Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur - Tķminn Reykjavķk

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur - Tķminn Reykjavķk

						J-
10 - Föstudagur 11. apríl 1997
|Dbtgur-ÍEtttnrat
I Þ R 0 T T I R
KNATTSPYRNA • Nýr styrkteikaiisti FIFA
íslenska landsliðið
niður um fjórtán ssetí
Islenska landsliðið í knatt-
spyrnu hrapar niður um
fjórtán sæti á nýjasta styrk-
leikalista FIFA. íslenska lands-
liðið er nú í 76. sæti og hefur
ekki verið jafn neðarlega á Usta
í langan tíma og ekki eru marg-
ir mánuðir frá því liðið var í
kringum 50. sætið. Ástæðan
fyrir hrapinu er þó ekki slakur
árangur að undanförnu, liðið
hefur ekki spilað frá því í fyrra,
en aðrar þjóðir hafa hins vegar
verið að næla sér í stig á listan-
um.
Meðal þeirra þjóða sem skut-
ust uppfyrir ísland á listanum
eru Ungverjar (74), Finnland og
Kína, en síðastalda þjóðin stökk
upp um nítján sæti á listanum
og er nú í 60. sæti. Neðar á list-
anum eru Evrópuþjóðir eins og
Makedónía (80) og Wales (81)
en 188 þjóðir eru á listanum.
Brasilía er sem fyrr besta
knattspyrnuþjóð veraldar og
jók forskot sitt á næstu þjóðir
KARFA
Unglinga-
landsliðiðí
Púrtúgal
Islenska unglingalandsliðið í
körfubolta tekur nú þátt í
Evrópukeppni   unglingalands-
liða sem fram fer í Portúgal
dagan, 9.-13. apríl. Tólf strákar
frá 6 liðum skipa landshðið og
þeir eru þesssir:
Guðlaugur Eyjólfsson UMFG
Guðmundur Þ. Magmísson KR
Halldór Úlriksson KR
Ingi F. Vilhjálmsson KR
ísak Einarsson UMFT
Jón Nordal Hafsteinsson Kefla-
vík
Logi Gunnarsson UMFN
Lýður Vignisson Snæfell
Morten Þ. Szmiedowicz Keflavfk
Svavar Atli Birgisson UMFT
Sæmundur Oddsson Keflavfk
Sævar Sigmundsson KR
Þjálfari liðsins er Hörður
Gauti Gunnarsson og aðstoðar-
maður hans er Jón Guðbrands-
son. Fararstjóri er Eyjólfur Þór
Guðlaugsson. íslenski dómarinn
sem dæmir á mótinu er Leifur
Sigfinnur Garðarsson, kennari
úr Hafnarfirði.
Hamar
félagsheimili Þórs:
Salir til leigu
Tilvaldir til hvers
konar íþrótta- og tóm-
stundaiðkana.
Gufa - Pottur -
Búningsaðstaða
Hamar
sími 461 2080
með sigrum í tveimur vináttu-
leikjum. Þýskaland og \Frakk-
land halda stöðu sinni í 2>og 3.
sætinu og Spánverjar komust
upp í fjórða sætið, úr því sjö-
unda. Danir færðust upp um
eitt sæti og eru í fimmta sæti
listans.
KNATTSPYRNA
Leikiðá
Akureyri
Fyrsti   opinberi   knatt-
spyrmdeikur     ársins
Norðanlands fer fram á Ak-
ureyri í kvöld klukkan 18.
Leiftur og KA mætast þá á
Sana-vellinum í riðlakeppni
Deildarbikarkeppninnar, en
úrslit leiksins ráða miklu um
það hvort liðið nær sæti í úr-
slitakeppninni.
Sautján aðrir leikir fara
fram á laugardag og sunnu-
dag og eru það þessir.
