Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur - Tķminn Reykjavķk

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur - Tķminn Reykjavķk

						+
(/cJt >
Verð í lausasölu 150 kr.
^            Pr/ðyudagur 6. maí 1997-80. og81.árgangur83.tölublað          Blað
1
Fréttir og þjóðmál
Hvalaskýrslan
Hvalaskýrslan gerð
opinber á morgun
Davíð Oddson forsætisráð-
herra sagði á Alþingi í
gær að hvalaskýrslan
verði sennilega afgreidd á
fundi ríkisstjórnarinnar á
morgun. í framhaldi af því
verður hún væntanlega gerð
opinber. Nefnd sem sjávarút-
vegsráðherra skipaði fyrir ári
skilaði skýrslunni í lok febrúar,
en ríkisstjórnin hefur ekki enn
lokið umfjöllun sinni. Ljóst þyk-
ir að hvalveiðar verða ekki
hafnar í sumar. Hins vegar hef-
ur ráðherra margítrekað sagt
að það sé ekki spurning hvort
heldur hvenær íslendingar byrji
aftur að veiða hvali.
Eins og fram kom í Degi-
Tímanum á dögunum er í
skýrslunni að finna 8 tillögur
um aðgerðir og gert ráð fyrir
að fyrsta skrefið verði að sam-
þykkja þingsályktun um að
hefja hvalveiðar að nýju. Síðan
er lagt til að rætt verði við
Bandarfkjamenn, Japani og
fleiri þjóðir og málstaður ís-
lendinga kynntur og könnuð
verði áhrif hvalveiða á markaði.
Þá er samkvæmt heimildum
blaðsins talað um að rétt sé að
láta á það reyna, hvort hægt sé
að versla með inngöngu í Al-
þjóðahvalveiðiráðið,     m.ö.o.
hvort friðunarsinnar í ráðinu
fallast á hvalveiðar í takmörk-
uðum mæli, gegn því að íslend-
ingar gengju aftur í ráðið. Það
hefur vakið nokkra athygli
þeirra sem gluggað hafa í
þessa skýrslu að í greinargerð
nefndarinnar er sérstaklega
tekið fram að hafa verði gott
samstarf við náttúruverndar-
samtök.                -yj
Opinber heimsókn
Forsetafolald
Eg hitti Ólaf Ragnar
við Goðafoss og
tilkynnti þá að ég
ætlaði að gefa honum hið
nýfædda folald, sem kom
í heiminn um hádegi
þennan dag. í framhald-
inu ætlar forsetinn að
kanna aðstöðu til að
hýsa hross á Bessastöð-
um, en þangað til kom-
um við til með að hýsa
folaldið hér heima. Á
meðan það hefur ekki
verið nefnt formlega þá
köUum við það Forseta-
folaldið," segir Baldvin
Björnsson á StaðarfelU í
Köldukinn.
Eftir opinbera heim-
sókn herra Ólafs Ragn-
ars Grímssonar, forseta
íslands, og Guðrúnar
Katrínar Þorbergsdóttur,
eiginkonu hans, um Suð-
ur-ÞingeyjarsýsIu um
helgina, kemur forsetinn folaldi
ríkari heim. Hryssan Fluga á
Staðarfelli kastaði hestfolaldi
um hádegisbil á sunnudag. Ein-
mitt það folald er nú komið í
eigu forsetans, en verður hýst
nyrðra á meðan annað er ekki
ákveðið.
Snædís Lilja Baldvinsdóttir með Forseta-
folaldið, sem kom í heiminn um hádegi á
sunnudag.
„Við höfum ræktað okkar
eigin hrossastofn hér á Staðar-
felli, og það eru hross sem eru
sterk á taugum, með Ijúft geðs-
lag og sterkbyggð tU útreiða
uppi á heiðum. Forseta íslands
er sæmd í því að eiga slíkt
hross," segir Baldvin Björnsson.
-sbs.
Vestfirðir
Samstaða verkafólks virðist vera liðin tíð. Þess í stað hugsar bara hver um sig eins og sannast hefur í Hafnarfirði
og víðar. f gær var landað úr Orra ÍS í Firðinum þrátt fyrir tilmæli Hlífar og VMSÍ um að það yrði ekki gert.   m^æs
Algj ört sam-
stöðuleysi
Vestfirskt verkafólk
einangrað í verkfalli.
Engin samstaða. Land-
að úr vestfirskum skip-
um hvar sem er.
Félagið stóð alveg á bak við
þetta en strákarnir guggn-
uðu og fóru að hlaupa út
undan sér," segir Kolbeinn
Gunnarsson, varaformaður
Hlífar í Hafnarfirði.
í gær var landað úr Orra ÍS í
Hafnarfjarðarhöfn þrátt fyrir
tilmæli Hlífar til félagsmanna
að gera það ekki. Fyrir helgi
var landað úr frystitogaranum
Júlíusi Geirmundssyni ÍS á
sama stað. Áður hafði verið
landað úr vestfirskum togurum
í öðrum höfhum. Þetta gerist
þrátt fyrir tUmæli Verkamanna-
sambands íslands að aðildarfé-
lögin sýni samstöðu með verk-
faUi Vestfirðinga og þjónusti
ekki skip úr fjórðungnum á
meðan á verkfaUi stendur. Þessi
tilmæh VMSÍ voru svo ítrekuð í
gær. Áður hafði Alþýðusam-
band Vestfjarða beint samskon-
ar tUmælum um stuðning til
einstakra verkalýðsfélaga.
Varaformaður Hlífar segir að
Karitas Pálsdóttir
hjá Baldri ísafirði
Orustan töpuð
en ekki stríðið
er hann ekki frá því að þetta
dæmi sýni kannski í hnotskurn
þann vanda sem verkalýðs-
hreyfingin stendur frammi fyrir.
Hann segir að félagið geti að-
eins beint því tU sinna manna
að vinna ekki. Ef þeir sinna því
ekki er næsta skref að fara að
huga að samúðarverkfalli. Það
hefur þó ekki verið rætt innan
Hlífar.
„Orustan er töpuð
en ekki stríðið," sagði
Karitas Pálsdóttir,
fyrrverandi formaður
fiskvinnsludeildar
VMSÍ á skrifstofu
Baldurs á ísafirði.
Hún segir að því mið-
ur sé samstaða verka-
lýðshreyfingar ekki
meiri en raun ¦ ber
vitni. Þótt sárt sé tU
það hefði vegið þungt í afstöðu
löndunarkarlanna að þeir
höfðu enga tryggingu fyrir því
að Orrinn fengi ekki löndun í
einhverjum öðrum höfnum. Þá
þess að vita, þá þýddi ekkert að
vera ergja sig út af því heldur
halda sínu striki í þeirri von að
það skilaði verkafólki betri
kjörum.               -grh

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12