Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur - Tķminn Reykjavķk

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur - Tķminn Reykjavķk

						H E LG
UT GA FA
^ ^M ^^^H ¦
Verð í lausasölu 200 kr.
>^^X         Laugardagur 3. maí 1997-80. og81.árgangur82.tölublað         „,  ~
1
Fréttir og þjóðmál
Suður-Þíngeyiarsýsla
Forsetasól
Opinber heimsókn
hófst í gær.
Opinber heimsókn forseta
íslands, herra Ólafs
Ragnars Grímssonar og
eiginkonu hans, Guðrúnar
Katrínar Þorbergsdóttur, í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu hófst form-
lega kl. 10 í gærmorgun þegar
forsetahjónin komu í Safnahús-
ið á Húsavík. Þegar gestir
gengu í hlað braust sóhn fram
úr skýjaþykkni og baðaði sviðið
birtu, rétt eins og forseti hefði
komið með sólskinið með sér
ellegar gestgjafar gert ráðstaf-
anir í þessa veru.
í ávarpi sem forsetinn flutti í
safnahúsinu sagði hann m.a. að
stundum væri sagt að heim-
sóknir forseta lýðveldisins ættu
kannski fyrst og fremst að vera
yfir hásumarið, en hann teldi
einnig við hæfi að koma á öðr-
um árstímum, þegar skólarnir
væru starfandi, atvinnulífið í
fuUum blóma og mannlífið héldi
þeim takti sem það væri að
jafnaði í árið um kring.
Hvarvetna sem forsetahjón
komu var þeim forkunnarvel
tekið. Æskan gegndi stóru hlut-
verki þennan dag og lék á
hljóðfæri og söng fyrir forseta-
hjónin í Safnahúsinu og skólum
bæjarins. Og 400 ungmenni
fögnuðu forsetahjónunum með
eftirminnilegum hætti þegar
forseti setti KÞ mótið í hand-
knattleik sem Völsungur stend-
ur fyrir og sótt er af liðum af
öllu landinu.
Forsetahjónin sóttu heim
Hvamm, dvalarheimili aldr-
aðra, Húsavíkurkirkju, og þrjú
framleiðslufyrirtæki, Kjötiðju
KÞ, Aldin hf. og Netagerð FH.
í gærkvöld var síðan almenn
samkoma í FélagsheimiUnu þar
sem bæjarbúar fjöhnenntu og
hylltu forseta sinn og menning-
arleg dagskrá var flutt.
í dag eru forsetahjónin á
ferð um Reykjahrepp, Aðal-
dælahrepp, Skútustaðahrepp,
Reykdælahrepp og Ljósavatns-
hrepp. Þessari opinberu heim-
sókn lýkur síðan um hádegi á
morgun en í fyrramálið heim-
sækja forseti og fylgdarHð Háls-
hrepp og Bárðdæíahrepp.    js
Vestmannaeyjar
Ferðafrömuður hættir
Páll Helgason, ferðafröm-
uður í Vestmannaeyjum,
hyggst selja allan rekstur
sinn. Hann hefur rekið fyrirtæki
sitt frá 1973 og verið umsvifa-
mikill og áberandi í ferðaþjón-
ustu. Páll vill ekki gefa nánari
ástæðu fyrir því að hann hyggst
selja reksturinn, segir að þetta
sé bara spurning um peninga.
Tveir aðilar hafa sýnt fyrirtæki
Páls áhuga og mun skýrast á
næstu dögum hvort af kaupum
verður. Páll hefur rekið ferða-
mannabátinn PH-Viking og sex
rútur.           ÞoGu/Eyjum
Davíð skrifar Blair
^^*gL-^   /'Viw*^  H*t*t*»'£*V"
Allow me to extcnd my congratulations on the succcssful results of
yesterday elections and to wish you every success in meeting the
chaHcnges tbat Ue ahead. I look forward to contiuuu and further devetop
the cxccltcnt relations cxisting between our two countries and hope that
wc wiU have as opportunity to estabUsh contocts in the ncar future.
Yours sineerely,
Davíð Oddsson
Davíð Oddsson forsætisráðherra skrifaði nýjum starfsbróður sínum f
