Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1982, Blaðsíða 1
Við erum tilbúnir með efnahagspakkann — segir Steingrímur Hermannsson. Bara beðið eftir sjómannasamningunum „Það er að síga á seinni hlutann. Við erum tilbúnir og fiskvinnslan er tilbúin. Nú er beðið eftir sjómannasamningunum en pakkinn er sem sagt að öðru leyti tilbúinn,” sagði Steingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra í viðreeðum við DV i morgun um fiskverð og skyld úrlausnarefni. Var mikið fundað um helgina? „Já, fulltrúar útgerðar og sjómanna voru á fundum fram á síðustu nótt og byrja nú aftur klukkan 10. Yfirnefnd verðlagsráðs bíður eftir sjómanna- samningunum. Ég hélt fund með full- trúum fiskvinnslunnar og þá voru fundir efnahagsmálanefndar ríkis- stjórnarinnar og ráðherranefndar um' efnahagsmál bæði í fyrradag og í gær. í dag verða ýmis mál eftir þá fundi tíl meðferðar hjá embættis- mönnum og í fyrramálið ætla þessar tvær nefndir að koma saman aftur.” Hvaða efnahagstillögur sam- þykktuð þið framsóknarmenn á föstudaginn? „Pær voru nú ætlaðar efnahagsmálanefndinni og ráðherra- nefndinni og það er ekki meiningin að deila um þær í fjölmiðlum.” Lögðu Alþýðubandalagsmenn og Sjálfstæðismenn fram slíkar tillögur? „Já, þeir hafa gert það og það er góður hugur í mönnum um að ná fullri samstöðu. Þetta eru þau vinnu- brögð sem við teljum rétt.” Er alveg að greiðast úr hnútnum? ,,Ég er að vona það, jafnvel í dag eða á morgun.” Verður meira i pakkanum en sjó- mannasamningar, fiskverð og gengis- breyting? „Jafnvef , alla vega meira mjög fljótlega.” Er ennþá miðað við 16% fiskverðs- hækkun og 10% gengisfellingu? „Já.” HERB Gífurleg fagnaðarlæti voru eftir frumsýningu Islensku óperunnar á Sígaunabaróninum, fyrsta verkefni Jiinnar nýstofnuðu óperu. Söngvarar, dansarar og aðrir voru hylltir vel og lengi og sjást hér taka við heillaóskum óperugesta. „Sýningu Islensku óperunnar á Sígauna- baróninum er hœgt að afgreiða í einu orði — hún var frá- bœr”segir í umsögn Eyjólfs Melstedá bíaðsíðu 18. (D V-mynd Bjarnleifur) Banaslys á Keflavíkurveginum: Hálfbræður létust er brfreið valt Sá sviplegi atburður átti sér stað á Keflavikurveginum um klukkan 02.45 aðfaranótt sunnudags að tveir menn fórust í umferðarslysi er bíll sem þeir voru farþegar i lenti út af veginum þar sem hcitir Strandar- heiði. Bílnum, sem er amerískur, af Monza gerð, var ekið á nokkurri ferð í átt til Reykjavíkur og er talið að ökumaður hafi misst stjórn á honum meö fyrrgrcindum afleiðingum. Bíll- inn fór nokkrar veltur utan vegar áður en hann stöðvaðist fáeina metra frá veginum. Mjög mikil hálka var á veginum þegar slysið varð. Talið er að farþegarnir tveir sem í bílnum voru hafi látizt samstundis, en ökumaðurinn, scm er varnarliðs- maður, slasaðist mjög aivarlega og liggur nú á gjörgæzludeild Borgar- sjúkrahússins. Aö sögn lögreglunnar i Keflavík er ökumaður bifreiðar- innar grunaður um ölvun við akstur. Piltarnir tveir voru háifbræður, hétu þeir Hjálmar Hjálmarsson, fæddur 5. september 1962, til heimilis að Kirkjuvegi 34 Keflavík og Jón Óli Jónsson, fæddur 14. desember 1957, til heimilisað Kirkju- vcgi 28 Kefiavík. / -ELA/SER. Steindórsmenn aka ótrauðir áfram: Ráðuneytið grípur til aðgerða í dag „Ég hef ekki trú á að ráðuneytið grípi til frekari aðgerða, ef þeir vilja fara að lögum,” sagði Guðlaugur Fr. Sigmundsson, framkvæmdastjóri og stjórnarformaður bifreiðastöðvar- innar Steindórs, í samtali við DV i morgun. Hinir nýju eigendur láta engan bilbug á sér finna og aka áfram ótrauðir, þó ráðuneytið hafi fyrir- skipað þeim að hætta akstri klukkan 14 á laugardag og afturkallað at- vinnuleyfin. „Við getum óntögulega horft á þennan sprellikarlaleik áfrant,” sagði Brynjólfur Ingólfsson i sarn- gönguráðuneytinu. „Maður lifði i þeirri trú og vonaði í lengstu lög að þessir menn mundu ekki hundsa lög og reglur ráðuneytisins. Það er alveg Ijóst að eitthvað verður gert í dag,” sagði hann, en vildi ekki tjá sig frekar um hvað þaðyrði. -JB. Hvað verður um Sjallann? Verðursölum gleðinnar breytt ískrífstofur? — sjá bls. 1] Heimskauta- veturbeggja vegna Atlantshafsins — sjá erl. fréttir bls.8-9 Njarövíkvann Framíúrvals- deildmni — sjá íþróttir | bls. 19-23 Amarflugfór sex feröir meö vopn tilLíbýu — sjá bls. 41 „Semjum strax eða ekki” — sagði Kristján Ragnarsson um sjómanna- samningana „Við byrjuðum klukkan 14 I i gær og vorum að fram á [ nótt. Þessar viðræður við sjómenn eru annars eðlis en | við ætluðum okkur, aðrir hafa ekki verið að ræða um j sérkröfur nú en einhver j verður að taka af skarið,” sagði Kristján Ragnarsson, formaður LÍú, um sjó- mannasamningana þegar DV | hafði tal af honum í morgun. „Annað hvort tekur þetta stuttan tíma eða ekki verður | samið, við getum ekki fórnað löngunt tíma nú í samninga Sem eru eiginlega utan dag- skrár á vinnumarkaðnum eins og mál hafa gengið undan-1 farið,” sagði Kristján enn- fremur. Eftir öðrum heimildum hefur DV þær upplýsingar að J meðal þess sem rætt er um i j sjómannasamningunum séu einkum fleiri frídagar sjó- manna og kjarabætur til sjó- manna á stærri togurunum. Samningafundur hófst aft- ur klukkan 10 í morgun. -HERB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.