Dagur - 03.05.2000, Blaðsíða 2

Dagur - 03.05.2000, Blaðsíða 2
2 - MIÐVIKUDAGUR 3. MAÍ 2000 Thsgtar M IÐVIKUD A GU R 3. MAÍ 2000 - 3 I ÍTft CNGIN NÚS íft JjJ ÁNHITA IjjjJ Húsbyggjenduri Frárennslisrör PVC (rauð) 100 og 150 mm ásamt tilheyrandi tengistykkjum. Drenrör 100 mm PVC. Gólfniðurföll og vatnslásar úr plasti í mörgum gerðum. Versliö vi& fagmenn. DRAUPNISGÖTU 2 • AKUREYRI SÍMI 462 2360 • FAX 462 6088 Op/'ð á laugardögum kI. 10-12. ÍWili Fylkir sigraði í A-liðum drengja. Guðjón Valur afhendir fyrirliða A-liðs Stjörnunnar bikarinn. SkemmtHeg tilþrif KA-drengja í úrslitaleiknum við Fylki. Leikfélag Hörgdæla frumflytur ALLTÁ SÍÐASTA SNÚNINGI eftir Aðalstein Bergdal Á Melum í Hörgárdal er verið að sýna nýtt gamanleikrit eftir Akureyringinn Aðalstein Bergdal. Búið er að sýna leikritið við góða aðsókn og móttökur hafa verið frábærar. Næstu sýningar eru: Fimmtudaginn 4. maí kl. 20.30 Laugardaginn 6. maí kl 16.00 Gestaleikari: Árni Tryggvason Miðapantanir í sfmum: 462 1186 og 462 7150 milli klukkan 17 og 20 alla daga. T^»«r VIKUR BLAÐIÐ Jörð til sölu! Jörðin Kot í Svarfaðadal ásamt bústofni og vélum er til sölu. Á jörðinni er 218 fm. íbúðarhús, fjós fyrir 22 kýr, 1530 rm hlaða, 23 ha tún. Framleiðsluréttur í mjólk eru tæpir 60.000 lítrar og í kin- dakjöti um 90 ærgildi. Bústofn: 14 kýr, 9 geldneyti, 68 kindur. Tilboð í jörðina ásamt bústofni og vélum eða einstaka hluta, skulu berast til Búnaðarsambands Eyjafjarðar fyrir 15. maí nk. Nánari upplýsingar veíttar í síma. 462 4477 eða net- fang: gsp@bondi.is Hvar endar þettal? Til væntanlegra fram- bjóðenda í forseta- kosningum 24. júní 2000 Yfirkjörstjórn Reykjavíkur kemur saman til fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur þriðjudaginn 16. maí 2000 kl. 16:00 til að gefa vottorð um meðmælendur forsetaframboða skv. 4. gr. laga nr. 36/1945 um framboð og kjör til forse- ta íslands. Ress er óskað að frambjóðendur, ef unnt er, skili meðmælendalistum með nöfnum meðmælenda úr Reykjavík til trúnaðarmanns yfirkjörstjórnar, Gunnars Eydal, Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, Reykjavík, föstudaginn 12. maí svo unnt sé að undirbúa vottorðsgjöf yfirkjörstjórnar. Reykjavík 2. maí 2000 f.h. yfirkjörstjórnar í Reykjavík Jón Steinar Gunnlaugsson Auglýsing um aðalskipulag í Svalbarðsstrandarhreppi. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Svalbarðsstrandarhrepps 1994 - 2014. A. B. C. D. Stækkun á frístundabyggð og bændaskógrækt í landi Geldingsár. Frístundahúsalóð í landi Meyjarhóls. Skógræktar- og íbúðarhúsalóð í landi Meyjarhóls. íbúðarsvæði sem nær yfir 7-8 ha svæði komi í landi Veigastaða. Þar er gert ráð fyrir u.