Dagur - Tíminn Akureyri - 24.04.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 24.04.1997, Blaðsíða 5
JDagur-ŒmrtmT Fimmtudagur 24. apríl 1997 -17 VIÐTAL DAGSINS Sigmar er skotvís maður. „Þetta er heillandi heimur, Vestfirðir, heimur sem er engu líkur hér, hceði sökum fd- mennis og stórbrot- innar ndttúru. Þarna er óhemju- legur kraftur í landslaginu. “ fara með hann út á flugvöll þá drepst lamb, heimalingur, nán- ast á hlaðinu hjá þeim. En þeg- ar hann kemur suður á spítal- ann, konan hans tók á móti honum, þá er hann bara búinn að ná allgóðri heilsu. Svava hef- ur bent á það, sem ég er ekkert frá að sé rétt, að dauðinn hafi slegið lambið en vatnið hafi bjargað tengdasyninum." Til veiða Sigmar fer mikið til veiða frá sumarbústaðnum. Lax- og sil- ungsveiði í Staðará, gæsaveiði á haustin og því næst rjúpan. „Ég hef nú mikið verið að labba þarna í Qöllunum til rjúpna, einsamall. Maður er nú oft einn á rjúpnaveiðum. Þá verður maður oft fyrir furðulegum áhrifum. Það er eitt gott ráð fyrir unga Strandamenn sem hefur verið sannað. Það var ungur piltur á ferð, líklegast að smala, þá hittir hann helvíti mikla tröllskessu sem eltir hann.' Strákur verður smeykur og fer að hlaupa en tröllskessan er að ná honum. Þá sneri hann sér við og leysti niður um sig brækurnar, þá flúði hún. Ég passa alltaf að vera frekar laus- gyrtur á rjúpnaveiðum og vera alltaf tilbúinn að leysa niður um mig ef þannig færi.“ Sigmar segir þau hafa lítið verið í skógrækt þó systir hans hafi aðeins sýnt lit. „Það rná kannski segja að það sé ræfils- háttur að leggja ekki meiri áherslu á skógræktina," segir hann en Sigmar notar tímann til veiða og gönguferða. „Svo fer feikilegur tími í að heimsækja vinina í sveitinni og heyra skoðun þeirra á þjóðmálum, sem er afar hollt að heyra.“ -ohr AUtaf lausgyrtur á rjúpunni Sigmar B. Hauks- son á sumarbústað við botn Steingríms- jjarðar, beint á móti kirkjujörðinni Stað, inn af Hólmavík. „Þetta er jörð sem heitir Víðivellir og er í raun eign móð- ur minnar, eða jjöl- skyldunnar. Móðir mín er fœdd þarna og uppalin en við höfum byggt þarna tvö hús, fjölskyld- an, “ segir Sigmar. Rætur hans standa djúpt á staðnum því amma hans bjó þarna ásamt sínum börnum. „Síðar bjó hún á Stað í Steingrímsfirði þar sem ég var í sveit þannig að ég hef nú verið þarna frá því ég fæddist, nánast og á þarna mikinn frændgarð eins og gefur að skilja. Tilílnn- ingin er kannski dálítið önnur en með venjulegan sumarbú- stað fyrir utan borgina, því þarna eru ræturnar og ég lít á þetta nánast sem mitt annað heimili." Oft í bústaðinn Sigmar segist fara oft í sumar- bústaðinn, nánast þegar hann geti. „Þetta er nú þannig að ég er, eins og sumir vita, að dútla við að veiða. Þetta er svolítið öðru vísi hjá mér. Ég er þarna mest frá miðju sumri og fram í desember. En ég kem þarna nánast allt árið. Það er kannski fyrstu mánuði ársins sem mað- ur er ekki þarna venjulega, en það getur komið fyrir.“ Sigmar segir það ekki taka langan tíma að fara norður í Steingrímsijörð úr höfuðborg- inni. „Ég er ijóra og hálfan tíma að fara þetta. Við förum nú jafnan með Akraborginni, mun- um nú sakna Boggunnar, og síðan keyrum við í einni strikk lotu í Brú í Hrútafirði. Þar hitt- um við Rósu og starfsstúlkur í skálanum og síðan brennum við bara norður,“ segir Sigmar Heillandi heimur „Þetta er heillandi heimur, Vestfirðir, heimur sem er engu líkur hér, bæði sökum fámennis og stórbrotinnar náttúru. Þarna er óhemjulegur kraftur í lands- laginu. Maður hefur oft komið þarna þreyttur og slæptur en eft.ir tólf tíma er maður búinn að hlaða upp geymana aftur.“ Það fer ekki fram hjá viðmæl- anda Sigmars að Strandirnar toga sterkt í hann. „Þarna hafa manni verið sagðar sögur af lífsbaráttu fólksins, hvernig ým- is örnefni eru tilkomin og af álagablettum og öðru slíku. Ég lagði mig snemma í framlima að kynna mér þetta og læra. Það var nú þarna maður, frændi minn, sem hét Jóhann Hjaltason og var kennari, sem dvaldist tíðum á heimili ömmu minnar og afa. Hann safnaði miklu og gaf út töluvert af fróð- leik af Vestfjörðum, þannig að frændfólk mitt hefur verið afar vel að sór um söguna þarna. Síðan náttúrulega eru nú þarna miklir fræðaþulir og glöggt fólk; Svava Pétursdóttir á Hróbergi, nágranni okkar, móðir Hreins kúluvarpara. Óhemju fróð kona og ýmsir aðrir.“ Það er mikill reki í Stein- grímsfirði sem íjölskyldan notar til að kynda húsið með. „í næsta firði, Bjarnarfirði, er heitt vatn og á Laugahóli er mjög góð sundlaug sem vígð var af Guðmundi góða. Sömu- leiðis er vígð lind á Stað í Stein- grímsfirði, vígð af Guðmundi góða, þar sem menn hafa upp- lifað kraftaverk," segir Sigmar og ekki stóð á frásögn af slíku þegar spurt var. „Á Hróbergi er lind sem ég veit ekki svo gjörla hvort Guð- mundur góði hafi vígt, en hún er talin helg. Það var kona sem kom að Hróbergi sem var með alveg feikilegt mígrenikast og treysti sér varla suður. Hún laugaði höfuð sitt og mígreni- verkurinn hvarf eins og dögg fyrir sólu. Það eru örfá ár síð- an. Merk frásögn Síðan er mjög merk frásögn um tengdason Svövu á Hróbergi. Dóttir hennar var við nám í Reykjavík. Hann varð feikilega veikur þarna heima og átti að ná í hann í sjúkraflugvél. Menn voru að koma til að fara með hann fram á ílugvöll. Þá fór Svava og náði í vatn úr lindinni og lét drjúpa á hann. Þá vill svo einkennilega til að þegar þeir

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.