Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						18
DV. FIMMTUDAGUR 21. JULl 1983.
DV. FIMMTUDAGUR 21. JULI1983.
19'
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íþróttir
íslandíEM
unglinga
íborðfennis
Evrópmnót unglinga i borðtennis hefst á morgun
og stcndur til 31. julí, i Malmö. Islendingar munn
taka þátt i þessu mótl i fyrsta sinn og senda fimm
keppendur, tvær stttlkur og þrjá drengi. Þau eru,
Arna Kærnested, María Hraínsdóttir, Bergur
Konráösson, Sigurbjörn Bragason og Trausti
Kristjánsson. ÞJoðlrnar nafa verið dregnar i riðla
og keppa tslendingar við eftírtaldar þjóðir, í
stúlknaflokki: England, V-Þýskaland, Luxemburg
og Frakkland. Drengirnir viö: Svfþjóð, Danmörk,
SkotlandogSviss.
Landskeppnin fer fram dagana 22/7—28/7, og að
loknu eins dags frii hefst einstakllngskeppnin en þar
er keppt i einliðaleik, tvíliöaleik og tvenndarkeppni.
Þar mun Arna keppa við Heckwoif frá V-Þýska-
landi, Maria situr hjá i fyrstu umferð. Sigurbiörn
keppir við Sgouropouios frá Grikklandi, Bergur
situr hjá í fyrstu umferð. t tvíliöaleik keppa þaer
Arna og Maria við Krauskopf og Lang f rá Austur-
riki, og Bergur og Sigurbjörn við þá Manneschi og
Borgetto frá ttaliu. t tvenndarkeppni keppa Bergur
og Arna við Madesis og Zerdila frá Grikklandl og
Maria og Sigurbjörn við þau Hovden og Rasmussen
frá Noregi. Auk unglinganna fara þeir Björgvin
Hólm Jóhannesson landsliðsþjálfari og Gunnar
Jóhannsson sem f ararstjórl en hann mun jafnframt
sitja þing Evrópusambandslns.
Gerry Francis
tekur við Exeter
Gerry Francis, fyrrum fyrirliði enska landsliðs-
ins i knattspyrnu, gerðlst i gær framkvæmdastj6rl
hjá 3. deildarliðinu Exeter. Hann mun einnig leika
með þvi. Francis er 31 ára og var frábœr leik-
kmaður með QPR hér á arum áður og varð korn-
ungur fyrirliði landsliðsins. Talinn mikfil f ramtiðar-
maður en hann meiddist illa og hefti það mjög f eril
hans.
Francis hefur að undanf örau leikiö með Coventry
og er einn af f jölmörgum leikmönnum liðsins sem
farið hafa frá Coventry að undanförnu. Þar mé
nefna Danny Thomas (Tottenham), Gary Gillespie
(Liverpool), Mark Hateley (Portsmouth), Gerry
Daly (Leicester) og Garry Thompson (WBA).
Francis gerði samning til tveggja ára hjá Exeter en
það munaði aðeins einu stigi í vor að liðið f élli nlður i
4.deild.                           hsim.
Guðmundur Blikamarkvörður slser knöttlnn frá marki eftir hornspyrnu, rétt aður en Gunnar Gunnarsson náði að skaila.
DV-myndS.
Glæsimark Sigurðar kom
lr Frakkar eru nú fyrstir  Tour de                  WÉm ¦ I ll UI ¦ wÆ III    I    WÆI I fMi %M. I I M I  %9 I I  li
Tveir Frakkar eru nú ryrstir í Tour de France,
hjóh-eiðakeppninni frægu. Fyrstur er Laurent
Fignon sem h jölað hefur á 90 klst. 16 min. og 32 sek.
Jean-Rene Bernaudeau annar, 3.31 min á eftir og
þriðji er Peter Wmnen, Hollandi, 3.31 mín., á eftir
fyrstamanni.
trinn Sean KeUy er í áttunda sæti, 10.20 min. á
eflir Fignon en Daninn Ktm Andersen, sem hafði
fonutu í keppninnl i sex daga, er nú ekki meðal
tuttugu bestu.        ^^*
- Breiðablik sigraði Víking 1:0 í bikarkeppni KSÍ á Kópavogsvelli í gærkvöld
Frábært mark Sigurðar Grétars-
sonar tryggði Brelðabliki sæti í undan-
úrslitum bfkarkeppni KSt i gærkvöldi,
þegar Breiðabllk slgraði Viking 1-0 á
Kópavogsvelli. Sigurður fékk knöttinn
innan vftateigs eftir aukaspyrnu frá
mlðju, spyrnti hðrkufast á markið.