þ.b. 10. lóðum. Mörk íbúðarsvæðis í landi Sólbergs séu færð að skógræktarsvæði, í samræmi við áður samþykkta aðalskipulagsbreytingu. Tvær íbúðarlóðir í landi Vaðlafells. Ein íbúðarhúsalóð í landi Veigastaða ofan Vaðiaheiðavegar. Skipulagstillagan er hér með auglýst með vísan til 1, mgr. 21. gr. skipulags- og byggingalaga nr. 73/1997 og verður hún til sýnis á skrifstofu Svalbarðsstrandarhrepps, í Ráðhúsinu á Svalbarðseyri frá og með miðvikudeginum 3. maí til og með miðvikudagsins 31. maí 2000. Á sama stað skal skila athugasemdum við tillöguna í síðasta lagi kl 12:00 föstudaginn 16. júni 2000. Hver sá sem ekki gerir athugasemd við tillöguna innan ofangreinds frests telst samþykkur henni. Sveitarstjórinn í Svaibarðsstrandarhreppi. JÓHANNES SIGURJÓNS- SON skrífar „Ætlar þetta engan enda að taka“, sagði Húsvíkingur í gær þegar enn ein afleidda fréttin af nauðgunarmálinu eða undir- skriftamálinu á Húsavík birtist í DV. Húsavík hefur ekki í annan tíma verið eins lengi og mikið í kastljósi íj'ölmiðla og á undan- förnum dögum. Og Húsvíkingar allir hafa fengið til tevatnsins í ræðu og riti. Eins og fram kemur í Víkurblaðinu í dag þar sem greint er frá því að formaður af- mælisnefndar Húsavíkur hafi orðið fyrir aðkasti í Reykjavík fyr- ir það eitt að vera frá Húsavík. Húsavík og Húsvíkingar voru níddir niður f svaðið í þætti á til- tekinni útvarpsstöð á dögunum, bærinn sagður griðastaður nauð- gara og bæjarbúar stuðnings- menn slíkra. Og látið hefur verið að því liggja að samfélagið væri klofið í fylkingar, með og á móti nauðgunum. Þetta er náttúrlega svo vitlaust að það tekur engu tali. Alheims- frumsýning á Húsavík Leikfélag Húsavíkur sýnir: Uppspuna frá rótum eftir Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason Leikstjóri Oddur Bjarni Þorkelsson, Tónlistarstjórn: Valmar Valjaots föstudag 5. maí kl. 20.30 laugardag 6. maí kl 16.00 föstudag 12. maí kl. 20.30 augardag 13.maí kl. 16.00 Miðasalan opin í samko- muhúsinu milli 17.00 og 19.00 virka daga og í tvo tíma fyrir sýningu. Símsvari allan sólarhringinn í 464-1129. Leikfélag Húsavíkur. Húsavík var allt í einu orðið einhverskonar fyrirbæri og helsta fréttaefni fjölmiðla. Það hefur verið gífurlegt fjaðrafok og írafár í nokkrum Qölmiðlum síðustu daga og í við- brögð við þessum fréttaflutningi víða utan Húsavíkur ærið móð- ursýkisleg. En á Húsavfk var allt með kyrrum kjörum að mestu í þessu tiltekna máli og hafði svo verið Iengi, þangað til Húsavík var allt í einu orðið einhverskon- ar fyrirbæri og helsta fréttaefni fjölmiðla. Þá fóru heimmenn að spyrja hvað væri eiginlega í gangi í hænum. Þeir höfðu ekld orðið varir við þá flokkadrætti og ófrið og sem tíundaður var í fréttum. Stórkostleg mistök Húsavík er úthrópuð sem griða- staður nauðgara og Húsvíkingar stimplaðir sem stuðingsmenn nauðgara af fólki sem þekkir ekki til á staðnum og veit ekki um hvað málið snýst, af því að 113 manns skrifuðu upp á lista til stuðnings dæmdum nauðgara og birtu þennan lista opinberlega. Birting Iistans var að sjálfsögðu stórkostleg mistök og var kveikj- an að því fjölmiðlafári sem fylgdi í kjölfarið. Það gat ekki farið öðruvísi, það hefðu aðstandend- ur listans átt að sjá í upphafi. Og þessi stuðningur við piltinn sem fékk dóm lyrir nauðgun snérist upp í andhverfu sfna og sú niður- staða var líka augljós og fyrirsjá- anleg. Það er eins og fram hefur komið algert einsdæmi í Islands- sögunni að birtur sé stuðnings- listi við dæmdan nauðgara. Og birting Iistans var því að sjálf- sögðu stórfrétt, þó nauðgunar- málið væri það ekki í sjálfu