Dagur - 26.10.2000, Blaðsíða 1

Dagur - 26.10.2000, Blaðsíða 1
320 milljóiiir á ári í lífeyri ráðherra Lífeyrisskuldbinding- ar ríkissjdðs vegna sjóða þingmanna og ráðherra hækkuðu uin 903 milljónir í fyrra og voru 4 milljarðar um áramót. Heildar- skuldhindingar opin- hera lífeyrissjóðakerf- isins eru 145 miUj- arðar. Skuldir ríkissjóðs vegna lífeyris- sjóða ráðherra og þingmanna samsvara um tveimur þriðju af öllum eignum Viðlagatryggingar Islands, svo þeir þurfa varla að búa við kröpp kjör í ellinni. Líf- eyrisskuldbindingar ríkissjóðs vegna Lífeyrissjóðs ráðherra hækkuðu yfir 320 milljónir á síð- asta ári. I árslok voru lífeyris- skuldbindingar ríkisins vegna þessa örlitla hóps orðnar 690 milljónir, eftir 89% hækkun á aðeins einu ári. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Ríkis- endurskoðunar. Núverandi og fyrr- verandi ráðherrar eiga lfka fullan rétt í Líf- eyrissjóði alþingis- manna. Og skuldhind- ingar ríkissjóðs vegna hans hækkuðu um nær 580 milljónir á árinu. Svo aðeins á þessu eina ári hækkuðu skuldir ríkissjóðs um 903 milljónir vegna aukinna lífeyrisréttinda þingmanna og ráðherra. Það er til dæmis um fimm sinnum hærri íjárhæð en nýleg hækkun frítekjumarks líf- eyrisþega (minni skerðing vegna tekna maka) kostar ríkissjóð á einu ári - eða um þriðjungur alls örorkulífeyris sem Iífeyrissjóð- irnir greiddu í fyrra. RíMð greiðir um 80% Lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs vegna þingmanna og ráðherra fóru yfir 4 milljarða í fyrra (sem jafngildir nær 20 þúsundum á hvern framteljanda). Þetta jafnast á við nær tvo þriðju alls eigin fjár Viðlagatryggingar íslands (6,4 milljarð- ar), en henni er ætlað að standa undir öllum tjónum vegna nátt- úruhamfara á Islandi. Eða meira en þriðjungi lífeyrisskuldbindinga ríkissjóðs vegna Lífeyrissjóðs hjúkrunar- fræðinga, sem eru á þriðja þús- und talsins) - en þær skuldbind- ingar hækkuðu aðeins um 690 milljónir í fyrra. I lífeyrissjóð ráðherra greiðir vinnuveitandinn, það er skatt- greiðendur, 80% á móti 4% fram- lagi ráðherra sem öðlast full rétt- indi á nokkrum árum eða „14 sinnum hraðar en í sjóðum okk- ar venjulega fólksins,“ eins og Guðmundur Gunnarssonar orð- ar það á vefsíðu Rafiðnaðarsam- bandsins. Skuldbindingar ríkissjóðs vegna sjö lífeyrissjóða opinberra starfsmanna voru orðnar 145 milljarðar í fyrra, rúmum 50 milljörðum hærri en í ársbyrjun 1998. Hæsta upphæðin er vegna B-deildar starfsmanna rík- isins, 123 milljónir. Ríkisendurskoðun segir að í fyrra hafi farið fram trygginga- fræðileg úttekt á sjóðstreymi B- deildar lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og hjúkrunarfræðinga. Hún hafi leitt í ljós að miðað við lögbundnar greiðslur til sjóð- anna muni þeir tæmast eftir 15- 20 ár (ráðherra- og þingmanna- sjóðirnir eru Iöngu galtómir). Eftir þann tíma yrði ríkissjóður að hefja greiðslur vegna baká- byrgðar sinnar. Eftir 1 5 ár gætu þær numið um 6-7 milljörðum á ári og einum 1 5 milljörðum á ári eftir 30 ár. Og jafnvel þótt ið- gjaldagreiðslur til sjóðanna væru tvöfaldaðar þyrfti að bætast við árlegt aukaframlag úr