ögmundur Kristinsson varði snilidar-
lega, sl6 knöttinn en hann lenti í stöng-
inni og fyrir markið aftur. Þar var
Sigurður fyrir og í einvigi við Stefan
Halldðrsson var hann harðskeyttarl.
Skoraðl; hörkuskot. Knötturinn söng i
netínu. Það var á 50. minútu. Blikarnir
unnu sanngjarnan sigur. Fengu góð,
færi en ögmundur snjali i marki Vik-
ings. Heldur daufur leikur á þungum,
blautum vellinum. Vikingar ekki
minna með boltann en sköpuðu sér
varla teljandi f æri i lciknum.
Breiöablik lék undan snarpri austan-
golu í fyrri hálfleik. Léku sterkan
varnarleik þrátt fyrir það með þá
Sigurð og Hákon Gunnarsson eina
frammi. Alltaf hættulegir i skyndl-
sóknum. Víkingar voru meira með
boltann f raman af. Léku oft vel upp að
vitateignum en siðan var það búið.
Þeir voru án tveggja sinna sterkustu
leikmanna, Omars Torfasonar og
Þorðar Marelssonar. Snemma munaði
litlu aö Víkingur skoraði eftir aö
Guðmundur markvörður Ásgeirsson
hafði misst knöttinn eftir fast skot
Heiinis Karlssonar úr aukaspymu. Jón
Gunnar Bergs var aöeins fljótari en
Gunnar Gunnarsson.
Hinum megin varði Ogmundur frá
Hákoni og Sigurði og sló snilldarlega
yfir sendingu frá eigin félaga, þegar
knötturinn spýttist skyndilega efst í
markhornið.  Þá  komst  Sigurjón
Kristjánsson í opið færi en Ogmundur
varði snilldarlega með fætinum. Undir
lok hálfleiksins voru þrír Blikar bókað-
ir é sömu mínútunni fyrir grófan leik,
þeir Benedikt Guðmundsson, Sigurður
og Sigurjón og var Sigurður heppinn aö
fá ekki rauða sp jaldið.
Sigurður skoraði svo sigurmarkiö á
50. min. Rétt á eftir fékk Trausti
Omarsson f æri en spyrnti framhjá Vík-
ingsmarkinu. Eftir það var leikurinn
heldur daufur lengi. Þ6 munaði litlu að
Jóhann Þorvarðarson jafnaði með
langskoti en Guömundur varöi á síð-
ustu stundu í horn. Magnús Þorvalds-
son var bókaður og skömmu siðar
skipt út af fyrir sóknarmann. Vikingar
tóku áhættu, lögðu allt í að reyna að
jafna. Benedikt bjargaði á marklínu
Breiðabliks skalla frá Andra Magnús-
syni og á siðustu min. fékk Sigurjón
knöttinn, fremstur við miölínu. Lék
einn í átt að Víkingsmarkinu.
Ogmundur kom út á móti honum en
Sigurjón spyrnti framhjá markinu.
Breiðablik er p."' komið i undanúrslit
ásamt bikanneisturum Akraness en
ekki er útséð um hver hin tvö liðin
verða. Siguröur var besti maður Blik-
anna i gær. Alltaf hætta þegar hann
fékk knöttinn og í vöminni voru þeir
Olafur Björnsson og Jón Gunnar
sterkir. Guðmundur heppinn aö fá ekki
á sig mark þvi hann missti knöttinn
nokkrum sinnum klaufalega. Hjá Vik-
ingi var Ogmundur bestur. Stefán, sem
lék með að nýju, traustur sem mið-
vörður, Jöhann og Gunnar sterkir ab
venju. Sóknarleikurínn broddlaus.
Þorvarður Björnsson dæmdi og var
ekki vinsæll hjé heimamönnum. Ahorf-
endur637.                -lisím.
ÍBK tókst ekki að hef na
tapsins frá úrslitaleiknum
— bikarmeistarar Akraness sigruðu Kef lavík 3:1 í bikarkeppninni í gær
Svetobjlni  Hikounoo
Keflavik.
var
i
Frá Magnúsl Gislasyni — frétta-
manni DV á Suðurnesjum.
