Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 25.10.1982, Blaðsíða 1
Pólverjamir famir heim? Leitum þeirra ekki, segir framkvæmda- stjóri Rauða krossins „Við höfum ekkert frétt af pólsku hjónunum og það er ekki verið aö leita að fólkinu af okkar hálfu,” sagði Jón Ásgeirsson, framkvæmda- stjóri Rauöa krossins. Hann sagöi ennfremur að hér á Islandi hefði eng- inn spurt eftir pólsku hjónunum; en þau komu hingað til lands í hópi pólskra flóttamanna í maí síðastliðn- um. Hjónin unnu á Akureyri en héldu til Luxemborgar í byrjun september og áttu bókað far til baka til Islands. „Fólkið er sjálfrátt gerða sinna,” sagði Jón, „og viö búumst fastlega við aö þaö hafi snúið aftur heim til Póllands. Ríkisstjórnin veitti leyfi til að flóttamennirnir kæmu hingað og bað Rauöa krossinn að annast mót- töku þeirra. Að ööru leyti eru flótta- mennirnir ekki hér á okkar vegum.” Jón sagði að víetnömsku flótta- mennirnir, sem héðan fóru til Kanada, hefðu ekki komið til baka og vegnaði þeim velvestra. -SKJ vann einvfgið viðArnór íslenskulands- liðsmennimir á bamaheimili — sjá átta síðna blaðauka um íþróttir Ekið var á gamla konu á Reykjanesbraut við gatnamót Á/fabakka á föstudaginn. DV-mynd: S. Dauðaslys á Reykjanesbraut Dauðaslys varð í umferðinni á Reykjanesbraut við Álfabakka um hálf sex leytið á föstudaginn. Eldri kona hugðist ganga yfir Reykjanesbrautina við gatnamótin við Álfabakka en varð fyrir Toyota bíl sem ók í norðurátt. Gamla konan var látin er komiö var meö hana á slysa- deild. Mikil umferð gangandi vegfarenda er á þessum stað á Rey kjanesbrautinni og mikill umferðarþungi og hraði. Er CS BRUGGE VILL KAUPA RAGNAR Frá Kristjáni Bernburg — frétta- manni DV í Belgíu: — Ragnar Mar- geirsson, landsliðsmiðherji í knatt- spyrnu frá Keflavík — kom, sá og sigraði í leik með varaliöi CS Brugge á laugardaginn. Ragnar var óstöðv- andi í leiknum og skoraði öll þrjú mörk CS Brugge, sem bar sigur úr býtum, 3—1. „Ragnar hefur staöið sig mjög vel hjá okkur og hann er leikmaður- inn sem okkur hefur vantað — til aö skora mörk,” sagði Hans Grijzen- hout, þjálfari CS Brugge, í viðtölum hér í blöðum í morgun. Grijzenhout sagði að næsta skrefið hjá félaginu væri að senda mann til Islands til viðræðna við forráðamenn IBK í Keflavík til að semja um kaup á Ragnari. Eins og DV hefur sagt frá þá er Glasgow Rangers einnig á höttunum eftir Ragnari og vill félagið fá hann til Skotlands. Ragnar hefur þó meiri áhuga á að leika knattspymu í Belgíu og má nú fastlega reikna með aö hann gerist atvinnumaður með CS Brugge. Ragnar hefur áður leikið í Belgíu. Hann lék með AA Gent fyrr á árinu. KB/-SOS því erfitt fyrir gangandi vegfarendur að komast leiðar sinnar. Konan sem lést hét Jenný Jóhannes- dóttir og var 74 ára gömul. ás. Harður árekstur á Kringlu- mýrarbraut Mjög harður árekstur varð á gatna- mótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegs um hádegisbilið á laugar- dag er Austin Mini og Toyota skullu saman. Ökumaður Austin-bíisins var fluttur á slysadeild, en ekki er vitaðná- kvæmlega hve meiðsli hans eru alvar- Jeg. Báðir bílarnir skemmdust mikið. -JGH. Þvotturínn svartur afolíusóti — sjá lesendur bls. 16 og 17 Sandkom fráAkureyri -sjábls.43 Ferðirtil fjaríægralanda — sjá neytendur bls.6og7 DAGBLAÐIÐ —VISIR 243.TBL. —72. og 8. ARG. — MANUDAGUR 25. OKTOBER 1982.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.