Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur - Tķminn Reykjavķk

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur - Tķminn Reykjavķk

						HELGARUTGAFA
^^m^toM^                            Verð í lausasölu 200 kr.
aaur-QItmmn
^^ Jr        Laugardagur 18. janúar 1997 - 80. og 81. árgangur 12. tölublað
Sjónvarp/Tölva
Sjónvarpskaupmenn
klaga undan tölvunum
Sjónvarpstækjakaupmenn
eiga á næstunni von á niður-
stöðu Samkeppnisstofnunar
vegna erindis þeirra frá síðasta
ári. Þeir telja að þeim og tölvu-
sölum sé mismunað. Af sjðn-
varpstækjum eru greiddir háir
tollar og vörugjald. Af tölvum
engin slík gjöld. Og rúsínan í
pylsuendanum: Tölvan er í æ
ríkara mæli notuð sem sjónvarp
og hljómflutningstæki á heimil-
um með hljóm- og myndgæðum
sem stöðugt batna með nýrri
tækni.
Til að nota tölvu sem sjón-
varp þarf einfalt kort í vélina og
kostar það innan við 10 þúsund
krónur. Sölu á þessum kortum
eiga tölvusalar að tilkynna til
innheimtudeildar Ríkisútvarps-
ins. En margir kaupa kortin er-
lendis frá, og kaupmenn þar
hafa aldrei heyrt á RÚV minnst.
Árgjald hjá RÚV kostar
24.000 krónur. Kaup á tölvu
gerast sífellt hagstæðari, þær
kosta liðlega 100 þúsund krón-
ur en vandað sjónvarpstæki allt
að 170 þúsund. Undandráttur
frá Ríkisútvarpinu er því fljótur
að skila sér til þeirra sem láta
hjá líða að greiða afnotagjaldið
og komast upp með það.
Theódór S. Georgsson lög-
maður, innheimtustjóri RÚV,
sagði í gær að tólvusalar hefðu
tilkynnt kortakaup í einhverjum
mæli. Hann sagði að varla
mundu fjölskyldur endast til að
horfa á sjónvarp á tölvuskjá.
-JBP
Reykjavíkurflugvöllur
Halldór í hremmingum aftur
Farþegum með Fokkervél
sem var að koma frá Akur-
eyri í gær Ieist ekkert á blikuna
þegar vélin þurfti skyndilega að
hætta við lendingu rétt áður en
hjóhn snertu brautina. Vélin
þurfti að fljúga einn hring áður
en hún gat lent. Ástæðan fyrir
þessu var sú að of lítið bil var á
milli Fokkserins og annarrar
vélar sem lenti á undan.
Meðal farþega í vélinni var
Halldór Blöndal samgönguráð-
herra. Samfarþegar sögðu að
ráðherra hafi ekki verið
skemmt  þegar  flugmennirnir
gáfu allt í botn, vélin hækkaði
flugið og sveigði frá brautinni.
Ráðherrann slapp eins og
kunnugt er með skrekkinn þeg-
ar snjóflóð féll á veginn til Ól-
afsfjarðar rétt eftir að hann átti
þar leið um fyrir skömmu.
í Flugturninum var sagt að
þetta væri ekki óeðlilegt og ekki
hætta á ferðum. Of lítið bil var
á milli Fokkersins og vélar sem
lenti á undan honum. Auk þess
var Fokkerinn ekki búinn að fá
heimild til lendingar. Fleira var
ekki sagt um málið.      -grh
I næstu tölvubúð má festa kaup á einföldu tölvuspjaldi sem komið er fyrir í vélinni, - og tölvan hefur
bætt við sig móttöku á sjónvarpsstöðvum. Jón Magnússon sölumaður i Tölvutækjum-Bókvali sýnir
gripina. Hann segir að flestir útbúi tölvuna svona sem annað sjónvarpstæki heimilisins. Stórstígar
framfarir eru á þessu sviði og kaupmenn áhyggjufullir. Sjá frétt að ofan.               Mynd: JHF
Vodka
Vodkasmygl 5% af sölu ATVR
Ein „gámaflaska"
á móti
hverjum 20 seldum
______afÁTVR
Um 24.000 flöskur af
vodka sem áætlað er að
smyglað hafi verið í
tveim gámum samsvara um 5%
af árssölu ÁTVR á vodka - eða
1 „gámaflösku" á móti hverjum
20 flöskum sem ÁTVR seldi á
nýliðnu ári. Vodkasala ÁTVR
var alls 370 þúsund h'trar á ár-
inu,  sem samsvarar kringum
490 þúsund þriggja pela flösk
um. Þar sem vodka slagar hátt í
helming allrar sölu ÁTVR á
sterkum drykkjum má ljóst
vera að þessi „frjálsi innflutn-
ingur" hefur verið
mjög stór í sniðum.
„Já, þetta er
grehúlega gert af
dugnaði. Og með
ólíkindum ef þetta
magn fer út um
allar trissur án
þess að það sé þá
einhver sterkur
dreifingaraðih,
enda  munu  ein-
hverjir veitingamenn tengjast
þessu," sagði Höskuldur Jóns-
son, forstjóri ÁTVR. Var menn
þá ekkert farið að renna í grun
um þessa nýju samkeppni, ekki
Höskuldur Jónsson
Forstjórí ÁTVR
„Með ólíkindum ef
þetta magn fer út um
allar trissur án þess
að það sé einhver
sterkur dreifingar-
aðili,"
síst þar sem gámavodkinn virð-
ist af tegund sem ekki er seldur
í Ríkinu ?
„Eins og málin standa nú,
þá er áfengissalan ekki lengur
öll hjá okkur. Á síðasta ári fjar-
aði salan til veitingahúsanna
undan okkur, svona hægt og
sígandi, þannig að það var
ákaflega erfitt fyrir okkur að
gera okkur grein fyrir því hve-
nær söluminnkun væri á ferð-
inni sem rekja mætti til breyttra
viðskiptahátta veitingastaða -
þ.e.a.s. þeirra hátta að hætta
að skipta við okkur - og hvenær
væri komin í gang önnur sam-
keppni sem tæki af okkur við-
skiptin.
Það er eins með tegundirn-
ar, að við vitum ekki hvaða teg-
undir áfengisheildsalarnir flytja
inn. Það er fullt af áfengi á veit-
ingahúsunum sem ég hef aldrei
séð og er örugglega komið
þangað eftir öllum löglegum
leiðum. Þannig að þótt ég hefði
séð svona vodkaflöskur (JENK-
INGS) á veitingahúsi þá hefði ég
hiklaust gert ráð fyrir að þetta
væri ný tegund sem annað
hvort veitingahúsið eða heild-
sah flytti inn," sagði Höskuldur.
;m
7
Fylgja
blaðinu í
dag
Lífið í landinu
Jóhannes
kominn á
Dag-Tímann
í
Bls 10-11

Jón Viðar
svarar
fyrir sig
=o\
!0
in
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12