Dagur - 18.04.2000, Blaðsíða 3

Dagur - 18.04.2000, Blaðsíða 3
ÞRIfíJVDAGlIR 18. APRÍL 2 000 - 19 T*Mptr_ BREF TIL KOLLU skrifar Elsku Kolla Ég gat ekki hætt að hugsa um þennan dreng. Er reyndar enn að hugsa urn hann. Mörgum vikum seinna. Sé hann stöðugt fyrir mér. Lítinn, grann- holda, með svarta lokka, stór möndlulaga augu. Ein framtönnin farin. Sex ára krfli. Svo umkomulaus. En samt með mannslíf á samvizkunni. Þú hefur eflaust heyrt þessa frétt, Kolla: „Sex ára drengur banar bekkjarsystur.“ Bandaríska þjóðin stóð á öndinni eitt augnablik. Reif í hár sitt, fórnaði höndum. „Góður guð, hvar endar þetta? Sex ára morðingi. Lendir hann í rafmagnsstólnum? Hvar fékk hann eiginlega byssu? Hlaðna byssu?“ Spyr sá sem ekki veit! Hér í landi liggur hlaðin byssa við hvers manns rúm. Er eins konar karlmennskutákn Bandaríkjamanna. Þær eru til sölu á hverju götuhorni. Þarf ekki einu sinni að skrá kaupin. Það væri skerðing á persónufrelsi, segja Kanarnir! Það læra börnin, sem fyrir þeim er haft. Enginn er lengur óhultur. Og nú er svo komið, að í upphafi hvers dags - að loknum morgunsöng og guðsorði - er leitað á nem- endum í efstu bekkjum barnaskóla og í gagnfræðaskólum. Það er að vísu ekki enn farið að leita meðal yngstu nemendanna! Hver var þessi drengur? Þennan sama morgun hafði hann komið í skólann með byssu í vasanum. Alvörubyssu. Hún var lítil, fór vel í hendi. Jafnvel í hendi sex ára strákhnokka. Að lokinni fyrstu kennslustund, þegar ílestir voru farnir út á gang, tók hann byssuna úr vasanum. Kayla sat enn við borðið sitt. Var að narta í brauð- sneið. Mamma hafði smurt nesti um morg- uninn. Hann leit á hana, sagði eitthvað si svona: „Þú ert vond við mig“ og skaut. Því næst lagði hann frá sór byssuna og gekk inn til skólastjórans. Kayla var dáin. Innan stundar kom lög- reglan á staðinn. Drengurinn var hræddur við lögregluna. Þeir gáfu honum liti og blöð. Honum fannst gaman að teikna. Gleymdi sér um stund. Fullorðna fólkið stóð ráðþrota. Þetta var bara barn. Skildi ekki glæpinn. Hafði ætlað að hræða Kaylu. Hún hafði verið vond við hann. Hann vissi ekki, að þetta var í alvöru. Hann hafði sé byssur í sjónvarpinu. Það var aldrei í alvöru. Frændi átti litlu byssuna, sem enn lá á skólaborðinu. Það var farið að leita að frænda. Hver var þessi drengur, annars? Hvaðan kom hann? Hörundið eins og súkkulaði á litinn. Augun stór og spurul. Buxurnar hengu utan á honum. Bara í stuttermabol. Um miðjan vetur. Nafnlaus drengur úr fátækrahveríl stórborgarinnar. Hver var hans sök? Að vera fátækur, umkomulaus, heimilislaus? Að vera móðurlaus, föðurlaus? Hver ætlar að dæma þennan dreng? Hann á að vjsu móður og föður. Faðirinn er kornungur. Á samt langan glæpaferil að baki. Ánetjaðist snemma eiturlyijum. Hefur „Þaö læra börnin, sem fyrir þeim er haft. Á meðan byssur liggja á glámbekk, á meðan fé- lagsleg samábyrgð er í lágmarki, getur bara þjóðin sjálfri sér um kennt." að gæta bróður míns? setið í fangelsi öll sex árin, síðan drengur- inn fæddist. Á meðan hefur móðirin reynt að sjá ein fyrir þremur börnum. Vinnur ijórtán tíma á dag. Börnin hafa því að mestu gengið sjálfala. Gegnir tveimur störfum. Vinnur í matvöruverslun á daginn og kafijhúsi á kvöldin. Samt duga launin ekki. Átti ekki fyrir húsaleigunni. Var vísað á dyr. Á göt- unni með þrjú börn. Heimilislaus. IJvað átti hún að gera? Hún leitaði til ættingja og vina. Yngsta barnið var sent í aðra sveit. Drengirnir fengu inni hjá bróður hennar í sama bæ. Hver er hiim seki? Það voru liðnir tíu dagar, frá því þeir fluttu til frænda. Húsið hans stendur við eyðilega götu í útjaðri borgarinnar. Lítið timburhús með plastpoka fyrir gluggum. Hurðin stend- ur opin upp á gátt. Fólk að koma og fara allan daginn. Dópsalar og mellur eiga at- hvarf í þessu húsi. Bræðurnir sitja á tröpp- unum. Leika sér aldrei. Sitja bara þarna. Kannski að bíða eftir einhverju. Bíða eftir að inamma sæki þá. Fari með þá burt. Bjargi þeim. Þeir eru bara smábörn. Innan úr húsinu berst stöðugur hávaði, rifrildi, stundum skothvellir. Þeir liafa sóð byssuna. Hún er geymd í skókassa inni í svefnherbergi. Frændi hefur sýnt þeim hana. Lítil og meðfærileg. Alveg eins og leikfang. Inni er allt á tjá og tundri. Upp- þornaður kjúklingur á pönnunni í eldhús- inu. Isskápurinn tómur. Skítug dýna í svefn- herberginu. Gamall sófi í stofunni. Þar liggja strákarnir á nóttunni. Verður varla svefnsamt. En samt fóru