Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur - Tķminn Reykjavķk

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur - Tķminn Reykjavķk

						
Verð í lausasölu 150 kr.
^^^        Fímmtudagur 15. maí 1997 - 80. og 81. árgangur 89. tölublað
Blað
1
Fréttir og þjóðmál
Síldin
Þriðjungur
kvótans þegar
veiddur
Mikil sfldveiði hefur verið á
síldarmiðunum í færeysku
lögsögunni eftir að veðrið skán-
aði aðfaranótt miðvikudags og
voru um 14 bátar á landleið í
gær, margir með fullfermi. Búið
er að veiða um 73 þúsund tonn
af 233 þúsund tonna heildar-
kvóta, en veitt er úr sameiginleg-
um potti sem kunnugt er. Sfldin
veiðist nú nokkuð sunnar en ver-
ið hefur, sem eykur möguleikana
á því að hún fari suður fyrir
köldu tunguna austur af landinu
og verði þá mun nær landi þegar
hún heldur norður með því, bæði
stærri og feitari.           GG
Arekstrar á
meðferðarheimili
Ingvar Guðnason, sálfræðingur, og
Anna Hlín Bjarnadóttir, forstöðu-
maður meðferðarheimilisins að
Bakkaflöt í Skagafirði, eru í einka-
viðtali við Dag-Tímann í dag. Tvö
alvarleg strok og ofbeldi 14-15 ára
ungmenna gagnvart starfsmanni
hafa truflað heimilisfriðinn á
BakkaflÖt.   MyndGS
Skagafjöröur
Möðruvellir
Fermingarbörnin
bitbeín presta
Presturinn á Möðru-
völlum vill ferma.
Foreldrar segja nei.
Djúpstæður ágreiningur
hefur risið í Möðruvalla-
prestakaUi um það hvaða
prestur eigi að ferma þau sex
börn í sókninni sem staðfesta
eiga skírnarheit sitt á annan
dag hvítasunnu. Sóknarprestur-
inn, sr. Torfi Stefánsson Hjalta-
hn, hefur verið í doktorsnámi í
Svíþjóð í vetur en tók við brauð-
inu 1. maí sl. Sr. Hulda Hrönn
Helgadóttir, sóknarprestur Hrís-
eyinga, hefur leyst sr. Torfa af í
vetur og þar með tekið væntan-
leg fermingarbörn til spurninga.
Þegar sr. Torfi tók aftur við
krafðist hann þess
að ferma börnin,
en það sætta for-
eldrar ferming-
arbarnanna sig
ekki við. Einn
sóknarnefndar-
manna segist álíta
það eðlilegt að sr.
Hulda Hrönn fermi
börnin og sú
skoðun eigi mikinn
hljómgrunn innan
sóknarnefndarinnar, þó máhð
hafi ekki verið rætt á fundum
hennar. Undirskriftalistar voru
látnir ganga um sveitina fyrir
nokkrum misserum þar sem lýst
var andstöðu við prestinn og
biskup íslands beðinn að hlutast
Baldur Kristjánsson
biskupsritari
„Engin dœmi um mál
afþessu tagt Alltaf
samkomulag milli
prestanna um það
hvernig aðferming-
unni skuli staðið."
til um að hann yrði settur af.
Sóknarpresturinn hefur einnig
verið víttur af siðanefnd presta
og í lok júnímánaðar 1996 neit-
aði hann brúðhjónum um afhot
af kirkjunni.
Baldur Kristjánsson, biskups-
ritari, segir að Ólafur Skúlason,
biskup, sé að skoða hvernig
leiða megi máhð friðsamlega til
lykta. „Sr. Hulda Hrönn hefur
séð um fermingarundirbúning-
inn og þar stendur hnífurinn í
kúnni. Það hefur ekkert annað
komið upp á borðið í þessu máU
en að börnin verði fermd í
Möðruvallakirkju á annan í
hvítasimnu, spurningin sem
svara þarf er, hvaða prestur
geri það. Það eru engin dæmi
um máU af þessu tagi. Það hef-
ur aUtaf orðið samkomulag miUi
prestanna um það hvernig að
fermingunni skuli staðið."   GG
Reykjavík
Lést eftir
líkamsárás
Héraðsdómur Reykjavíkur úr-
skurðaði í gær tvo menn í
gæsluvarðhald til 4. júní, vegna
meintrar líkmsárásar þeirra á
veitingastaðnum Vegas í Reykja-
vfk, aðfaranótt þriðjudags. Þar
réðust þeir á ungan mann og
veittu honum höfuðáverka, með
þeim afleiðingum að hann lést á
Sjúkrahúsi Reykjavíkur í fyrri-
nótt. Hinn látni hét Sigurður
Sigurmundsson, 26 ára sjómað-
ur á Eyrarbakka.
Lögregla handtók á þriðjudag
þrjá menn sem grunaðir eru um
árás þessa og sem fyrr segir
voru tveir þeirra dæmdir í
gæsluvarðhald síðdegis í gær. Þá
hafði Héraðsdómur enn ekki
tekið afstöðu tíl gæsluvarðhalds-
óskar RLR yfir þriðja mannimun.
Einn þessara þriggja manna
hefur margoft komið við sögu
lögreglu vegna ýmiskonar of-
beldis- og fíkniefnamála. Hinir
tveir eru ekki heldur lögreglu-
mönnum með öUu ókunnir. -sbs.
Blaðauki
Skóg-
rækt

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12