Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 4

Dagur - 26.08.2000, Blaðsíða 4
4 - LAUGARDAGUR 26. ÁGÚST 2000 FRÉTTIR - n' ro^tr , Rannsóknir sem hófust á vegum Náttúrufræðistofnunar haustið 1995 byggjast á afdrifum radiómerktra rjúpna. Tvöfalt fLeiri riúpur lifa af eftír mðun Eftir baiin við rjúpuaveiði í nágreimi Reykjavíkur sl. liaust lifðu um 60% rjúpnauua tiljólaenað- eins 26% meðan skotveið- ar voru leyfðar. „Rannsóknimar sýndu mjög marktæk- an mun á heildarafföllum rjúpna fyrri hluta vetrar eftir því hvort veitt var eða ekki,“ segir dr. Olafur K. Nielssen hjá Náttúrufræðistofnun í Skotvís, þar sem hann segir frá fyrstu íslensku rannsóknunum á því hvenær á vetrin- um fuglarnir deyja og af iivaða völdum - og hver hlutur skotveiðanna sé í af- föllunum. I Ijós kom að ríflega tvöfalt fleiri rjúpur lifðu til jóla eftir skotveiði- bann í fyrrahaust. Rannsóknirnar sem hófust á vegum Náttúrufræðistofnunar haustið 1995 og byggjast á afdrifum radiómerktra rjúpna. Og góður samanburður fékkst sl. vetur, eftir þá ákvörðun umhverfis- ráðherra haustið 1999 að friða rjúpu fyrir skotveiði á stóru svæði á Suðvest- urlandi næstu þrjú ár. FRÉT TA VIÐTALIÐ Aðeins 26% lifðu óMðaðar til jóla... Og munurinn reyndist gífurlegur. Af hverjum 100 rjúpum í október voru að- eins 26 enn á lífi um jól meðan veiðar voru heimilaðar, en 60 lifðu til jóla þegar skotveiðar voru bannaðar. Með- an veiðar voru heimilaðar voru skot- veiðar lang algengasta dánarorsökin (67%) en rándýr í öðru sæti (31%). En þegar veiðar voru bannaðar voru afföll af völdum rándýra lang algengust (83%). Síðari hluta vetrar fannst hins vegar enginn marktækur munur. Um 2/3 þeirra rjúpna sem voru á lífi um jólin lifðu veturinn af, bæði fyrir og eftir friðun. Rlflega heLmings mirniir Þetta þýðir að Iífslíkur rjúpna yfir allan veturinn, frá 15. október til aprílloka eru aðeins 17 af 100 þau ár sem veitt var úr stofninun en 39 af 100 þegar hann naut friðunar. Niðurstöður gengu þannig þvert á þá tilgátu sem sumir hafa haldið fram, að skotveiðar líkt og þær eru stundaðar hér á landi, hafi ekki áhrif á heildarafföll rjúpunn- ar, þar sem afföll vegna skotveiða bæt- ist ekki við heldur dragi úr öðrum af- fallaþáttun svo heildarfjöldinn verði eftir sem áður svipuð. Skotveiar haldið stofnmiun niðri Olafur segir engar vísbendingar um að rjúpnastofninn bæti sér upp veiðiafföll með samsvarandi minna vægi annarra affallaþátta, hvorki á veiðitíma né síð- ari hluta vetrar að honum loknum. Miðað við hversu afföll vegna skot- veiða á rannsóknarsvæðinu voru mikil þá ætti þessi rjúpnastofn ekki að geta staðið undur sér. Enda hafi vortaln- ingar karra í Ulfarsfelli frá 1995 sýnt lágan þéttleika varpfugla sem gefi vís- bendingar um kyrrstöðu eða fækkun í varpstofni. Einnig að stofnbreytingar á þessu svæði séu ekki lengur í takt við 10 ára stofnsveiflu rjúpunnar í öðrum landshlutum líkt og á 7. áratugnum. Bæði affallamælingarnar og talningar bendi sterklega til þess að rjúpna- stofninum á svæðinu hafi verið haldið niðri með skotveiðum. Aformað er rannsóknir á vetrarafföllum haldi áfram næstu tvo vetur. - HEI g— ) Hamfararáðstefna sem lialdtn verður eftir helg- ina í samvinuu Sambands sveitarfélaga, umhverfis- ráðuneytis og Landsbjargar hefur verið til umræðu í pottinum enda hefur hún þegar valdið talsverðum pólitískum titringi. Ástæða titringsins er skyndileg aðkoma Sólveig- ar Pétursdóttur dómsmálaráðherra að málinu, en hún mun hafa óskað eftir að setja ráðstefnuna, sem sumir skýra með þvi að hún sé þessar vikurnar í sérstöku almanna- tengsla og fjölmiðlaátaki. Áður hafði verið áformað að Vilhjálmur sóiveig Þ. Vilhjálmsson setti ráðstefnuna Pétursdóttir. en hann mxm hafa samþykkt að víkja. í pottinum er því nú hvíslað að í umhverf- isráðuneytinu, þar sem mmið hefur verið að undirbúningi í langan tíma hafi menn ekki verið mjög hrifnir af því að láta dómsmálaráðuneytið og dómsmálaráðherra stela senumú með þessum hætti. Siv Friðleifsdóttir mun hafa tekið undir með sínu fólki og neitað að taka þátt í almanna- tengslaátaki Sólveigar og sagt að ef breyta eigi ráðstefnunni í slíkan vettvang muni hún ekki mæta og flytja hálftíma opnmiarerindi sitt held- ur láta einhvem ráðmieytismann koma og