þeir í skólann á morgnana, Kolla. Ifvað dró þá í skólann? Það var eng- inn, sem fylgdi þeim. Enginn sem kvaddi þá á skólatröppunum. Enginn, sem kyssti þá. „Gangi þér vel í dag, elskan." Allir hinir fengu koss í kveðjuskyni. Þeir í'óru samt í skólann. I skólanum var hlýtt. Þar var matur á borðum. Skólinn var eini fasti punkturinn í líil þessara bræðra. Enginn spurði, hvaðan þeir kæmu, eða við hvaða aðstæður þeir lifðu. Þegar skotið reið af, komu allir af fjölluin - kannski ég ætti að segja úr úthverfunum. Vesalings móðirin er ákærð fyrir van- rækslu. Líklega verða börnin öll tekin af henni. Faðirinn situr áfram í fangelsi. Af- plánar enn í nokkur ár. Frændi verður dæmdur fyrir morð af gáleysi. Hann átti byssuna. Hver er svo hinn seki? Er það móðirin, sem gat ekki unnið fyrir fjölskyldunni? Er það faðirinn, sem varð dópinu að bráð? Eða er það bróðirinn, sem geymdi byssu í skókassa? Það læra börnin, sem fyrir þeim er haft. Á meðan byssur liggja á glámbekk, á með- an félagsleg samábyrgð er í lágmarki, getur bara þjóðin sjálfri sér um kennt. Ég sé hann enn fyrir mór. Með svarta lokka og möndlu- laga augu. Hvers á hann að gjalda með skarð í tönn? Fórnarlamb við miskunnar- lausar aðstæður. Á ég að gæta bróður míns? Þín Bryndís MENNINGAR LÍFID Bara stelpa Fyrsta bindi end- urminninga iit- Gunnþóra llöfundarins Og Gunnarsdóttir blaðamannsins Lise Nörgaard heitir Bara stelpa. Þar segir Lise frá sín- um ungdómsárum í IJró- arskeldu, frá fæðingu til 18 ára aldurs er hún byrjaði sem blaða- maður á Ro- skilde Dag- blad. Frá- sögnin er leiftrandi af húmor og hlýju en með alvarlegum undirtóni því frá barnæsku barðist hún fyrir jafnrétti kvenna og karla. Lise Nörgaard hefur skrifað í Hjemmet, Berlinske tidende og Politiken og íslendingar muna flestir eftir sjónvarps- þáttunum vinsælu Matador en Lise var einmitt höfundur þeirra. „ber“ í VHnius Dansleikhús með Ekka mun sýna verkið „ber“ á alþjóð- legri nútímadanshátíð í Vilni- us í Liháen nú um páskana og er ellefu manna hópur á förum út í því tilefni. „Ber“ sem fjallar um ofbeldi og út- skúfun var sýnt í Tjarnarbíói í haust við góðar und- irtektir en í verkinu hafa dans, leiklist og tónlist jaft vægi í ___ einni heild. Þar sem þær listgreinar eru í raun alþjóðlegt tungumál eru sýningar eins og „ber“ til- valdar til sýninga hvar sem er. Dansleikhús með Ekka mun sýna á menningardegi Islendinga á EXPO 2000, heimssýningunni í Hannover og verður með nýtt verk á ís- lensku leiklistarhátíðinni Á mörkunum, í haust. Úr sýningunni „ber" Glæpa- samsuða Því hefur löngum verið haldið fram að íslenskir rithöfundar eigi í hinu mesta basli við að skrifa trúverðugar sakamála- sögur. Ný sakamálasaga Leynd- ardómar Reykjavíkur 2000 er vel til þess fallin að styrkja þá skoðun. En um leið ber þess að geta að fyrirfram var ekki við því að búast að vel tækist til, þar sem átta höfundar standa að verkinu. Slík samsteypa er einfaldlega ekki góð uppskrift að heilsteyptu skáldverki. Höfundar hafa kosið að hrúga sam- an kynlííi og ofbeldi og blanda saman við það græskulausu gamni. Meinið er að gamanið er ekki nægilega vandað, MENNiniGAR VAKTIN Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar þegar líður á þynnist söguþráð- urinn, verður ótrúverðugur og banal og sagan hættir að vera skemmtileg. Viktor Arnar Ingólfsson hef- ur söguna ágætlega, í fjörugum og hröðum stíl og Hrafn Jökuls- son tekur við og á kannski fyndnasta sprett bókarinnar í frásögn af umijöllun frétta- manns Stöðvar 2 á morðmál- inu. Hrafn kynnir einnig til sög- unnar fréttamann á DV sem er skemmtileg týpa, en aðrir höf- undar nýta sér þá persónu illa og í framhaldinu koðnar hún niður. Birgitta Halldórsdóttir tekur við af Hrafni og hennar þáttur virkar nokk- / tilefni afviku bókarinnar kom út sakamálsagan Leyndardómar Reykjavíkur 2000 en höfundar hennar eru átta talsins. uð stirður. Arnaldur Indriðason finnst mér standa sig best, hann hleypir miklu fjöri í frásögnina með flótta og sérkennilegri uppgötvun í lokin. En þá kemur að þætti Stellu Blómkvist og þar er fiestu klúðrað sem hægt er að klúðra. Stella blessunin kemur sög- unni í svo útjaskaðan farveg að höf- undunum sem á eftir koma tekst aldrei að koma henni á fiug. Þannig verður bókin ekki annað en enn ein viðbótin við þær mislukkuðu saka- málasögur sem skrifaðar hafa verið hér á landi síðustu árin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.