Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Blaðsíða 1
RITSTJÓRN SÍMI 6M11 • AUGLÝSINGAR OG AFGREIOSLA SÍMI 27022 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR 175. TBL. —72. og 8. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST1982. Morgum hefur sjalfsagt dottið í hug eldflaugar þegar þeir sáu þessa gríðar- legu hólka niðri við Sundahöfn í gœr. En hér er um að rœða tuma i salt- péturssýruverksmiðju sem verið er að byggja við Áburðarverksmiðjuna i Gufunesi. Tumarnir eru 3 metrar í þvermól og verða 35 metrá langir þegar þeir eru komnir saman. DV-mynd S. Aukin ásókn í íþróttakennaraskólann YFIR130 SÓTTU EN AÐEINS 50 KOMUST AÐ — f ramkvæmdir hafnar við nýtt íþróttahús „Þaö sóttu hér um inngöngu í vetur rúmlega 130 manns. Af þeim fjölda var einungis hægt aö taka inn 50 nemendur. Þetta er töluverö fjölgun á umsóknum frá því sem verið hefur undanfarin ár,” sagöi Ámi Guðmunds- son, skólastjóri Iþróttakennaraskóla Islands á Laugarvatni í samtali við DV. Kvaö hann þessa aukningu vera mjög hliöstæða því sem gerzt heföi á hinum Norðurlöndunum og víðar. Áhugi á íþróttum virtist stööugt fara vaxandi. Nám við Iþróttakennara- skólann tekur tvö ár og eru einungis teknir inn nemendur annaö hvert ár. Á Laugarvatni eru nú hafnar fram- kvæmdir viö byggingu nýs íþróttahúss. Er búiö aö skipta um jarðveg í grunni og verður byrjaö aö steypa sökkul fljótlega. Á húsiö að vera uppsteypt 1. október á næsta ári. Mun nýja húsiö gerbreyta allri aöstööu skólans og einnig annarra menntastofnana á Laugarvatni en vegna húsnæöisvand- ræöa hefur ekki veriö unnt aö sinna í- þróttamennt þeirra allra semskyldi. „Við vonumst til aö geta fjölgaö nemendum meö tilkomu hins nýja húss,” sagöi Ámi en bætti við að þó væru enn óleyst vandræöi meö vistar- verur undir aukinn nemendafjölda. Allt heimavistarhúsnæöi væri fullnýtt ídag. Iþróttakennaraskólinn á Laugar- vatni veröur settur í fimmtugasta sinn 26. september næstkomandi. Viö skólann starfa fimm fastráðnir kennarar auk stundakennara. -JB. t ...... Nógur hvalur í sjónum og veiðin gengur vel — segirKrístján Loftsson hjá Hvalhf. „Þetta hefur gengið mjög vel. Veiðin er góð þrátt fyrir leiöindatíö á hluta vertíöarinnar og tafir í byrjun,” sagði Kristján Loftsson hjá Hval hf., í samtali við DV. Fjögur skip eru sem fyrr. aö veiðum út af Vestur- og Suövestur- landi. Búið er aö veiða 172 lang- reyðar og 2 sandreyðar. Kvótinn fyrir fyrmefndu tegundina er 194 stykki en af sandreyðinni má veiða 100, samkvæmt ákvörðun Alþjóða- hvalveiöiráðsins. Auk þess er heimilt að veiða 87 búrhvali. „Sandreyðurin lætur oft ekki sjá sig fyrr en seint í ágúst eða byrjun september svo það er ekki að marka þetta ennþá. Við látum aftur búr- hvalinn sitja á hakanum, því hann er ekki hægt að vinna samhliða hinum tegundunum, auk þess sem hann er verðminni,” sagöiKristján. „Það er nóg af hvalnum í sjónum og þetta er gott hráefni sem nú hefur veiðzt. Okkar reynsla bendir engan veginn til þess að hvalastofiiar fari minnkandi.”. Mér finnst engin á- stæða til annars en að ríkisstjómin mótmseli þessu hvalveiðibanni sem ákveöið var um daginn. Afurðimar nema um einu prósenti af út- flutningsverðmæti okkar og ég held við megum varla við því að missa þær tekjur. Auk þess er eins líklegt, ef farið verður aö friða hvalinn, að hann éti okkur út á gaddinn. Hann þarf nefnilega fæðu eins og aðrir og þaðmikiðafhenni.” Að sögn Kristjáns er kvótinn sem skammtaður er fyrir næsta ár enn minni. Með minni kvóta veröa umsvifin minni og þetta allt erfiðara.” Hvalvertíðin nú mun standa út september að öllum líkindum. Eru það í kringum 250 manns sem hafa vinnu í kringum veiðamar meðan á þeimstendur. -JB. Opmberri Grænlands- heimsókn lokiö — sjá baksíðu Búistviðþús- undumáþjóö- hátíðíEyjum — sjá baksíðu Sovétmenn krefjastyopna- bannsáísraet — sjá erl. f réttir bls.8-9 Félagbóka- safnsvarða mótmælir ráðn- inguístöðu yfirbókavarðar — sjá bls. 2 Enginieyfií nafniSteindórs — sjá bls. 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.