Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur - Tķminn Reykjavķk

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur - Tķminn Reykjavķk

						CxJt >
Verð í lausasölu 150 kr.
^^^         Þhðjudagur 13. maí1997-80. og 81. árgangur 87. tölublað         Blað
og 81. argangur l
1
Fréttir og þjóðmál
Skagafjörður
Kuldakastið
Kefluðu vaktmann
og rændu bfl
Sporhundar fundu
ungmenni frá
Bakkaflöt.
Laust fyrir klukkan 01.00
sl. nótt var lögreglunni á
Sauðárkróki tilkynnt að
fjórir unglingar, tveir piltar og
tvær stúlkur, að vistheimilinu
Bakkaflöt í Lýtingsstaðahreppi,
hefðu tekið bifreið heimihsins
traustataki og ekið á brott eftir
að hafa bundið og keflað konu
sem var þar vaktmaður. Eftir að
bflnum hafði verið ekið inn á
þjóðveg nr. 1 var stefnan tekin
fram Blönduhlíð, í átt til Akur-
eyrar, en snúið við eftir að hafa
lent í samstuði við bifreið ann-
ars gæslumanns sem fylgdist
með flóttanum. Lögreglubifreið
var ekið í humátt á eftir ung-
lingunum og var hraðinn mikill
og algjör mildi að ekki urðu slys
skv. upplýsingum Lögreglunnar
á Sauðárkróki.
Unglingarnir óku næst bfln-
um um Siglufjarðarveg út
Blönduhlíð og fram í Hegranes
þar sem þeir yfirgáfu bflinn.
Björgunarsveitarmenn með
sporhimda voru fengnir á vett-
vang og um kl. 04.00 voru ung-
mennin handtekin skammt frá
bænum Kárastöðum í Hegra-
nesi. Starfsfólk, björgunarsveit-
armenn og lögregla fiuttu
krakkana síðan heim að Bakka-
flöt.
Þetta er í annað skipti sem
ungmenni strjúka frá fyrr-
nefndu meðferðarheimili. Dag-
ur-Tíminn reyndi að afla upp-
lýsinga um líðan vaktkonunnar
á Bakkaflöt í gærkvöld en fékk
engin svör.
BÞ
Lífeyrissjóðir
Ætlum að afgreiða
frumvarpið í haust
Halldór Ásgrímsson, utan-
ríkisráðherra, segir að
stjórnarflokkarnir séu
ákveðnir í að afgreiða lífeyris-
málin, en hafi þótt rétt að gefa
aðilum vinnumarkaðarins meiri
tíma, úr því þeir
óskuðu eindreg-
ið eftir því.
„í ljósi þess
að þetta mál
hefur verið til
umfjöllunar svo
lengi sem elstu
menn muna,
þótti stjórnar-
meirihlutanum
rétt að gefa
mönnum svig-
rúm til þess að
skoða málin bet-
ur. Það þýðir
hins vegar ekki að það sé tryggt
að það verði hægt að sætta þau
sjónarmið sem eru uppi í mál-
inu, en það er sjálfsagt og
nauðsynlegt að reyna að ná
eins góðri sátt um máhð og
BIs. 6
ásetningur
kostur er."
Halldór segir að það eigi að
ljúka málinu fyrir áramót, jafn-
vel þótt það náist ekki sátt um
það við alla. „Það er eindreginn
okkar að ljúka
þessu máli fyrir
næstu áramót og
allir sem um
þetta mál hafa
fjallað, telja það
nauðsynlegt.
Það er staðreynd
að hér hafa ver-
ið að byggjast
upp séreignar-
sjóðir undanfar-
in ár og það
veldur ákveðn-
um vanda. Þess-
ir sjóðir hafa
ekki tekið þátt í
samtryggingarkerfinu, sem þeir
verða að gera. En eftir því sem
menn láta þetta dragast lengur,
þeim mun erfiðara verður mál-
ið."                    -yj
Sjá einnig bls.9
Æðarfuglunum á Fnjóskárósum
veitti ekki af dúnhlýrri hempu sinni
í gær, kuldinn nísti merg og bein
og klakaböndin neðan við prests-
setrið Laufás minntu á skriðjökla.
Spurningin er hvort náttúruleg
klæði og þolinmæði varpfugla dug-
ar til að sigra kuldabola sem bítur
frá sér fram að helginni um landið
norðanvert, út vikuna a.m.k. sam-
kvæmt veðurspá. Sonur Péturs i
Laufási, Þórarinn, var enn vongóð-
ur um að úr rættist í gær, en hann
sér um að nytja fuglinn í Laufási.
Tíkin Sara tjáði sig ekki um málið.
BÞ/Mynd GS
Tvísýnt með varp
Búsifjar framundan
hjá nytjendum
æðarfugla um landið
norðanvert?
Kuldakastið sem gengur
nú yfir landið norðanvert
gæti orðið til þess að
fuglavarp misferst í nokkrum
mæh og þess eru dæmi að
mófuglar hafi drepist úr kulda.
Köld vor hafa mikil áhrif á af-
komu andfugla og spörfuglar
eru enn viðkvæmari, að sögn
Ólafs Einarssonar, fuglafræð-
ings hjá Náttúrufræðistofnun.
„Fuglum sem verpa fækkar,
eggin verða færri og svo koma
þeir færri ungum á legg," segir
Ólafur Einarsson.
Þeir sem nytja æðarfuglinn
gætu orðið fyrir nokkrum tekju-
missi ef vorið bíður lengur og
slógust blaðamenn Dags-Tím-
ans í lið með fjölskyldunni á
Laufási við Eyjafjörð í gær og
fylgdu Þórarni, elsta afkomanda
sr. Péturs og Ingu, þar sem
hann leit eftir varpinu. Hreiður
á jörðinni eru á fimmta hundr-
að og sagði Pétur að varpið í ár
hefði hafist um síðustu mánaða-
mót. „Ég man eftir því að í hret-
um hafa kollurnar látið snjóa
yfir sig, þannig að þær eru mjög
þrautseigar. Hins vegar er ljóst
að ef veðrið lagast ekki, fer eitt-
hvað af varpinu forgörðum.
Hitastigið er alltaf niðri við
frostmark þannig að það er
spurning hve lengi koUan held-
ur sér kyrri," sagði Pétur.
Vorið 1979 hefur verið borið
saman við það sem nú er að
gerast en þá féllu fuglar unn-
vörpum. Of snemmt er þó að
spá fyrir um það, en fuglar sem
lifa á skordýrum og öðrum
smádýrum fá enga fæðu í slíku
árferði. Það eru því ekki bara
nytjafuglar sem eru í hættu.
Við Mývatn verpa 14 anda-
tegundir að staðaldri og er varp
þar hafið og ætti að ná hámarki
á næstu dögum. Töluverður ís er
ennþá á vatninu sem bætir ekki
lfkurnar á að vel muni takast til.
„Þetta gæti orðið mjög alvarlegt
þótt andfuglar geti reyndar
frestað varpinu og endurunnið
eggin ef svo má segja," sagði Ól-
afur Einarsson, fuglafræðingur,
um horfurnar þar.         BÞ

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12