Dagur - 06.05.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 06.05.2000, Blaðsíða 5
LAVGARDAGUR 6. MAÍ 2000 - S Dagur- FRÉTTIR Veislimni hlýtur brátt að ljuka Frá fundi Sedlabankamanna ígær þar sem þeir vöruöu sterklega við ástandinu i efnahagsmálum. Seðlabankmn telur niðurskuxð opinberra útgjalda, eiukum viunuaflsfrekra fjár- festinga nauðsynleg- ar.Eiunig ætti að draga úr „skuldahvöt- uui“ t.d. vaxtabótum. Þótt verðbólgan sé meiri en Seðlabankinn spáði í janúar og „klárlega ofan þess sem kallast getur stöðugleiki" er hinn mikli stöðugt og vaxandi viðskiptahalli samt allra alvarlegasta vanda- málið, að mati efnahagssérfræð- inga Seðlabankans, sem í gær boðuðu til blaðamannafundar til að lýsa stöðu og útliti efnags- mála. „Viðskiptahallinn var 6,5 til 7% á árunum 1998 og 1999, hann verður yfir 7% í ár og stefn- ir í 8% í framhaldinu. Það eru ekki söguleg fordæmi fyrir svona miklum viðskiptahalla hér á landi svona mörg ár í röð og vart hcldur meðal þróaðra ríkja", sagði Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans sem segir viðskiptahallann hættulega mikinn og ógnun við gegnisstöðugleikann til íengdar. Seðlabankamenn segja býnt að grípa til reyndra aðgerða sem hafa tiltölulega örugg og skjót- virk áhrif á eftirsprun. Til þess að vinna gegn þenslunni og auka þjóðhagslegan sparnað - sem er nú í sögulegu Iágmarki - telja þeir niðurskurð opinberra út- gjalda hvað vænlegastan, einkan- lega vinnuaflsfrekar fram- kvæmdir. Einhvers konar skatta- hækkanir komi einnig til álita og ýmsar aðrar óhefðbundnar að- ferðir komi Iíka til greina. T.d. mætti „stuðla að auknum einka- sparnaði með því að draga úr notkun sérstakra skuldahvata". Sem sagt dæla út færri krónum til kaupa á vörum og þjónustu og/eða sækja meira fé í vasa landsmanna til að þeir eyði minna. Vax t alj ó takerfi ð imdir linífinn? Spurður nánar um „skulda- hvatana" sagði Már það t.d. al- veg ljóst að vaxtabótakerfið feli í sér töluvert milda niðurgreiðslu á vöxtum, fyrir allan almenning. Þær valdi því að heimilin séu til- búnari en ella til að skuldsetja sig og hafi jafnvel af þessum sök- um svigrúm til skuldsetningar til þess að fjármagna aðra hluti heldur en húsnæðiskaup. Þótt fá merki sjáist enn um hjöðnum ofþenslunnar virðast hagfræðingar Seðlabankans nokkuð vissir um að „veislunni" hljóti brátt að Ijúka og líklega fyrr en seinna. Og eins og marg- ir þekki af reynslu þá verði timb- urmennirnir venjulega þeim mun verri því lengur fram á nótt- ina sem sem veislan stendur. Seðlabankinn segir verðbólgu nú meiri en nokkru sinni frá því í byrjun tíunda áratugarins. Og ný verðbólguspá gerir ráð fyrir 5% verðbólgu yfir árið 2000. Hækkun á fyrsta árfjórðungi var umfram janúarspá, sem var fjórða skiptið í röð sem bankinn vanspáir verðbólgu komandi árs- fjórðungs. En áður hafði hann ofspáð um skeið. Kjarasaumingamix á ystu nöf Kjarasamningana segja Seðla- bankanmenn ásættanlega, m.v. spcnnuna í þjóðfélaginu og lang- an samningstíma - en þó eigi að síður á ystu nöf. I þeim felist mun meiri hækkun launakostn- aðar en í viðskiptalöndunum og þeir valdi enn frekari hækkun á raungengi krónunnar. Greini- legt var að menn óttast enn meira launaskrið en gengið er út frá í verðbólguspám. - HEI Skotveiðimenn segja veiðar á vorgæs siðlausar. Fordæma gæsaveiði Skotveiðifélag Islands hefur sent frá sér áskorun til allra Iandsmanna að vera vel á verði og tilkynna strax til lögreglu verði fólk vart við vorveiðar á gæs og öðrum friðuðum fuglum. ,Aðeins með samhentu átaki og virku eftirliti almennings er hægt að koma í veg fyrir þessar sóðalegu og siðlausu veiðar," segir meðal í áskoruninni. Nú má víða sjá gæsir í túnum og engjum. Gæsirnar fara senn að undirbúa varpið, en aðrar halda áfram til varpstöðva á Grænlandi. Samkvæmt upplýs- ingum frá Sigmari B. Haukssyni formanns Skotveiðifélags Is- lands eru því miður nokkur dæmi þess að menn hafa verið staðnir að verki við veiðar á gæs- um á þessum árstíma, þrátt fyrir að það sé algjörlega bannað. Þess utan telur Skotveiðifélagið að þessar veiðar séu siðlausar, gæsin sé auðveld bráð á þessum árstíma auk þess sé hún horuð eftir veturinn og ferðina til Is- lands. Fyrirtækiiiem rektn úr landi Búnadarbankiini seg- ir nauðsyn á endur- skoðun efnahags- stefnunnar