Laugardagur
L Þróttur N-KR        kl. 11
ÁVölsungur-ÍBV       kl. 13
K Dalvík-Valur        kl. 13
Á FH-Sindri          kl. 15
K Þór-Skallagr.        kl; 15
L Fram-Selfoss        kl. 15
Á ÍA-Víkingur Ó       kl. 17
Sunnudagur
Á ÍBV-Breiðablik       kí. 11
K Njárðvík-Sindri   -   kl, 11
L Dalvík-Léttir        kl. 11
ÁÞrótturN-FH        kl. 13
K Víkingur R-Völsungur  kl. 13
LFjölnir-Þór         kl. 13
Á Leiftur-Haukar      kl. 15
G Grindavík-ÍA        kl. 15
L ÍR-Víkingur ó       kl. 15
Á Fylkir-Afturelding    kl. 17
(Á=Ásvellir, L=Leiknisvöllur,
K-Sandgras Kópavogi,
G=Grindavfkurv.)
HANDBOL.TI • Úrsiitakeppni karia
Heiðmar Felixson reynir línusendingu á félaga sinn Jóhann Gunnar í leiknum gegn Aftureldingu í gærkvöld. Páll
Þórólfsson er til varnar.                                                                             Myn&. sg
Sannfærandi hjá KA
KA-menn virðast líklegir
til að vinna íslandsmeist-
aratitilinn eftir sannfær-
andi sigur gegn Aftureldingu í
þriðja leik liðanna að Varmá í
gærkvöldi og eiga þess kost að
tryggja sér Islandsmeistaratitil-
inn á heimavelli sínum á
morgun.
Fyrri hálfleikurinn var ótrú-
lega sveiflukenndur. Eftir mark
frá KA á fyrstu mínútu leiksins,:
skoruðu heimamenn fimm
mörk og það stóð ekki steinn
yfir steini hjá gestunum á með-
an Bergsveinn Bergsveinsson,
tók þau skot sem komu á mark
heimamanna. í kaflanum sem
kom í kjölfarið höfðu liðin al-
gjör hlutverkaskipti. Guðmund-
ur Arnar varði hvert skotið á
fætur öðru og í sóknarleiknum
fóru þeir Róbert Julian Duran-
ona og Sergei Ziza á kostum, en
þeir skoruðu níu fyrstu mörk
KA-manna í leiknum. KA-menn
komust yfir 6:7, en þá skoruðu
heimamenn þrjú mörk í röð.
Lokakaflinn var hins vegar KA-
manna sem nýttu vel hraðaupp-
hlaup og höfðu þriggja marka
vegnesti þegar gengið var til
búningsklefa í leikhléi.
Síðari hálfleikur var ekki
ósvipaður bikarkúrslitaleiknum
fyrr í vetur, nema nú voru norð-
anmenn ekki í hlutverki þeirra
sem eltu. KA-menn náðu um
tíma fimm marka forskoti og
heimamenn virtust aldrei hafa
þann orkuforða sem til þurfti til
að brjóta múrinn og jafna.
Guðmundur Arnar Jónsson
varði mjög vel í marki KA og
Duranona og Ziza vöru helstu
tromp Uðsins í sókninni. Þá átti
Jakob frábæran leikkafla og
hann hélt ógnun í sóknarleik KA
framan af síðari hálfleiknum.
Sóknarleikur KA var mun
fjólbreyttari en í fyrri tveim leikj-
unum og þá var vörn liðsins þétt.
Páll Þórólfsson var yfir-
burðamaður hjá Aftureldingu,
var mjög sterkur í síðari hálf-
leiknum. Bergsveinn varði
feyknavel framan af, en þeirra
besti maður í úrslitakeppninni,
Bjarki Sigurðsson, fékk lítið
rúm til að athafna sig. Þá
meiddist Sigurður Sveinsson í
fyrri hálfleiknum og varð það
skarð fyrir skildi hjá liðinu.
Fjórði leikur liðanna fer
fram í KA-heimilinu á morgun
og hefst hann klukkan 16.
íhugaði að hætta
Kristinn Björnsson tekur þátt f síð-
asta mótinu á vel heppnuðum vetri.
Ks
IVni:
"ristinn Björnsson, skíða-
kappi frá Ólafsfirði, hefur í
nógu að snúast næstu
daga, en hann mun taka þátt í
norska meistaramótinu á skíðum
sem hefst í Hemsidal í dag. Krist-
inn tekur þátt í stórsvigskeppn-
inni í dag, en hann mun einnig
taka þátt í svigi, risasvigi og
bruni.
