Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 1
Loðnuvertíðin MyndiGS Loðnubáturinn Sigurður VE-15 frá Vestmannaeyj- um landaði um 1.500 tonnum af loðnu í Krossanes- verksmiðjunni í gær eftir sigl- ingu með farminn vestur fyrir Horn til Akureyrar. Báturinn hreppti snarvitlaust veður þeg- ar komið var inn á Húnaflóa, slá varð af í barningnum. Kristbjörn Árnason, skipstjóri á Sigurði VE, segir að veður hafi orðið allt annað en spáð var og hann sé mjög óhress með það að ekki sé hægt að treysta veð- urspám frá sólarhring til sólar- hrings. Þegar skipið var út af Skaga var þar norðvestan átt og 10 vindstig en spáð var mun norðvestanstæðari átt og hæg- ari. Kristbjörn segir að hafi veðurspáin verið í takt við veðrið sem báturinn hreppti þegar lagt var af stað af veiði- svæðinu út af Selvogsvita hafi hann aldrei farið norður til Eyjafjarðar, heldur leitað eftir löndun við suðvesturland eða í Vestmannaeyjum. GG Sigling inn Eyjafjörð. Sigurður VE á Eyjafirði í gær á leið til löndunar í Krossanesi. ' i.í- íimSS*?. : ' . íSs; g-SspsS'’: :'J‘" 135322 ■ ... ".. *csgRsm ... • - -- r*w wTugqtia Laugarvatn Hvalveiðar Sýndarveruleiki vélstjóra Vaxandi áhyggjur Líkan að yfirbyggingu sundlaugarinnar við sumarhús vélstjóra á Laugar- vatni. „Viljum bregðast við allt of lítilii nýtingu sumarhúsa með hol- lenskum aðferðum,“ segir Helgi Laxdal. Suðræn stemmning og pálmatré undir glerþaki er hugmynd sem Vélstjórafé- lagið gælir við þessa stundina, 25 milljón króna framkvæmd, sem á að borga sig. Helgi Lax- dal, formaður félagsins, bendir á að lengja þurfi nýtingartíma orlofshúsa félagsins á Laugar- vatni. Hann vill að farið verði að fordæmi bresks fyrirtækis sem reist hefur og rekur siun- arhúsabyggðir í Hollandi og víðar. Búið er að hanna 400 fer- metra gagnsætt hús yfir sund- laug vélstjórabyggðarinnar á Laugarvatni og nágrenni. Helgi bendir á í grein í blaði. vélstjóra nýlega að stéttarfélög- in séu stærstu eigendur sumar- húsa hér á landi. Þar séu bundnar himdruðir milljóna króna, sem engum arði skili, aðeins kostnaði, einkum vegna þess hversu lítil nýting húsanna er, eða 2-3 mánuðir á ári. Helgi segist hafa skoðað sumarhúsabyggð í Heiderbos í Hollandi á síðasta ári og hreifst af því sem þar hefur verið gert, en allt er það svæði af mönnum gert enda náttúrufegurðinni ekki fyrir að fara í Hollandi. „Af hverju gerum við ekki eins, af hverju lengjum við ekki nýtingartíma orlofshúsanna okkar með aðstöðu hkri og hjá Hollendingum?" spyr Helgi. Hann telur að með því að yfirbyggja sundlaugina og skapa þar notalegt umhverfi ár- ið um kring megi nýta bústað- ina betur, en félagið er þarna með 16 hús. Þar megi bæta við leiktækjum fyrir krakka og þar á að vera fallegur gróður, til dæmis pálmatré. Sparisjóður vélstjóra á 30% sumarhúsanna á Laugarvatni. Stjórn hans telur framkvæmd þessa ekki tímabæra og vill skoða hana betur. En aðalfund- ur Vélstjórafélags íslands var á öðru máh og hefur samþykkt hana fyrir sitt leyti. „Vélstjórastéttin hefur alltaf verið framsýn. Við skulum enn einu sinni sanna það með því að vera fyrsta hagsmunafélagið á íslandi sem skapar félögunum suðræna orlofsaðstöðu hér á mörkum hins byggilega heims,“ segir Helgi Laxdal. -JBP Einar Svansson, fram- kvæmdastjóri Fiskiðjusam- lags Húsavíkur, segir viðskipta- vini Fiskiðjusamlagsins erlendis mjög áhyggjufulla vegna um- ræðu um hvalveiðar á íslandi. „Ég hef ekki tjáð mig um hval- veiðimálin í 10 ár en geri það nú vegna þess að máhð er stór- alvarlegt," segir Einar. Viðskiptavinir fyrirtækisins hafa sagt að ef hvalveiðar verði hafnar neyðist þeir til að endin-- skoða alla samninga. Það þýddi ekki endilega að kaupsamning- um yrði sagt upp heldur gæti þetta verið leið til að knýja á um verðlækkun með hótunum. „Ég sagði fyrir 10 árum að menn yrðu að ákveða hvort þeir ætl- uðu að veiða hval eða ekki og tækju þá afleiðingunum af því. Ef við erum á báðum áttum á ekki að tala um þetta fram og aftur. Umræðan um hugsanleg- ar hvalveiðar getur kallað á sömu neikvæðu viðbrögðin og hvalveiðarnar sjálfar,“ sagði Einar. Sjá bls. 6. js Geirfinns- málið hefur tekið sinn toll íslendingaþættir fylgja blaðinu í dag

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.