Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 71. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DAGBLAÐIÐ — VISIR
71. TBL. — 73. og 9. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 25. MARS 1983.
Engin skyndisókn
fyrir kosningar
— „ímesta lagi einhverjar flugeldasýningar"
Skyndisókn gegn verðbólgunni
með 10% niöurfærslu launa, niður-
færslu verðlags og gengishækkun
verður ekki hafin fyrir kosningar.
Þetta hraðaupphlaup er úr sögunni
sem slíkt í bili. „Það verða í mesta
lagi einhverjar flugeklasýningar,"
sagði einn af ráðgjöfum rikis-
stjórnarinnar um aðgerðir í efna-
hagsmálum fyrir kosningarnar.
Gunnar Thoroddsen forsætisráð-
herra kvað „unnið af fullum krafti að
athugunum á þeim úrræðum sem til
greina koma." „Það er ómögulegt að
segjatilum niðurstöðurnar," sagði
Gunnar og vildi ekki ræða málið
frekar.
Aðrir ráðherrar úr Sjálfstæðis-
flokknum eru í framboöi fyrir flokk-
inn og augljóst að þeir geta ekki
staðið að stefnumótandi aðgerðum í
efnahagsmálum nú nema í fullu
samráði við flokkinn. En hann er
ekki með í ráðum um efnahags-
úrræðin.
Ráðherrar úr röðum alþýðubanda-
lags- og framsóknarmanna, sem DV
ræddi við, töldu af og frá að umtals-
veröar efnahagsaðgerðir kæmu til
fyrirkosningar.
Steingrímur Hermannsson sagði:
„Við höfum ekki komið okkur saman
um þessi mál hingað til eftir þriggja
ára tilraunir. Og það bendir ekkert
til þess að við náum saman nú í
skyndingu þegar við erum að hætta.
Tæknilega er útilokað að gera
nokkuð fyrir 1. apríl. Og svona
aðgerðir verður að binda við
mánaðamót. 1. maí verður umboð
okkar úr sögunni og ef til vill komin
ný ríkisstjórn."
Nokkrir ráðherranna hafa lýst því
að ríkisstjórnin eigi að segja af sér
strax eftir kosningar. Þótt hún kunni
að sitja sem starfsstjórn meöan
myndun annarrar stjórnar stendur
hefur hún ekki eftir afsögn heimild
til útgáf U bráðabir gðalaga.
Fram að kosningum er hins vegar
von á tilfæringum í einstaka máliun.
Þaðkalla þeirflugeldasýningar.
-HERB.
Skyggnir, jarðstöðin í Mosfelfssveit, hefur nú eignast félaga. Um er
að ræða stöð sem Póstur og sími er að reisa til að taka á móti sjón-
varpsmerkjum frá gervitungli. Þaueru send frá miðstóð ameríska
hersins i Los Angeles og eru ætluð hernum á Keflavíkurflugvelli.
Póstur og sími hefur gert fimm ára samning við yfirvöld á Kefla-
víkurflugvelli' umþessa þjónustu.
DV-mynd: Loftur
Nýttálvergæti
borgaðþrefalt
fyrirrafmagnið
-sjáfréttábls.5
Draumurinn
rætist
— sjá vinsældar-
listana á bls. 35
DVreiðubúiðí
upplagseftirlit
— sjáfréttábls.3
Verulegurhalli
fjóriaáriðíröð
— sjá frétt um
Flugleiðirá bis.2
Fulltrúum allra lista boðið til fundaríHáskólabíói
I tilefni komandi kosninga til
Aiþingis hefur Dagblaðið-Visir
ákveðið að efna til st jórnmálafundar
í Háskólabiói mánudagskvöldið 18.
april næstkomandL Þar munu
flokksformenn eða aðrir forystu-
menn þeirra lista sem bjóða fram
kynna helstu stefnumál framboða
sinna og svara fyrirspurnum f undar-
manna. Til þátttöku er boðið Aíþýðu-
flokki, Framsóknarflokki, Sjálf-
stæðisflokki,         Alþýðubandalagi,
Bandalagi jafnaöarmanna og
Kvennalista og tilnefnir hver listi
einn mann sem fulltrúa á fundinn.
Fundarstjóri     verður     Magnús
Bjarnfreösson fréttamaður, sem um
langt skeið hefur ritaö greinar um
stjórnmál í DV. Hefst fundurinn
klukkan 20.30 en fyrir fundinn mun
Lúðrasveit Reykjavíkur leika frá
klukkan 20.
Fyrirkomulag fundarins verður
þannig að talsmenn framboðslist-
anna halda framsöguræður, um tíu
mínútur að lengd, og er gert ráð f yrir
einni klukkustund i þennan dag-
skrárlið. Að því loknu ber fundar-
stjóri upp fyrirspurnir sem berast
skriflega frá fundarmönnum og tek-
ur þessi dagskráriiður 30—60 mín-
útur. Fundinum lýkur síðan með
stuttu ávarpi hvers framsögumanns
sem stendur allt að f imm mínútum.
Það er von blaðsins að þessi fundur
geti orðið til gagns fyrir kjósendur,
jafnframt því sem framboðslistarnir
fá gott tækifæri til að kynna sjónar-
mið sin þeim sem fundinn sitja og
hinum f jölmörgu lesendum blaðsins í
öllum kjördæmum landsins.
-PÁ.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40