Svelnbjörn Hákonarson var sannar-
lega hetja þeirra Skagamanna sem
slógu Keflvíkinga út úr bfkarkeppninni
i Keflavík i gærkvöldi með þremur
mðrkum gegn einu, eftír að staðan
hafði verið jöfn í hálfleik 1—1. Svein-
björn skoraði tvö mörk og áttí allan
heiðurinn af því þriðja.
Leikurinn var spilaður við erfiðar
aðstæður, völlurinn blautur og f lugháll
i rigningarsuddanum. Þetta var mikill
baráttuleikur, barist frá upphafi til
enda og sterkara liðið sigraði. -
Keflvfkingar byrjuðu leikinn mjög
vel og flest sem liðið reyndi í byrjun
gekk upp. Strax á 2. mín. skoraði
Björgvin Björgvinsson gott mark með
skalla af markteig eftir mjög goða
sendingu frá Einari Asbirni Olafssyni.
Nokkrum mínútum siðar fléttaði Oli
Þór Magnusson sig skemmtilega i
gegnum Skagavörnina og lék á mark-
vörðinn, Bjama Sigurðsson, en ein-
hvera veginn tókst honum ekki aö
senda knöttinn að marki, fyrr en vara-
armenn Skagamanna voru kornnir á
marklinuna og spyrntu knettinum frá
marki í þrígang, og í fjórða sinn björg-
uðu þeir skalla fré Björgvin. Sókn
heimamanna hélt áfram og ógnuðu
þeir hvað eftir annað að marki Skaga-
manna, sem sáu að við svo búið mátti
ekki standa. Um miðjan hálfleikinn
breyttu þeir um leikaðferð, reyndu tið-
ar stöðuskiptingar í framlínunni, meö
þeim árangrí að hægri útherjinn,
Sveinbjörn, sem allt i einu var kominn
á vinstri vænginn í eyðu, skaut firna-
fðstu skáskoti sem fór af höfði eins
vamarmanna Kef lvíkinga og i markið.
Fram að hálfleik áttu Skagamenn tvö
önnur góð tækifæri. Aroi Sveinsson,
sem nú var kominn á miðiuna, fékk
sendingu inn á vitateigslinu og skaut
viðstöðulaust hörkuskoti rétt yfir þver-
slá.
Akumesingar hófu seinni hálfleikinn
af svipuðum krafti og Keflvfkingar
þann fyrri. A 47. min. skoraði Svein-
björn og néði forystu fyrir Skagamenn
eftir hroðaleg varnarmistök Keflvfk-
inga. Sveinbjörn fékk boltann inn f teig
og renndi honum framhjá Þorsteini.
Þar með höfðu Skagamenn náð algjör-
um undirtökum í leiknum og náðu oft
góðum samleik á sama tíma og Kefl-
víkingar gerðu sig seka um herfileg
mistök, ekki heil brú i leik liösins. A 65.
mín. sækja Skagamenn fram miöjuna
og renna knettinum út til hægri þar
sem Sveinbjöm er enn óvaldaður,
hann fór nokkur skref inn á teiginn,
ÍBV-KRÍkvöld
Leikl KR og Vestmannaeytnga, sem
fram átti að fara i gærkvöldi, varð að
fresta, þar sem ekki var flugveður frá
Vestmannaeyjum, Leikurinn hefur
verið settur á í kvöld og á að hefjast kl.
19.30.                     -AA.
Kvc nnaliðið f rá
Baudaríkjunum
kemurídag
t dag, 21. júlí, kemur hingað tíl lands á vegum
UBK kvennalið i knattspyrnu fré Miaml i Banda-
ríkjunum. t hðpnum eru 19 stúlkur. Þær munu hafa
viðdvöl hér fram á sunnudag og lelka við kvennalið
Breiðabliks i Kópavogi klukkan 17.30. á föstudag á
Kðpavogsvelli. A laugardag mun bandaríska llðið
halda á Skaga og keppa við kvennalið heimamanna.
Það er Daniel E. Frercks frá Interaational Sport
Exchanges sem hefur sklpulagt ferð stúlknanna frá
Mlami, en héðan halda þær tíl Danmerkur þar sem
þær taka þátt i Dana Cup.
