Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 18.08.1982, Blaðsíða 1
Staöurínn þar sem græni Benzinn< fannst. Lik stúlkunnar var i farangurs- geymslunni. A þvi voru fjögur skotsár. Á litlu myndinni uppi til vinstri sjást leitarmenn vera að koma ofan af Svinafellsjökli skömmu eftir að maöurínn fannst i morgun. Niöri i horninu sést sæluhúsið á Skeiðarársandi, þar sem ráðizt var á frönsku stúlkurnar. DV-myndir: Einar Ólason, Þórír Guðmundsson og Kristján Már Unnarsson. Meintur árásarmaður fannst heill á húfi skýrsla verður tekin afmanninum oghann síðan fluttur til Reykjavíkurí dag Maðurinn, sem lögreglan hefur leitaö aö í allan gærdag og í nótt vegna morðmálsins í öræfasveit, fannst klukkan hálftíu í morgun. Fannst hann í fylgsni, vopnaður riffli og haglabyssu, skammt frá þeim stað sem sporhundur hafði rakið slóð hans. Að sögn Þóris Oddssonar, vara- rannsóknarlögreglustjóra, verður skýrsla tekin af manninum fyrir austan og hann síðan fluttur til Reykjavíkur. Sagðist Þórir ekki vita til annars en aö maðurinn sé sá, sem leitað hefur verið að, það er Grétar Siguröur Arnason. Leit aö árásarmanninum í öræfasveit beindist aðallega að keilulaga gíg í Svínafellsjökli, einum af skriðjöklum öræfajökuls. Er gígurinn talinn 50 til 100 metra djúpur. Sporhundur rakti i gær slóö mannsins fram á brún gígsins. Annarsporhundur rakti einnig slóð mannsins að sama stað í nótt. Sá hundur fann hins vegar nýja slóð í morgun. Atburðarrásin er talin í grófum dráttum þessi: Maður, búsettur í öræfasveit, á leiö heim til sin frá Höfn í Hornafirði, tekur upp tvær franskar stúlkur í bíl sinn fyrir utan Höfn. Ekur þeim í sæluhús á Skeiöarársandi. Þangaö er komið umáttaleytiö um kvöldið. Maðurinn kemur aftur um ellefu- leytið um kvöldið og ætlar að neyða stúlkurnar til að koma meö sér. Það endar með því að hann ræðst á þær og nemur aðra stúlkuna á brott meðsér. Mannræninginn mætir flutninga- bíl á Skeiðarársandi. Virðist sem gísl hans hafi þá hent sér úr bíl árásarmannsins. Flutningabíl- stjórinn áttaði sig hins vegar ekki á því sem í raun var að gerast og trúöi frásögn mannræningjans um aö þama hefði orðið bílslys. Þegar flutningabílstjórinn er farinn eftir hjálp, ekur maðurinn með stúlkuna upp að rótum Svínafellsjökuls. Þar finnst billinn um morguninn og lík stúlkunnar í farangursgeymslunni. Fjögur skotsár voru á baki líksins. Hin stúlkan er komin á sjúkrahús í Reykjavík. -KMU/GB/GSG. sjánánarábls.2-3 LOGREGLAN HAFÐIAÐUR TEKID BYSSU AF HONUM enda þotti hann of beldishneigður og hafði í hótunum um að nota byssuna taka af honum byssu. Mun það hafa verið gert af öryggisástæðum enda þótti maðurinn ofbeldishneigður og hafði haft í hótunum um að nota byssuna. Maðurinn hefur einnig komið við sögu lögreglunnar vegna Borgarspitalanum heitir Marie Luce Bahuaud, 29 ára gömul. Þær bjuggu í úthverfi Parisar. Grétar Sigurður fluttist til Akur- eyrar frá Vestfjöröum. Fyrir norðan þótti lögreglu ástæða til að avisanamisferlis og víxilsvika. Vegna fjármálamisferlis hrökklað- ist hann frá Akureyri og hélt til Danmerkur. Þaðan fiutti hann í öræfasveitina. -KMU. Maðurinn, sem leitað var að í öræfajökli, heitir Grétar Sigurður Ámason. Hann er fertugur aö aldri og hefur síðastliðin tvö ár búið aö Hofi í öræf um. Hann er ættaður f rá Þingeyri við Dýrafjörð en flutti þaðan fyrir mörgum ámm. Frönsku stúikurnar komu til islands í lok maí og hafa ferðazt um landið. Sú látna var 21 árs gömul og hét Yvette Marie Bahuaud. Sú sem liggur slösuð á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.