Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur - Tķminn Reykjavķk

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur - Tķminn Reykjavķk

						\ jsú   *
Verð í lausasölu 150 kr.
anur-uitmtrat
^^Þ^        Miðvikudagur 14. maí 1997 - 80. og 81. árgangur 88. tölublað        Blað
og 81. argangur i
1
Fréttir og þjóðmál
Stjórnmál
B er betra
Við kjósum það almennt
frekar að boðið sé fram í
nafni flokksins, en við höfum
ekki gert það að neinu skilyrði,"
segir Halldór Ásgrímsson, for-
maður Framsóknarflokksins,
aðspurður um afstöðu til sam-
eiginlegra framhoða flokka í
sveitarstjórnum. „Framsóknar-
flokkurinn hefur tekið þátt í
sameiginlegum framboðum í
sveitarstjórnum víða um land.
Yfirstjórn flokksins hefur ekki
haft nein afskipti af því. Okkar
fulltrúum í viðkomandi sveitar-
félögum hefur verið það í sjálfs-
vald sett að standa að slíku. f
þessum sveitarfélögum er um
að ræða fólk, sem á auðvelt
með að koma sér saman um
málefni viðkomandi sveitarfé-
lags og ekkert því til fyrirstöðu
að ná málefnalegri samstöðu.
Það á hins vegar allt annað
við í landsmálunum. Enda tek
ég eftir því þegar A-flokkarnir
koma saman til að ræða málin,
þá kjósa þeir að ræða það sem
er full samstaða um meðal
flokkanna, en ágreiningurinn er
ekki síst á sviði utanríkis- og
auðlindamála. Þar eiga þessir
flokkar tiltölulega litla sam-
leið."                  -yj
Reykiavík
Stóll Ara lögmanns, sonar Jóns Arasonar biskups, er loksins kominn heim eftir meira en 150 ára fjarveru, en reyndar aðeins tímabundið. Danska Þjóð-
minjasafnið iánaði hann á sýningu á norsk-fslenskri miðalda kirkjulist sem opnuð verður í Þjóðminjasafninu á laugadag. Safnið á sjálft stól, sem systir
Ara, Þórunn Jónsdóttir, átti. Stólarnir eru báðir úr Grundarkirkju í Eyjafirði og skiluðu Danir öðrum 1930. Á sýningunni verða ýmsir kirkjumunir frá Nor-
egi og íslandi og ertilgangurinn sá að sýna hvað sé líkt og hvað ólíkt í kirkjulist þessara frændþjóða.                                        Myn&.e.cx.
Lestrarkennsla
Börnin standa sig betur!
9 ára börn mun betri
í lestri nú en fyrir
fimm árum. Kennur-
um að þakka?
Góðar fréttir berast af betra
læsi íslenskra níu ára
krakka og nú er beðið eftir
niðurstöðu könnunar á læsi 14
ára ungmenna. Niðurstöður eru
rétt að birtast, og samkvæmt
fyrstu fréttum eru ungir íslend-
ingar á uppleið í lestri. íslensk
lestrarrannsókn fór fram í fyrra.
Rós í hnappagatið
„Ef allt gengur eftir, þá er þetta
sannarlega rós í hnappagatið
fyrir kennarastéttina," segir
Guðmundur B. Kristmundsson,
dósent við Kennaraháskóla ís-
lands.
Hann hefur ásamt Þóru Krist-
insdóttur, dósent við sama skóla,
unnið í tæpt ár að samanburði á
læsi barna. Niðurstaðan virðist
Iofa góðu.
Guðmundur sagðist ekki vita
til að samanburður sem þessi
hefði verið gerður meðal ann-
arra þjóða, enda víðast óhægt
um vik. Erlendir skólamenn
sýndu áhuga og hringdu til að
forvitnast um framvindu mála
hér á landi.
9 ára í framför
„Við erum að bera saman læsi
úrtaks 1.300 nemenda, 650 níu
ára og jafnmargra 14 ára. Við
berum saman hvað í rauninni
hefur breyst í læsi á 5 árum.
„Það eru sterkar vísbending-
ar í þá átt að 9 ára börnunum
núna hafi farið nokkuð fram.
Þetta er greinileg framför frá því
1991. Þá voru íslensku krakk-
arnir í 8. sæti af 32 þjóðum í al-
Inga Lára Gísladóttir, Akureyrarsnót.
lesturinn.
þjóðlegri könnun og þó vorum
við skammaðir fyrir slælegan ár-
angur. Þá var könnunin á lands-
vísu, um 4 þúsund börn," sagði
Guðmundur og sagði að ísland
hefði verið svo lítið að minna
Börnin standa sig betur nú við
hefði ekki dugað ekki í alþjóð-
legum samanburði.
Áhugasamir kennarar
Áhugi á læsi eftir rannsóknina
árið 1991 hefur verið gríðarleg-
ur, meðal foreldra og ekki síst
kennara.
„Við höfum verið með þó
nokkur námskeið fyrir kennara,
haft þetta 30 pláss, en kannski
150 umsóknir. Og áhuginn er
þvflíkur hjá kennurum að með
ólíkindum er. En þarna voru
löng námskeið og mikið pælt í
kenningum og aðferðum. Einnig
höfum við verið með mörg nám-
skeið um mat á lestri og hundr-
uð kennara sótt þau."
Dagblöðin skipta máli
„Þrír þættir varðandi lestur
skipta miklu máU: heimiMð, dag-
blöð og bækur. Það kom fram
reikningslegt samband milli
blaðalesturs og gengis í lestri
barnanna. Nú spyrja menn hvort
það séu ekki bara krakkarnir
sem eru vel staddir sem líta í
blöðin. Við vitum ekki svarið við
því, en þarna er þó samband á
miUi," sagði Guðmundur.   -JBP
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12