Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 225. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DAGBLAÐID — VISIR
225. TBL. — 72. og 8. ARG. — MANUDAGUR 4. OKTOBER 1982.
Húsfélagsformaður kærður
fyrir að hafa sölsað und-
ir sig íbúð husfélagsins
— sjábfs.2
FlugleiðaauglýsingvekurumtalíSvíþjóð:
Eru ísíenskar
stúlkur „f úsar
og fallegar?"
—rangfærslur, segír fulltrui flugfélagsíns
— sjánánarábls.5
„Sjálfri finnst mér ósköp ósmekk-
legt aö „selja" grunlausar íslenskar
stúlkur sænskum körlum eins og
Reykjavík sé ný Bankok."
Svo segir sænskur blaöamaöur í
grein í útbreiddasta blaöi Svíþjóðar á
laugardag. Blaöamaöurinn, kona aö
nafni Gisela Fridén, fór í helgarreisu
með Flugleiðum til Reykjavíkur og
skrifaði grein í framhaldi af þeirri
reynslu sinni. Greinin er mjög neikvæð
fyrir Flugleiðir og Island.
„Það kemur mér á óvart að konan
skuli rangfæra svona mikið," sagði
Hans Indriðason, forstöðumaður
norðursvæðis Flugleiða, umgreinina.
„Bæklingurinn sem við gefum út er
mjög smekklegur og vel úr garði
gerður. I honum er veriö að reyna að
benda á hið fjölbreytta skemmtanalíf
sem hér er og er á heimsmælikvarða,
aðminuáliti.
Rangfærslur um Lækjarbrekku eru
að sjálfsögðu mjög óréttlátar því við
vitum hvernig veitingastaður það er,
mjög smekklegur og frambærilegur.
Og að sjálfsögðu sjá allir rangfærslur
um bensínverðið. Þannig að frúin
hefur haft allt á hornum sér frá því
hún kom og þar til hún f ór.
Nu bör jar
detroliga i Reykjavik
aHK^'.':í
Spassky kominn aftur
Boris Spassky, fyrrum heims-
meistari í skák, tefldi i gær fjöltefli
við 26 manna sveit sem að mestu var
skipuð starfsmönnum ríkisbank-
anna. Spassky vann 14 skákir, gerði
8 jafntefli en tapaði 4 skákum fyrir
þeim Birni Þorsteinssyni, Gunnari
Gunnarssyni, Jóhanni Erni Sigur-
jónssyni og Hilmari Karlssyni. Til-
efni komu Spasskys til landsins er
einvígi hans og Friðriks Olafssonar
sem hefjast mun siðdegis i. dag.
Tefldar verða f jórar skákir en úrslit-
in verða ekki kunngerð fyrr en í
fyrsta tölublaði tímaritsins Storðar,
sem koma mun út í byrjun næsta árs.
ÖEFDV-myndGVA
Forsíða Flugleiðabæklingsins
umdeilda.
Við höfum látið kanna hvers konar
fólk hefur látið bóka sig í þessar f erðir.
Það er mest hjónafólk á aldrinum 35 til
45. Það sýnir að hinn venjulegi Svíi
skilur auglýsingaherferð okkar á þann
hátt sem meint er og sett fram," sagði
Hanslndriðason.
-KMU.
Siglfirðingar reikna
með áf ramhaldandi
uppsögnum
„Menn reikna með áframhaldandi
uppsögnum af hálfu Síldarverk-
smiðjanna," sagði heimildarmaður
DV á Siglufirði í morgun. „Það er sí-
fellt að færast á ógæfuhliðina hjá
þessu fyrirtæki, sem flestum finnst
þó að hafi skyldum að gegna við
þennan bæ. önnur fyrirtæki gera lít-
ið að þvi að segja upp fólki og fara
yfirleitt þá leiðina að færa fólk í létt-
ari störf. Menn skilja heldur ekki í
þvi að mikill fjárskortur sé, það sést
að minnsta kosti ekki á öðrum fram-
kvæmdum á vegum félagsins."
Ekki hef ur heyrst um neinar nýjar
aðgerðir af hálf u Verkalýðsfélagsins
Vöku og bæjarstjórn Siglufjarðar
hefur ekki látið málið til sin taka.
-JBH

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48