sér, enda hafði það fengið litla og hefðbundna umfjöllun. En það er fjarri öllum raun- veruleika að halda því fram að fólkið sem skrifaði upp á þennan Iista, séu stuðningsmenn nauð- gara. Þvert á móti eru þeir örugg- lega allir sammála því að nauðg- un sé einhver andstyggilegast glæpur sem um getur, nauðgarar eigi ekkert gott skilið og beri að refsa þeim harðlega. Þeir sem skrifuðu upp á listann voru því ekki að styðja nauðgara, heldur ungling sem þeir af einhverjum ástæðum trúa, með réttu eða röngu, að sé ekki nauðgari. Þeir voru sem sé að að lýsa yfir stuðn- ingi við pilt sem þeir töldu að hefði verið dæmdur saldaus eða í það minnsta á forsendum sem ekki nægðu til sakfellingar að þeirra mati. Astæður þess að við- komadi fólk tók þessa afstöðu til málsins eru margvíslegar og mis- munandi, en það breytir ekki því að enginn þeirra taldi sig vera að skrifa undir stuðingsyfirlýsingu við nauðgara, það er alveg á hreinu. Og margir úr þessum hópi telja niðurstöðu hæstaréttar styðja mat sitt á málinu. Hæsti- réttur færi ekki að breyta óskil- orðsbundnum dómi í skilorðs- bundinn í svo alvarlegu glæpa- máli sem nauðgun er, nema hæstaréttardómarar teldu for- sendur til sakfellingar veikari en dómarar í undirrétti. Hysterískar hæðír Það er líka alveg ljóst og fullkom- lega eðlilegt að foreldrar og ætt- menni piltsins sem dæmdur var fyrir nauðgun trúa honum og endanlegum framburði hans. Og að sjálfsögðu trúa foreldrar og ættingjar stúlkunnar hennar framburði. Og auðvitað rfkir andrúmsloft sorgar og reiði í þeim fjölskyldum sem þessi harmleikur snertir nánast. Reið- in magnaðist auðvitað þegar undirskriftalistinn var birtur, því foreldrar stúlkunnar túlkuðu list- ann eðlilega á þann hátt að verið væri að væna hana um að Ijúga nauðgun upp á saklausan pilt. Birting undirskriftalistans var augljóslega einstaklega vanhugs- uð aðgerð og þeir sem vildu af einhverjum ástæðum styðja við bakið á hinum dæmda og fjöl- skyldu hans gátu auðveldlega komið þeim skilaboðum milli- liðalaust á framfæri við hann og fjölskyldu hans og þá hefði Ijaðrafokið sem er særandi fyrir alla aðila, aldrei farið af stað. Og sömuleiðis var sú ákvörðun foreldra stúlkunnar að birta harðort bréf í kjölfar hæstarétt- ardómsis að flestra dómi misráð- in og magnaði málið upp á nýjan leik í hysterískar hæðir, einkum þó og aðallega utan Húsavíkur. Því langflestir Húsvíkingar líta á þetta mál sem persónulegan harmleik sem engun er til góðs að setja upp fyrir opnum tjöld- um. En þessi ákvörðun foreldr- anna er hinsvegar skiljanleg. Kolkrabbi Húsavíkur? Margir vilja agnúast út í fjöl- miðla vegna þessa máls, einkum DV, en ættu auðvitað frekar að líta í eigin barm. Það var undir- skriftalistinn sem kom fjöl- miðlaumfjölluninni af stað og sú umljöllun var óumflýjanleg eftir birtingu listans. Það vita allir að DV gerir út á dramatík og fæstir gera athugasemdir við það fyrr en umfjöllun blaðsins bitnar á þeim sjálfum með einum eða öðrum hætti. Einhver brögð hafa verið að því að áskrifendur DV á Húsavík hafa sagt blaðinu upp síðustu daga. Ekld í sjálfu sér vegna heildarumfjöllunar blaðsins