ríkissjóði. -HEl Gudmundur Gunnars- son: Ráðherrará 14- földum hraða. Hættur Rögnvaldur Skfði Friðbjörnsson, bæj- arstjóri Dalvíkur- byggðar, hefur sagt sig úr stjórn Kaup- félags Eyfirðinga. Rögnvaldur segir að þetta sé gert að vandlega athuguðu máli í kjölfar ákvarðana KEA í Dalvíkurbyggð. „Þetta kemur sér illa fyrir stjórn KEA að því leyti að við söknum góðs félaga og öflugs stjórnarmanns. Hann metur það þannig að þarna séu of miklir hagsmunaárekstrar og hann verði að vinna að framgangi málsins sem bæjarstjóri á Dal- vfk,“ segir Jóhannes Geir Sigur- geirsson, stjórnarformaður KEA. I stað Rögnvalds kemur Haukur Halldórsson í Svein- bjarnargerði. -GG Sjá umfjöllun um sameiningu BGB-Snæfells og Samherja á bls. 5 Enn bólar lítið á Vetri konungi og kunnu meyjarnar á myndinni að meta haustblíðuna. Sigrún Jóhannesdóttir: Oft erfitt að sjá afhverju beðið er um kennitölu. Ný log um kennitöliir Ný lög taka gildi um áramótin þar sem m.a. er reynt að koma í veg fyrir ofnotkun kennitölunn- ar. Sigrún Jóhannesdóttir, fram- kvæmdastjóri Persónuverndar, segir engan vafa Ieika á því að Island og hin Norðurlöndin skeri sig frá öðrum Evrópuríkj- um hvað þetta varðar. Skýring- arnar séu e.t.v. þær að þessi lönd hafi talið kennitöluleiðina þægi- Iegasta en hættan sem fylgi sé að meir sé hugsað um kerfið en einstaklinginn. Mikið var fjallað um kennitöl- una á málþingi nýverið og voru flestir sammála um að breyta yrði hugsunarhætti íslendinga í þessum efnum. Eins og fram kom í viðtali Dags við Sigrúnu fyrir skömmu, barst mikill fjöldi ábendinga til Tölvunefndar á meðan hún var og hét og leikur grunur á að stóri bróðir eigi sér fullmikil ítök í íslensku samfé- lagi. Nú hefur Tölvunefnd verið lögð niður en hinu nýstofnaða embætti Persónuverndar er ætl- að að leysa hlutverk nefndarinn- ar af hólmi og eitt af þeim verk- efnum er ofnotkun kennitölu. Verður að eiga sér tilgang „Það er ekki hægt að svara því ennþá á hvaða þjónustusviðum við gætum séð breytingar í þess- um efnum. Lögin sem ganga í gildi um áramótin fela einfald- lega í sér ákvæði þar sem segir að kennitölu eigi ekki að nota að náuðsynjalausu. Tilgangurinn verði að vera fyrir hendi,“ segir Sigrún. Eitt af því sem kemur upp í hugann er hvort myndbanda- Ieigum sé stætt á að krefjast kennitölu en Sigrún segist ekki geta metið hvort breytinga sé að vænta í þeim efnum. Hún bend- ir á að leigurnar séu meira og minna samtengdar hvað varðar vanskilaskrár og hugsanlega fylgi þeim málaflokki hagræði með notkun kennitölunnar. -BÞ Lágmúlo 8 * Sfmi 530 2800 Myndlampi Black Matrix Nicam Stereo 50 stöðva minni Allar aðgerðir á skjá Skarttengi Fjarstýring Islenskttextavarp R N I R RdDIO Geislagötu 14 • Slml 462 1300 • Myndlampi Black Matrix • Nicam Stereo • 100stöðvaminni • Ailar aðgerðir á skjá • Skart tengi • Fjarstýring • Aukatengi fyrir hátalara • fslenskt textavarp • Myndlampi Black Matrix • Nicam Stereo • 100 stöðva minni • Allar aðgerðir á skjá •Skarttengi • Fjarstýring • Aukatengi fyrir hátalara • Islenskttextavarp www.ormsson.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.