„Árangurinn var framar öllum
vonum í vetur, en ég hafði ekki
miklar væntingar. Undirbúningur-
inn var hreinlega út í hött, ég fór
allt of seint af stað. Ég hugleiddi
að hætta, að það munaði bara
nokkrum
dögum að
það yrði,"
segir Krist-
inn, sem að
öllum líkind-
um verður
undir 60. sæti
punktalista
Kristinn
Björnsson.
i svigi a næsta
alþjóða skíðasam-
bandsins, en það er besti árangur
sem íslenskur skíðamaður hefur
náð í alpagrein.
Enginn íslenskur landsliðs-
þjálfari var á launum hjá SKÍ í
vetur og samningaviðræður um
þjálfun íslenska alpahðsins gengu
hægt fyrir sig. Síðan var samið við
finnska landsliðið og Kristinn hef-
ur æft með því í vetur, ásamt fé-
laga sínum, Arnóri Gunnarssyni.
„Ég er vongóður um að fá að
halda áfram að æfa með Finnun-
um næsta vetur, en þeir eru að fá
nýjan þjálfara. Ég geri ráð fyrir
því að næsta vetur muni ég ein-
beita mér að svigi, rétt eins og í
vetur. Ástæðan er sú að álagið er
aðeins minna og ég hef átt við
meiðsl að stríða á hné," segir
Kristinn.
Líklega munu fjórir íslending-
ar taka þátt í norska meistara-
mótinu, en það eru auk Kristins,
þau Brynja Þorsteinsdóttir frá Ak-
ureyri og Reykvíkingarnir Jóhann
Haukur Hafstein og Jóhann Frið-
rik Haraldsson.
Sagt eftir leikinn
Byrjunin var
skehlleg
Við lögðum upp í leikinn með
því hugarfari að vera á
hreyfingu og að gefa þeim ekki
boltann í hendurnar og það
gekk sæmilega. Byrjunin var
skelfileg, það var hreinlega eins
'og við værum ekki komnir út úr
búningsklefanum. Vörnin var
séin til, én þegar hún fór í gang
var hún mjög góð. Við náðum
fimm. marka forskoti. í byrjun
síðari hálfleiksins og ég held að
það hafi tekið mjög mikla orku
frá þeim að reyna að vinna
þann mun niður, sagði
Guðmundur Arnar Jónsson,
markvörður KA.
Erfíðaraá
heimavelli
Þetta var örugglega okkar
skásti leikur til þessa gegn
Aftureldingu. Byrjunin var
reyndar döpur, en við vissum að
vörnin mundi koma upp og þá
komu hraðaupphlaupin með."
sagði Leó Örn Porleifsson, hhu-
maður KA.
„Það væri ánægjulegt að
vinna heima og fá bikarinn fyrir
framan okkar eigin áhorfendur.
Það verður erfitt, þeir koma
miklu sterkari til leiks heldur en
í dag, það er allt eða ekkert hjá
þeim núna og alls ekkert hægt
að reikna með okkar sigri þó við
séinn á heimavelli," sagði Leó
Örn.
UMFA-KA 26:29
Gangur leiksins: 0:1, 5:1, 6:2, 6:7, 9:7,
10:10,  11:10,  11:13,  (12:15),  12:17,
14:19,19:20,21:24,25:26,25:29.
Mörk Aftureldingar: lngimundur Helga-
son 7/6, Páll Þórólfsson 7, Gunnar Andr-
ésson 3, Jón Andri Finnsson 2, Bjarki
Sigurðsson 2, Sigurður Sveinsson 1, Þor-
kell Guðbrandsson 1, Einar Gunnar Sig-
urðsson 1.   ..
Varin skot: Bergsveinn Borgsveinsson
15/1.
Mörk KA: Sergei Ziza 9/4, Róbert J.
Duranona 7, Jóhann G. Jóhannsson 5,
Jakob Jónsson 4, Björgvin Björgvinsson
2, Alfreð Gíslason 1, Leó Örn Þorleífsson
1.
Varin skot: Guðmundur Arnar Jónsson
18.
Dómarar: Egill Már og Örn Markússynir.
Mjög gdðir.
Áhorfendur: Tæplega 700.
-¦'¦<¦»¦' i i
¦ * í
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12