um þetta tiltekna mál, heldur vegna þess sem menn telja dálítið sér- kennilega úttekt á tengslum þess fólks sem skrirfaði undir stuðn- ingslistann alræmda. „Maður sldlur ekki tiiganginn með þess- ari úttekt, þar er látið að því Iig- gja að á Húsavík sé til staðar ein- hver voldug mafía, ættarveldi „OIIanna“ sem stjórni meira og minna öllu í bænum, eigi svo og svo mikinn kvóta, teygi anga sína inn í bæjarstjórn og út um allt samfélagið og hafi það helsta áhugamál að styðja við bakið á nauðgurum og efna til samsærir þar um. Þetta er ósmekklegt, fá- ránlegt og út í hött, því allir sem skrifa á þennan lista gera það sem einstaklingar en ekki af því að þeir tilheyra einhverri fjöl- skyldu eða vinna hjá tilteknum fyrirtækjum“, sagði einn viðmæl- andi Víkurblaðsins sem ekki vill láta nafns síns getið. I þessum tiltekna kafla eru til dæmis látnir einstaklingar dregnir inn í málið, þar sem minnst er á Aðalgeir heitinn Sig- urgeirsson og sagt að hann og niðjar hans hafi verið umsvifa- miklir f atvinnulífi Húsavíkur „en fáir tengdir þeim legg skrifa á listann". Sigurgeir sonur Aðal- geirs og framkvæmdastjóri flutn- ingafyrirtækis sem rekið er í nafni föður hans, segist hafa grandskoðað listann og þar sé ekki einn einasta mann af „þeim legg“ að finna og hann segist ekki skilja með nokkru móti hversvegna nafn föður hans er dregið inn f þetta mál og raunar botnar hann yfirhöfuð ekkert í því hvaða tilgangi það þjóni að vera að blanda fyrirtækjum á staðnum í þetta sorglega mál. Bæjarbúar á Húsavfk eru al- mennt á því að hin opinbera um- ræða um nauðgunarmálið, sem hófst eftir að undirslvriftalistinn birtist og hefur náð hámarki síð- ustu daga hafi skaðað bæinn verulega út á við og spillt ímynd hans í augum landsmanna. Og ef það væri sannleikurinn í málinu að Húsvíkingar væru hclstu stuðningsmenn nauðgara á land- inu, þá á þetta samfélag auðvitað ekld betra skilið. En trúa lands- menn því virkilega að svo sé? I Iúsavíkur mótið 2000 350-400 manns voru á Húsavík- urmótinu 2000 í handbolta, en í því taka þátt keppendur í 5. flok- ld. Alls sendu 10 íþróttafélög 39 lið til keppni og var leikið nánast uppstyttulaust frá kl. 17 á föstu- degi til kl. 14 á mánudegi. Þetta er nfunda árið í röð sem vormót í handbolta er haldið á Húsavík og þátttaka í mótinu er orðinn fastur þáttur í starfi margra fé- laga og þar hafa margir af efni- Iegustu leikmönnum Iandsins verið með. Meðal annars Guðjón Valur Sigurðsson leikmaður KA og landsliðsins en hann var heið- ursgestur mótsins og afhenti sig- urvegurum verðlaun í mótslok. Mótið tókst að venju frábær- lega vel og margir lögðu hönd á plóginn. Helstu úrslit voru þessi: A-lið drengja: 1. Fylkir. 2. KA. 3. Valur. A-lið stúlkna: 1. Stjarnan. 2. FH. 3. ÍR. B-Iið drengja: 1. KA. 2. Grótta. 3. Fylkir. B-lið stúlkna: 1. Stjarnan bl. 2. ÍR. 3. FH. C-Iið drengja: 1. KAcl. 2. Stjarnan. 3. Þór. Grótta fékk sérstaka viður- kenningu fyrir bestu umgengn- ina. Skemmtilegasta liðið var kjörið stúlknalið KA b og prúð- asta liðið var valið stúlknalið Aft- ureldingar. - JS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.