaktarabæj- arins var byggt timburhús árið 1902, Lindargata 35. Hér hefur aðeins verið minnst á nokkra steinbæi sem stóðu í Skugga- hverfinu, þeir voru mun Fleiri en allflestir þeirra voru látnir víkja fyrir byggingu timburhúsa. Um og upp úr aldamótunum fjölgaði timburhúsum f Skugga- hverfi og voru mörg þeirra byggð af góðum efnum, rúmgóð og Aimar hluti greinar um byggingasögu hverfis sem kennt var við kotið Skugga reisuleg. Mörg af þessum húsum stóðu neðan Lindargötu þar sem nú eru bílastæði. Flest húsin voru flutt í burtu á níunda ára- tugnum og byggð upp á öðrum stöðum í borginni. Nokkur af þessum húsum voru sett niður vestur á Bráðræðisholti og önnur eru við Skerplugötu. Húsið sem var á Lindargötu 37, byggt 1902 af Guðmundi Stefánssyni skip- stjóra, var flutt að Bjargarsíg 12 árið 1982. Þegar Hverfisgata var lögð náði hún fyrst ekki nema vestur að Vatnsstíg. Upp úr aldamótunum var vestari endi hennar lengdur niður að Klapparstíg en árið 1906 var hún lögð niður á Lækj- argötu/Kalkofnsveg og liggur endi götunnar þar yfir sem Arnarhól- straðir voru. Gatan dregur nafnið af Skuggahverfinu en talið er að nafnið Skuggahverfisgata hafi þótt of langt og því verið stytt í Hverfisgötu. Fyrsta húsið sem var reist við framlengingu göt- unnar var hús Landsbókasafns- ins. Upp úr aldamótunum hófu nokkur fyrirtæki starfsemi sína í Skuggahverfinu. Timburverslun- in Völundur byggði stórhýsi yfir starfsemi sína á horni Klappar- stígs og Skúlagötu. Húsið var byggt af timbri í svipuðum stíl og Iðnskólinn við Lækjargötu. Gert var út frá Klapparvör fyrir aldamótin 1900 og þar stóð samnefndur bær. Fjöldi árabátanna á kambinum sýnir að þarna var stunduð talsverð útgerð. Klapparstígur er kenndur við Klöpp. Rekstur fyrirtækisins hófst 1905 og markaði spor í vélavæðingu á Islandi. I trésmiðjunni voru nýjar og vandaðar trésmíðavélar. Arið 1912 var útgerðarfélagið Kveldúlfur stofnað. Félagið byggði yfir starfsemi sína í Skuggahverfi, stórt steinsteypu- hús sem hýsti alla starfsemi fyrir- tækisins. Húsið var nefnt Kveld- úlfshöfði. Bryggja var fyrir neðan húsið beint niður af Vatnsstíg. Miklir fiskreitir voru austan við Vatnsstíginn. Fyrir austan fiskreitina, neðan Lindargötu, reisti Sláturfélag Suðurlands hús árið 1907. Þetta var mikil bygging og var slátur- húsið fyrsta byggingin í húsa- þyrpingu á lóðinni. Þar var síðan reist frystihús, salthús, reykhús, pylsugerð, skrifstofur og mötu- neyti starfsfólks, svo að eitthvað sé nefnt. Hús þessi hafa nú verið rifin og á lóðinni er nú risið stórt og glæsilegt fjölbýlishús. Heildverslun Garðars Gísla- sonar & Hay reisti hús yfir starf- semi sína 1910 nokkru austar en Sláturfélagið. Fyrirtækið stund- aði bæði inn- og útflutning. I því húsi var síðar kjötvinnslan Búr- fell, einnig voru þar saltaðar gær- ur og ýmislegt annað sem tengd- ist afurðum frá bændum var meðhöndlað þar. Arnarhvoll er númer 1 við Lindargötu, skristofuhús ríkisins, reist 1929. Það er byggt á landi Arnarhóls og má um það deila hvort það er innan Skuggahverf- is. Dómhús Hæstaréttar var byggt 1942 fast upp að Arnar- hvoli. Arið 1939 hóf gosdrykkjaverk- smiðjan Sanitas rekstur á Lindar- götu 9. Byggt var yfir verksmiðj- una einlyft steinhús. A lóðinni hafði áður verið steinbær sem byggður var árið 1889. Eigandi hans var Guðrún Sigurðardóttir ekkja. Bærinn var nefndur Litla- land. Arið 1942 reistu eigendur Sanitas þrílyft verksmiðjuhús úr steinsteypu á lóðinni. 1962 var húsinu breytt og byggð þakhæð ofan á það. Sigvaldi Thordarson var arkitekt að þessari breytingu. Árið 1959 flutti Sanitas starfsemi sína úr húsinu og hefur húsið eft- ir það verið starfrækt af nokkrum stéttarfélögum sem hafa þar skrifstofur sínar. Iþróttahús Jóns Þorsteinssonar sem var lengi hel- sta íþróttahúsið í bænum er á Lindargötu 7, byggt á sömu lóð og Lindargata 9 og 9a. Það hús er núna notað undir leiklistar- starfsemi. Smjörlíkisgerðin Svanur og konfektgerðin Víkingur byggðu yfir starfsemi sína á Vatnsstíg 11, þriggja hæða steinhús. Fyrir tveimur áratugum var húsið gert að íbúðarhúsi sem nú eru í margar einstak- Iingsíbúðir. Smjörlík- isgerðin Smári og sápugerðin Máni voru á Veghúsastíg 7. Þar var síðan bókaút- gáfan Helgafell sem var í eigu Ragnars í Smára. Húsið var síð- an selt Reykjavíkur- borg sem lét fara fram miklar endur- bætur á eigninni og þar er nú leikskólinn Lindarborg. Fráinhald 'á bls 3.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.