til að komist verði hjá stór- slysum og ofneyslan sé rót vandans. Er efnahagsstjórnun að reka framleiðslufyrirtæki úr landi? Er núverandi efnahagsstefna komin í þrot? Búnaðarbankinn varpar fram þessum spurningum í 1/5 fréttum sínum sl. fimmtudag, þar sem varað við afleiðingum þess ef fjöldi íslenskra fyrirtækja flytur starfsemi sína úr landi. Marel hf. tilkynnti þann dag að til skoðunar væri að flytja auldnn hluta starfseminnar úr landi og Ossur hefur einnig viðrað þann möguleika. Afleiðingin yrði minnkandi hagvöxtur segir Bún- aðarbankinn. Stutt er síðan Bakkavör og Sjóklæðagerðin til- kynntu að stór hluti framleiðslu þeirra yrði fluttur utan. Ferða- iðnaðurinn, sem menn hafi litið til sem framtíðaratvinnugrein í íslensku hagkerfi, segir Búnað- arbankinn einnig eiga undir högg að sækja og kynningar og uppbyggingarstarf greinarinnar sé í upnámi. Öll beri fyrirtækin Marel hefur nú tilkynnt að tll skoðun- ar sé að flytja fyrirtækið úr landi. fyrir sig þróun efnahagsmála. Ofneysla rót vandans „Margoft hefur verið bent á að hátt raungengi íslensku krón- unnar vegi að atvinnulífinu," segir Búnaðarbankinn. Fyrirtæk- in missi markaðshlutdeild inn- anlands vegna ódýrs innflutn- ings og missi tekjur erlendis vegna hærra gengis krónunnar. Við þetta bætist mun meiri kostnaðarhækkanir hér á landi en erlendis. „Stjórnvöld hafa beitt vaxta- hækkunum í baráttu gegn verð- bólgu og með því hefur tekist að fjármagns mikinn viðskiptahalla og halda innflutningsverðlagi í lágmarki. Hátt vaxtastig hefur ekki slegið á útlánaþenslu og eft- irspurn í hagkerfinu sem veldur því að baráttan við innlendar kostnaðarhækkanir skilar ekki árangri," segir Búnaðarbankinn. Og bætir við að nauðsynlegt sé taka á rót vandans sem er „ ... að neysla er langt umfram það sem efnahagskerfið getur framfleytt. Því verður að beita verkfærum opinberra fjármála." Stefnir í stórslys að óbreyttu „Island er ekki eyland,“segir Búnaðarbankinn. I alþjóðlegu umhverfi ráði arðsemissjónar- mið því hvar fyrirtæki setji sig niður. Þau þurfi að aðgang að hugviti og aðföngum, en efna- hagslegur stöðugleiki og toll- frjáls aðgangur að mörkuðum sé ekki síður mikilvægur. Marel og Ossur séu meðal framsæknustu íyrirtaekja landsins, rannsóknar- og þróúnarstarfsemi sé mikil, vaxtarmöguleikar miklir og starfsfólk vel menntað og vcl launað. „Flytji þessi fyrirtæki starfsemi sína úr landi mun draga úr framleiðslu á hátækni- vörum og hagvöxtur mun minn- ka til lengri tíma. Þetta er í and- stöðu við hagsmuni Islands og kallar á að efnahagsstefnan verði tekin til gagngerrar endurskoð- unar til að komist verði hjá stór- slysum,“ segir Búnaðarbankinn. - HEt Bami bjargað frá dmkknun Tíu ára gamall drengur frá Kópa- skeri sem var á skólaferðalagi á Akureyri í gær var mjög hætt kom- inn í Sundlaug Akureyrar um miðjan dag. Drengurinn ásamt fé- laga sínum fóru út á dýpi í gömlu lauginni og virðist hann hafa misst fótanna þegar þar var komið og sökk á kafn. Björn Björnsson sundlaugarvörður fylgdist með drengjunum en þegar hann fór að undrast hve lengi pilturinn gat haldið sér í kafi sá hann að ekki var allt með felldu. Björn brá skjótt við og stakk sér á eftir drengnum sem þá lá á botninum ogkokm honum up á bakkann. A bakkanum tók Hallfríður Hilmarsdótir, sem í gær stóð sínu þriðju vakt sem sundlaugarvörður, á móti drengnum ásamt kcnnara frá Kópaskeri og blés Hallfríður lífi í drenginn. Barnið var síðan flutt á FSA þar sem hann var í gærkvöldi. Verkfalli frestað Verkfalli mjólkurfræðinga hefur verið frestað til 30.maí eftir að í fyrrakvöld tókust samningar \nð SA. Samningurin er til tæpra fjög- urra ára og eru almennar kauphækkanir og aðrar forsendur mjög í anda samnings Flóabandalagsins. Atkvæðagreiðsla um samninginn á að standa til 24. maí. Strax í gær var byrjað að koma mjólk í versl- anir á ný, en hún hafði víða selst upp í lyrradag. Á eftir um 120 kílómetra Haraldur Orn 1 laraldssons á nú eftir ríflega 120 kílómetra á Norður- pólinn. Færið hefur verið ágætt að undanförnu, en þó var einn svo stór hr)'ggur á Ieið Haraldar í fyrradag að minnti á Kínamúrinn, að því er segir á vefsíðu pólfarans. Veður var með ágætum eða fjórtán gráðu frost og léttur vindur af suðaustri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.