Bretlandi og árnaði allra heilla við krefjandi störf. Þá óskaði Davfð eftir
áframhaldandi góðum samskiptum þjóðanna og vonaðist eftir tækifæri til
að koma á sambandi fljótlega. Myndin sýnir skeyti Davíðs til Blairs.
Það var þröng á þingi á Húsavík í gær þegar Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Katrín Þorbergsdóttir,
forsetahjón hófu opinbera heimsókn í Suður-Þingeyjarsýslu. Ekki er annað að sjá en að forsetinn kunni vel við
sig í félagsskap Húsvíkinga.                                                                         Mynajs
Frægð
Anna Mjöll með Julio
Anna Mjöll Ólafsdóttir
syngur með söngvar-
anum heimsfræga,
Julio Iglesias, á fimm
sýningum í Las Vegas
í næstu viku.
Anna Mjöll Ólafsdóttir
söngkona hefur fengið
vinnu hjá Julio Iglesias,
söngvaranum heimsþekkta, og
kemur fram með honum á
hóteli, sem heitir Cesar's Pal-
ace, í miðborg Las Vegas í
fyrsta skipti um miðja næstu
viku og verða sýningarnar sam-
tals fimm, kvöld eftir kvöld. Ól-
afur Gaukur, faðir Önnu Mjall-
ar, segir að hún muni bæði
syngja með Iglesias „í frontin-
um" (framsveit) og munu þau
til dæmis taka dúett saman auk
þess sem hún mun syngja bak-
raddir hjá honum.
Bent á Önnu Mjöll
JuUo Iglesias hefur verið með
eina svarta söngkonu sem bak-
rödd frá því síðasta haust og
hefur verið að leita að annarri
söngkonu,  helst  ljóshærðri,  í
bandið frá 1995. Um hundrað
stúlkur hafa komið í próf til
hans síðustu tvö árin en engin
hefur náð að festa sig í sessi.
Fyrir nokkrum vikum var
starfsmaður hans að leita að
söngkonu í Los Angeles og var
þá bent á Önnu Mjöll. Honum
leist svo vel á hana að hann bað
hana að koma í áheyrn og æf-
ingar til Miami.
Söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir
hefur tekið „stakkaskiptum" og
líka stór skref á framabrautinni.
Hjartaknúsarinn mikli nýtur að-
stoðar hennar.
„Þangað kom hún fyrir
nokkrum dögum ásamt þremur
öðrum söngvurum og nú er hún
ein eftir. Það er búið að ráða
hana til Vegas og verið að
ganga frá seinustu æfingunum í
þessu skyni. Hún er byrjuð að
syngja með honum en þetta er
svo nýskeð að það er ekki búið
að semja endanlega. Það var
ákveðið fyrir tveimur dögum að
hún færi með honum til Vegas,"
segir Ólafur Gaukur. Talsverðar
lfkur eru á að Anna Mjöll fari
með Iglesias í tónleikaferð, sem
fyrirhuguð er á næstunni. Það á
þó eftir að skýrast betur.
Ein svört og önnur
hvít
Þegar Dagur-Tíminn hafði sam-
band við Önnu Mjöll í Miami
sagðist hún kunna mjög vel við
Julio, samstarfsmenn hans og
hina bakraddarsöngkonuna. Ig-
lesias sé afar geðfeUdur í við-
kynningu, hafi tekið sér mjög
vel og smeUt kossi á kinn eftir
fyrsta dúettinn sem þau sungu
saman. Þá hafi hún náð góðu
sambandi við hina söngkonuna.
Það ríki enginn samkeppnis-
andi miUi þeirra heldur reyni
þær að vinna saman eins og all-
ir aðrir í bandinu.
Meiningin sé að hafa söng-
konurnar sem andstæður á
sviði, eina svarta og dökkhærða
og aðra hvíta og ljóshærða.
Þess má geta að Anna Mjöll
hefur unnið með Lionel Ritchie
og fleiri heimsfrægum stjörnum
-GHS
Sjá viðtal íLífinu í landinu.
Bis. 6
Páll
Óskar
^slo I
gegn
Islendingaþættir
fylgja
blaðinu
ídag

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12