Dagur - Tíminn Akureyri - 11.09.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 11.09.1997, Blaðsíða 1
BHMHHBHHHI HHBHHHIi ■HHHHI^H^^HHHHHHH Fréttir og þjóðmál Akureyri Iistagilið lokað Framkvæmdir í Listagilinu kosta 10 milljónir króna og verður Kaupvangsstræti lokað umferð næstu fimm vikur. Petta er vegna endurnýjunar skolp- og vatnslagna í götunni en bilana- tíðni var orðin töluverð og því tímabært að ráðast í þessar framkvæmdir. Affallsvatn frá Sundlaug Akureyrar verður að- skilið frá skólpi til þess að það fari ekkf gegnum hreinsistöðina við Torfunefsbryggju heldur beint út í sjóinn, en um töluvert vatnsmagn er að ræða. Gunnar Jóhannesson yfir- verkfræðingur beinir til öku- manna að þeir aki um Þórunnar- stræti en ekki um Oddeyrargötu, sem beri alls ekki þá umferð sem hingað til hefur farið um Kaup- vangsstrætið. 10 þúsund bflar hafa farið um Gilið á sólarhring. Einnig er ástæða til að benda þeim á sem hafa farið um Eyrar- landsveg að fara upp Hrafnagils- stræti og Þórunnarstræti. Fljótlega verður hafist handa við að ganga frá skólplögn frá Strandgötu og norður í Gránufé- lagsgötu eftir Glerárgötu til að koma skólpi að dælustöð. Þá lok- ast Glerárgata að hluta. GG Það verður hvorki keyrt upp né niður Gilið næstu fimm vikurnar. Börnin á myndinni virtust ekki óhress með það. Sparisjóður Ólafsfjarðar Útlánatap til Afríku! Sparisjóður Ólafs- fjarðar lánaði m.a. út gerð við Gambíu og garðrækt í Hvera- gerði. Fall sparisjóðs sfjórans, gamla sfjórnin vítl og ný tekur við. Töpuð útlán Sparisjóðs ÓI- afsíjarðar umfram heim- ildir voru til margra fyrir- tækja utan bæjarins og náðu allt til úgerðar fyrir ströndum Gambíu. Rannsókn Rfldslög- reglustjóra hefur leitt í ljós um- fangsmikil útlán fyrrverandi sparisjóðsstjóra, sem nema tug- um milljóna króna til einstakra fyrirtækja. Blaðið hefur heimildir fyrir því að þau fyrirtæki sem fengu stórlán séu útgerðarfyrirtækið Kaldari, stofnað af Skúla Páls- syni, sem lengi rak kapalsjón- varpskerfi í Ólafsfirði. Útgerðin keypti togarann Hjörleif af Skagstrendingi, sem síðar var farið með til Gambíu til veiða við Afríkustrendur. Útgerðin gekk ekkert, íslensk áhöfn fékk m.a. ekki launin sín, og nú hef- ur togarinn verið seldur til franskra aðila og verið flaggað út. Önnur fyrirtæki í þessum hópi eru Brauðver og BB-dekk í Ólafsfirði, Tölvustjarnan og Sporthúsið á Akureyri og garð- yrkjufyrirtæki í Hveragerði. Lánveitingar munu hafa verið enn víðtækari til fyrirtækja utan Ólafsfjarðar, m.a. til Akureyrar, en nöfn þeirra fyrirtækja hafa ekki fengist staðfest. Fóru lánin langt fram úr reglum um eigin- fjárhlutfall sparisjóðsins og um einstaka lántaka. Rannsókn er ekki lokið og beinist hún einnig að sumum viðskiptavinum sparisjóðsins. Víðtæk óleyfileg lán Það var bankaeftirlit Seðla- banka íslands sem kærði spari- sjóðinn, og í kjölfar þess lét sparisjóðsstjórinn af störfum að eigin ósk en stjórn sparisjóðsins var harðlega vítt fyrir aðgæslu- leysi. Bankaeftirlitið aðvaraði sparisjóðinn einnig árið 1995. Einn heimildarmanna blaðsins segir fráfarandi stjórn hafa ver- ið andvaralausa. Hún hafi treyst sparisjóðsstjóranum í blindni, ekki leitað sjálf eftir upplýsing- um, og í ljós hafi síðan komið að stjórnin hafi verið leynd upplýs- ingum. Tap sparisjóðsins nam 249 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Gjald- færðar voru 289 milljónir króna sem afskriftir vegna útlána. Björgun sjóðsins Stofnfé Sparisjóðs Ólafsfjarðar hefur verið aukið um 200 millj- ónir króna. Stofnfjáraðilum sparisjóðsins hefur verið fjölgað og leggur bæjarsjóður til 25 milljónir króna til endurreisnar- starfsins, hlut sem bæjarbúum verður boðið að kaupa. Ný stjórn hefur ekki komið saman ennþá en eitt fyrsta verk hennar verður að auglýsa eftir nýjum sparisjóðsstjóra. Því starfi hefur Þorvaldur Hreins- son sinnt til þessa, en hann hef- ur gegnt starfi fulltrúa hjá Sparisjóði Ólafsfjarðar. Ekki hefur verið skipt um endurskoð- anda. GG Lífið í landinu Allt um tölvur í

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.