Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur - Tķminn Reykjavķk

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur - Tķminn Reykjavķk

						
--------              ^^^        MiðVÍkUdagur 22. janúar 1997 - 80. og 81. árgangur 14. tölublað
Reykjavík
Þjóðkirkjan
Risna Rfldsspítala
minni en Sólheima
Risnukostnaður á
Sólheimum í Gríms-
nesi árið 1995 var
meiri heldur en hjá
Ríkisspítölunum og
um f immtungur af
risnu forseta-
embættisins.
Risnukostnaður     hinna
ýmsu ríkisfyrirtækja og
stofnana, samkvæmt Rík-
isreikningi, virðist oft lítið fara
eftir stærð þeirra og mikilvægi.
Tæpast liggur t.d. í augum uppi
að ríkissjóður skuli greiða meiri
risnukostnað vegna Sólheima í
Grímsnesi heldur en stofnunar
eins og Ríkisspítala.
Risnukostnaður  á  Sólheim-
um árið 1995 var um 570.000
kr. og næstum tvöfalt meiri
heldur en samanlagður risnu-
kostnaður allra annarra stofn-
ana og samtaka fatlaðra í land-
inu, sem var tæplega 300
þús.kr. sama ár.
Risna á Sólheimum var hka
meiri heldur en hjá Þjóðhags-
stofnun þetta sama ár, eða hjá
Hæstarétti, Landhelgisgæsl-
unni, Raunvísindastofnun HÍ,
Háskólanum á Akureyri eða
Rannsóknarstofnun fiskiðnað-
arins, svo dæmi séu tekin. Og
risna á Sólheimum nam líka
sem svarar rúmlega helmingi af
risnukostnaði sendiráða á
Norðurlöndum (Osló, Stokk-
hólmi eða Kaupmannahöfh),
eða næstum helmingi af risnu
Biskupsembættisins. Risnu-
kostnaður forsetaembættisins
var hins vegar um sex sinnum
meiri, eða um 3 milljónir árið
1995, samkvæmt ríkisreikningi.
Akureyrí
Það vantaði bílastœði!
Mynd: GS
Reykjavík
Barnafólk fær búbót
Niðurgreiðslur fyrir hjón
og sambúðarfólk hjá
dagmæðrum hækka í
8000 kr. á mánuði um mitt
næsta ár. Það þýðir 2000 króna
hækkun fyrir fólk með börn
sem eru 2 ára eða yngri, en
1000 kr. lækkun fyrir 3 ára og
eldri.    Rekstrarstyrkir   hjá
einkareknum leikskólum hækka
úr 12 í 16 þús. á barn, og kost-
ar það borgina 5 milljónir á
ári. Þetta á að gera einkarekn-
um skólum og dagmæðrum
kleift að veita systkina- og
námsmannaafslátt og að bæta
rekstarskilyrði þeirra, segir í
samþykkt borgarráðs.
Aukakirkjuþing var sett í gær. Á myndinni eru frá vinstri: Þorsteinn Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra, séra
Geir Waage, formaður Prestafélagsins, Ólafur Skúlason, biskup og Guðmundur Ólafsson, fulltrúi leikmanna.
Mynd: BGS
Átök um biskup
Wljög ólík og andstæð
sjónarmið munu tak-
ast á í biskupskjöri
samkvæmt viðmæl-
endum á aukakirkju-
þingi. Margir gefa
„framboði" undir
fótinn.
Sr. Auður Eir lýsir því yfir
að hún æth að gefa kost á
sér til að vinna kvenna-
guðfræði brautargengi á bisk-
upsstóh. Hún „vonast til að við
berum gæfu til að hlusta hvert
á annað." Spurð hvort hiín hafi
kvenpresta með sér segir hún
að hún eigi ekki von á því að
þær standi einhuga með sér, en
margir muni gera það „þétt-
ingsfast."
í viðtölum við Dag-Tímann
slá fulltrúar á aukakirkjuþingi,
sem hófst í gær, á mjög dhka
strengi um áherslur og má
greinilega merkja vaxandi und-
iröldu af ummælum þeirra.
Uppgjör í vændum?
Sr. Sigurður Sigurðarson vígslu-
biskup segir að hann hafi ekki
tekið þeim illa sem komið hafi
að máli við sig um biskupskjör.
Hann telur mikla hættu á hags-
munapoti ólíkra hópa sem hafi
ekkert með guðfræði að gera,
heldur til dæmis togstreitu milli
höfuðborgar og landsbyggðar.
„Það sem skipar mönnum
kannski helst í hópa er fyrst og
fremst áhugi á embættisveiting-
um," segir vígslubiskup, en
hann hefur löngum verið sagð-
Sr. Auður Eir
um biskupskjör:
„Já ég œtla að
taka þátt íþessu"
ur í hópi „svartstakka" innan
kirkjunnar. Um þann hóp segir
sr. Gunnar Kristjánsson að nú
sé hugsanlega komið að tíma-
mótum í hfi kirkjunnar, þar sem
takist á fuUtrúar framsækinnar
guðfræði og fámennir en há-
værir svartstakkar. Hann telur
að átök innan kirkjunnar milh
þessara hópa þurfi ekki að vera
af hinu slæma, og aftekur ekki
sjálfur að gefa kost á sér, menn
hafi talað við sig, „sérstaklega
þeir sem vilja framsækna og lit-
ríka kirkju."
Sr. Karl bíður
Sá sem einna helst hefur verið
nefhdur, Sr. Karl Sigurbjörns-
son biður menn að „taka eitt
skref í einu", en segir einnig að
margir hafi komið
að máh við sig.
Beðið var eftir því
hvort biskup gæfi
upp hvenær hann
léti af störfum,
svo frambjóðend-
ur fengju að vita
„hvenær     þeir
þyrftu að fara að
brýna kutana,"
eins og einn við-
mælandi blaðsins
sagði kíminn. Sr.
Geir Waage og Sigurjón Einars-
son prófastur kváðust undrandi
á því að biskup vildi ekki lýsa
því yfir nú hvenær efnt yrði til
kjörs. Hvenær sem það verður
er fyrsta kosningaloforðið kom-
ið, það gefur sr. Auður Eir, sem
stefhir að „dúndurkirkju" verði
hvín biskup.             sjh
Sjá nánar bls. 6.
Bls. 9
Finnur,
björgum
Hvalfiröi
Lífið í landinu
Hvað er í
matínn?
462 2087

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12