Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur - Tķminn Reykjavķk

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur - Tķminn Reykjavķk

						m
aour-ÍEtmtrat
Verð í lausasölu 150 kr.
-------               ^          Míðvikudagur
28. maí 1997 - 80. og 81. árgangur 97. tölublað
Blað
1
B
Fréttir og þjóðmál
Glerskálinn
burt
Menn eru að labba hérna
framhjá og þakka mér fyr-
ir að koma þessu umdeildasta
gleri á landinu burt. Sumir
segja að nær hefði verið að ég
hefði fengið greiðslu fyrir að
losa miðbæinn við þetta og mat
einn góðverkið á 10 milljónir
króna," sagði Steinþór Jónsson,
hótelstjóri á Hótel Keflavflc,
glaðbeittur í gær.
Þá hófst vinna við að rífa
glerskálann við Iðnó sem Sig-
urður hefur keypt á 2,2 milljón-
ir króna og mun skáhnn rísa
við gafl Hótels Keflavíkur þar
sem gestum verður boðið upp á
kaffi og menningu. Niðurrif
gekk vel en um töluvert verk er
að ræða þar sem 85 rúður eru í
skálanum og hver rúða er 85
kíló. „Ég er alveg öruggur á að
þetta var góð fjárfesting. Ég
hafði lengi hugsað mér að setja
upp glerskála og þetta er svo
frægt gler að því fylgir ákveðinn
karakter. Það eru allir sammála
um að byggingin sé glæsileg
þótt staðsetningin hafi verið
umdeild," sagði Sigurður sem
gælir við að opna skálann 17.
júní nk.                 BÞ
Mynd: EÖ/.
Vestfirðir
„Algjörir bandítar
66
Verkfallið harðnar.
Átök fyrir norðan.
Davíð bakar sér reiði
verkfallsmanna.
Opinberir starfsmenn
rausnarlegir.
Það verður ekki sest niður
og rætt við þessa menn
sem haga sér alveg eins
og algjörir bandítar. Þeún er
andskotans sama hvað hlutirnir
kosta. Ég get ekki orða bund-
ist," segir Karitas Pálsdóttir hjá
Baldri á ísafirði og fyrrverandi
formaður fiskvinnsludeildar
Verkamannasambands íslands.
Mikil gremja og reiði var
meðal verkfallsmanna á Vest-
fjörðum í gær vegna framferðis
útgerðarmanna í fjórðungnum.
Ef eitthvað er þá hafa síðustu
atburðir hleypt enn meiri hörku
í deiluna sem var hörð fyrir.
Athygli vekur að opinberir
starfsmenn hafa verið einna
rausnarlegastir í fjárhagslegum
stuðningi sínum
við verkfallssjóði
verkalýðsfélaga. í
það heila tekið
munu félög opin-
berra starfsmanna
hafa gefið á milli
5-6 milljónir króna
á móti 1-2 milljón-
um hjá aðildarfé-
lögum ASÍ.
Til     snarpra
átaka kom á Hvammstanga
þegar tæplega tugur verkfalls-
varða reyndi að koma í veg fyr-
ir lóndun úr Framnesi ÍS. Bæði
urðu handalögmál og eins voru
verkfallsverðir   í   töluverðri
hættu þegar þeir gengu undir
bretti sem verið var að hífa frá
borði. Þetta eru alvarlegustu
átök sem orðið hafa til þessa.
Þá kom einnig til stympinga á
Drangsnesi þegar landað var úr
Víkarnesinu. Hins vegar voru
Karitas Pálsdóttir
Baldri á Isafirði
Þeim er andskotans sama
hvað hlutirnir kosta."
engir verkfaUsverðir í Grundar-
firði í gærmorgun þegar landað
var úr Páli Pálssyni ÍS, ísfisk-
togara þeirra Hnífsdælinga. í
átökunum fyrir norðan brákað-
ist kona úr röðum verkfalls-
varða en þó ekki alvarlega.
Óformlegum sáttaviðræðum í
Karphúsinu lauk í fyrrakvöld án
sýnilegs árangurs. í gær bólaði
hvorki á sátta- né miðlunartil-
lögu í deilunni, enda telur stóra-
samninganefnd Alþýðusam-
bands Vestfjarða engan grund-
völl fyrir slflcu á meðan atvinnu-
rekendur ástunda verkfallsbrot.
í orðsendingu nefndarinnar
til ríkissáttasemjara í gær er
lýst yfir fullu trausti á embætti
hans. Hins vegar gagnrýnir
nefndin forsætisráðherra harð-
lega fyrir „ógætilegar glósur" í
garð verkfallsmanna. Jafnframt
er ráðherra gagnrýndur fyrir
að taka afstöðu með atvinnu-
rekendum „um leið og hann gaf
uppáskrift að lausn deilunnar"
með því að ýja að miðlunartil-
lögu.
-grh
Félagsmálaráðherra
Utlendingar í um
2000 störfum
Félagsmálaráðherra, Páll
Pétursson, segir að um 2000
útlendingar séu um þessar
mundir að störfum á íslandi og
hafa sennilega sjaldan eða
aldrei verið fleiri. í umræðu um
atvinnuleysistölur bendir ráð-
herra á að svo virðist sem
vinnukrafta skorti um allt land.
í dag er evrópskur baráttu-
dagur gegn atvinnuleysi og hafa
verkalýðshreyfingar myndað
samstöðu innan Evrópu með
einni kröfu: Að baráttan gegn
atvinnuleysi verði eitt af megin-
markmiðum ríkisstjórna álf-
unnar. Sigríður Kristjánsdóttir,
framkvæmdastjóri Miðstöðvar
fólks í atvinnuleit, segir stjórn-
völd ekki hafa uppfyllt fyrirheit
um að minnka atvinnuleysis-
vandamálið. Fráleitt sé að at-
vinnulausir nenni ekki að vinna
og þurfi stórátak til að koma til
móts við vanda þeirra.     BÞ
Sjá bls. 9.
nna
fvrir al(a
^™^               ¦•••*'.
/ÉL
,i i ¦¦&»-,¦¦-
WILO
\
Perfectao
BORGARTUfJrTr?°SlMI 562
Neysluvntnsda»lur
SINDRI i
!On
-sterkur í verki
7222 • BREFASIMI 562 1024

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12