lesa það! Sjálf yrði hún upptekin. Aðstandendur ráð- stefnmmar höfðu í gær ekki fengið neinar afboð- anir frá ráðherrum, en í pottinum bíða menn nú spenntir eftir mánudeginum - setji Sólveig ráð- stefnuna telja menn víst að Siv verði afskaplega upptekin... Varaþingmaðm Fljálslynda flokks- ins á Vestfjörðum, Pétur Bjama- son, hefur nú fylgt eftir straumi kjósenda sinna og er fluttur suður. Haim er nú tekinn við starfi fram- kvæmdastjóra SÍBS af Kristínu Þorsteinsdóttur, sem nú er aftur komin í fréttamennskuna og starfar nú á frétta- stofu Útvarpsins. Um langt skeið var Pétur hú- hm að vera fræðslustjóri á Vestljörðum og vara- þingmaðm í tveimm flokkum, fyrst fyrir Fram- sóku og síðar Frjálslynda... Pétur Bjarnason. Tækilæri fyrir smáfyrirtæki Vilhjálmur Lúðvíhsson framkvæmdastjóri RANNÍS. Frá því 1986 hafa 15 ís- lensk fyrirtæki tekið þáttí verkefnum á vegum EURE- KA-áætlunarinnar, sem er samstaifsvettvangurfyrir- tækja um hátæknirannsóknir íEvrópu. I gær var kynningarfundur á Hótel Loftleið- um í Reykjavfk, þar sem þrjú ný verkefni með þátttöku Islendinga voru kynnt sérstak- lega. Vilhjálmur Lúðvíksson, framkvæmda- stjóri Rannsóknarráðs Islands (RANNÍS), var spurður hvernig Eureka-samstarfið virki. „Þetta hefur verið sett upp sem sérstakur vettvangur til þess að hjálpa fyrirtækjum sem eru að hasla sér völl á þekkingarsviðinu með hátæknivörur. Við lítum svo á að þetta sé sérstaklega gott tækifæri fyrir smáfyrir- tæki sem eru að þróa nýjar vörur, og jrá bæði til þess að fá góða samstarfsaðila til þess að koma með tækni og þekkingu sem þá vant- ar til þess að þróa betri vörur og um leið til þess að ná sambandi inn á framtíðarmarkað fyrir þær vörur sem þeir ætla að þróa,“ seg- ir Vilhjálmur. „Þessir opinberu aðilar, sem eru f netsam- starfi Eureka-landanna, hjálpa þá til við að leita að erlendum samstarfsaðilum ásamt því að hjálpa til við Ijármögnun. Og svo hjálpa þeir til við að kynna verkefnin innan Eureka-Iandanna, sem er náttúrlega hluti af markaðsfærslunni." - Er þessi kynntng núna þá liður í því? „Þessi kynning er til þess að vekja athygli á tilveru þessarar áætlunar. Við erum búin að vera f þessu samstarfi í 14 ár, komum þarna inn árið 1986. Og þetta eru nokkuð mörg verkefni sem við höfum farið í með þátttöku íslenskra aðila.“ Vilhjálmur segir að þessi þrjú nýju verk- efni, sem íslensk fyrirtæki séu að fara út í núna, séu öll mjög áhugaverð og a.m.k. tvö þeirra eru mjög framsækin á sínu sviði. Þar er um að ræða annars vegar samstarf Stjörnu-Odda hf. og norska fyrirtækisins Simrad um staðsetningarbúnað fyrir merk- ingar á fiskum. Hins vegar eru íslenskir og finnskir læknar og fyrirtæki í samstarfi um að þróa fullkomnari leiðir til að greina frumeindir svefns. Þriðja verkefnið snýst svo um þróun sjálfbærrar ferðaþjónustu á norðurslóðum. „'ándinn við þetta Eureka-samstarf fyrir okkur er sá að athyglin hefur verið meiri á rammaáætlun Evrópusambandsins, því þar bjóðast peningapottar, stundum mjög stórir. En við verðum að fjármagna þátttöku okkar fyrirtækja sjálf og höfum auðvitað takmark- að fé til jiess að setja í stór verkefni. En við höfum til dæmis Máka hf., en þeir hafa far- ið í gegnum Eureka-verkefnið tvisvar sinn- um og notað það sem stökl<pall inn í stór rammaáætlunarverkefni hjá Evrópusam- bandinu. Þeir hafa Jrví notað hvoru tveggja, bæði rammaáætlunina og Eureka. Og stað- ið sig mjög vel í því.“ - Hvemig er fjármögnuninni þá háttað? Eru þetta fyrst og fremst íslenskar stofn- anir seni styrkja þetta? „Já, það er langalgengast að það hafi ver- ið sjóðir Rannsóknarráðs sem hafa stutt fyr- irtæki og stofnanir til jrátttökunnar. Það kemur í sjálfu sér ekkert erlendis frá inn f þetta. Þetta eru peningar heiman frá sem i'ara inn í að kosta verkefnin hér heima fyr- ir. Fyrirtækin sjálf leggja svo líka fé í þetta. Og í vissum tilvikum koma náttúrlega áhættufjárfestar að þessu, og ég geri raunar ráð fyrir því að það verði ríkari þáttur í þessu á næstunni. En fyrir áhættufjárfesta er auðvitað visst öryggisatriði að verkefnin séu unnin í gegnum Eureka-áætlunina. Það gefur þeim aljjjóðlega vídd og auðveldar þeim að fá ekki síst þekkingu annars staðar frá.“ - GB L

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.