Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.04.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.04.1997, Blaðsíða 1
Akureyri Lögreglan í sól og sumaryl að voru 25 stig á mælinum móti sól,“ sagði bensínaf- greiðslumaður á Akureyri meðan heimamenn tóku sig til og þvoðu bflana. Snjór bráðnar hratt úr fjöllum þegar þíð sunnanátt kemur með „18 stig í forsælu" að sögn sama heimild- armanns á bensínstöð. „Nú er þetta búið,“ bætti hann við og reynist vonandi veðurglöggur, átti við veturinn, en sagði samt áhugasömum bfleigendum sem spurðu hvort óhætt væri að fara af snjódekkjum að athuga fyrst trygginguna. Leit svo þýðingar- miklu augnaráði á viðstadda og sagði þetta eiga sérstaklega við fólksbíla. Svo töluðu menn meira um blíðuna og umbrotsmaður á Degi-Tímanum leit ánægður á veðurkort dagsins í dag: 12 stig! Grunnskólar Kærir til RLR Einar Magnússon, skóla- stjóri Hagaskóla, hefur skrifað skólastjórum grunnskólanna í Kópavogi bréf í framhaldi af átökum milli nemenda úr Þinghólsskóla og Hagaskóla í síðustu viku. Hann mun ræða við Guðmund Odds- son, skólastjóra Þinghólsskóla, og vonast til að takist að leysa málið með því að sýna ungling- unum fram á hversu alvarlegt einelti er. Átök brutust út milli nem- enda úr Þinghólsskóla og Haga- skóla í síðustu viku og endaði með því að kalla varð til lög- reglu. Nemendur úr Kópavogi áttu að sækja tónleika í Há- skólabíói en nemendur úr Hagaskóla töldu þá komna til að hefna ófara fyrr í vikunni og fjölmenntu að bíóinu. Nemandi, sem varð fyrir ein- elti í Þinghólsskóla í fyrra, hef- ur gengið í Hagaskóla í vetur. Búist er við að hún kæri at- burðina til RLR. -GHS Gómaður í gær. Lögreglan hafði mikinn viðbúnað og stöðvaði fjölda manna á förnum vegi. Myndir: E.ól. Lögregla leitar ræningj a Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu í miðborginni, talið að þrír menn hafi náð milljón af verslunarmanni. Umfangsmikil lögregluað- gerð fór fram í gærmorg- un í miðborg Reykjavík- ur, þegar þri'r menn höfðu rænt starfsmann 10-11 verslunar- keðjunnar sem var á leið til skrifstofu fyrirtækisins við Suð- urlandsbraut/Álfheima með peninga úr banka, samkvæmt upplýsingum frá rannsóknar- lögreglunni. Mennirnir biðu mannsins í stigagangi hússins. Virðast þeir hafa vitað um pen- ingasendinguna, eina milljón að sagt var, en eigandi 10-11 vildi ekki staðfesta þá tölu. Fjölmargir lögreglubflar, ein- kennisklæddir lögreglumenn og liðsmenn sérdeildarinnar, svo- nefnd Víkingasveit, þustu að verslunarhúsi við Brautarholt í gærmorgun. Nærliggjandi göt- um var lokað og vegfarendur inntir eftir persónuskilríkjum. Einn maður gripinn Einn maður var í haldi í gær- kvöld hjá lögreglunni vegna málsins, umráðamaður Mazda- bfls, sem sást á undarlegu ferðalagi í hverfmu við Faxafen og Suðurlandsbraut, en fannst stuttu síðar í porti við Brautar- holt. Eftir að hafa hrifsað pening- ana af starfsmanni verslunar- keðjunnar þustu þremenning- 'arnir af stað hlaupandi frá staðnum að fbúðahverfi í ná- grenninu. Einkennisnúmer bfls sem þótti tortryggilegur á þess- um slóðum var tilkynnt lögreglu af árvökulum vegfarendum. Lögreglan fór að heimili eig- anda bflsins sem býr í sama húsi og mótorhjólaverslunin Gullsport að Brautarholti 4c. Þar fannst bifreiðin í húsa- sundi. Eigandi Gullsports sagði í gær að hann hefði fengið væg- ast sagt slæma auglýsingu í þessari aðgerð, sem var mynd- uð í bak og fyrir. Lögreglumenn voru íjölmargir inni í búðinni. Búð fær slæma auglýsingu „Þessi drengur sem var hand- tekinn hérna í húsinu vann hjá mér fyrir sjö átta mánuðum og er ekkert viðkomandi búðinni lengur,“ sagði kaupmaðurinn. „Strákurinn keyrði inn í portið og ætlaði að fela bflinn. Lögreglan hélt fyrst að þetta tengdist okkur eitthvað og við leyfðum þeim að valsa hér um allt,“ sagði kaupmaðurinn í Gullsporti. Hörður Jóhannesson hjá RLR tók undir það að Guli- sport tengdist ekki málinu. RLR vildi annars sem Frá aðgerðum lögreglu í gær. minnstar upplýsingar gefa í gær anum. Til dæmis ekki hvort um yfírheyrslur yfir bíleigand- játning lægi fyrir. -JBP 5 ll690919ll000014l

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.