Evrópumeistaramótið í bridge:
Tannpínan kostaði Italina tvo sektarpunkta
Frönsku spHararnir virðast alveg
óstöðvandi á Evrópumeistaramótinu i
bridge í Wiesbaden. t gær unnu þelr
Norðmenn f glæsilegum lelk, 20—0. Af
mörgum voru Norðmenn taldir helstu
mótherjar Frakka. ttalir voru sektaðir
um tvö stíg i leiknum við Ftnnland.
Einn spflaranna, Arthuro Franco, f ékk
tannpínu og gleymdi að biðja um leyft
þegar hann f 6r frá spilaboröinu tíl þess
að f á eitth vað við tannpinunni. Það var
engin miskunn hjá mótstjórninni, sekt.
Heimamenn, Þ]6ðver]ar, hafa komið
mjög á óvart og unnu ísrael stórt og
Póiverjar hlutu öll stígin gegn tslandi
ogeruiððrusætí.
Urslit i sjöttu og sjöundu umferðinni
urðuþessi:
6. umferð
Rumenía—Sviss            18— 2
Holland-Bretland          14- 6
Libanon—Ungverjaland      20— 0
Tyrkland-Finnland         10-10
Belgía—Austurríki
Italía—Noregur
Svíþjóð—Luxemborg
Frakkland—Israel
Danmörk—Portúgal
Pólland—Júgóslavía
Island—Irland
Þýskaland—Spánn
7. umferð
Rúmenia—Bretland
Líbanon—Sviss
17-	3
12-	8
20-0	
15-	5
17-	3
19-	1
14-6	
20—1	
13-	7
17-	3
Holland—Tyrkland
Ungverjaland—Austurríki
Italía—Finnland
Belgia—Luxemborg
Frakkland—Noregur
Sviþjóð—Danmörk
Júgoslavía—Portúgal
Irland—Spánn
Pólland—Island
Þýskaland—Israel
Eftir þessar sjö umferðir er
20-2
11-9
16— 2
11- 9
20-0
20-0
11-9
17-3
20-0
20—1 staðan
þannig: 1. Frakkland 124 st. 2. Pólland
107,5 st. 3. Þýskaland 103 st. 4. Belgía
97,5 st. 5. Italia 97 st. 6. Líbanon 87 st. 7.
Noregur 86 st. 8. Holland 81,5 st. 9.
Rúmenia 73 st. 10. Ungverjaland 71,5
st. 11. Danmörk 70 st. 12. Israel 68 st.
13. Austurríki 68 st. 14. Irland 66 st. 15.
Svíþjóð 62 st. 16. Sviss 60,5 st. 17. Spánn
54,5 st. 18. Bretland 52 st. 19. Jugó-
slavía 48,5 st. 20. Luxemborg 40,5 st. 21.
Portúgal 39 st. 22. Finnland 35 st. 23.
Tyrkland 34,5 stig og 24. Island 22 stig.
Þorsteinn reyndi að stöðva hann með
úthlaupi en Sveinbjörn gerði sér lítið
fyrir og lék skemmtilega á hann og
lyfti svo knettinum i átt að marki og i
netinu lá hann.
Þrátt fyrir yfirburði Akurnesinga fór
það þó aldrei svo að Keflvíkingar ættu
ekki sin tækifærí. A 67. min. leiksins
komst Björgvin inn fyrir Skagavöm-
ina, lék á Bjaraa markvörð en í það fór
of mikill timi og Siguröur Lárusson
Skagamaður komst að marklinunni og
bjargaði. Síðan étti Ragnar Margeirs-
son gott skot sem sleikti marksúluna.
Þá var aftur komið að Skagamönnum
og tvivegis komst Sigþór Omarsson
einn inn fyrir Keflavíkurvörnina en
Þorsteinn sýndi snilli sína og varði f rá-
bærlega í bæði skiptin.
Skagaliöið var mjög gott í þessum
leik. Sveinbjöm var nattúrlega maður
leiksins en varaarmennirnir Sigurður
Lár. og Siguröur Halldórsson voru
einnig góðir, sérstaklega sterkir
skallamenn. Þá átti Arni góðan leik og
stjóraaði leik liösins vel.
Höfuðverkur Keflavfkurliðsins í
þessum leik og þé sérstaklega í s.h.
var hversu seint menn skiluðu boltan-
um f ré sér og við það náðu Skagamenn
. að stöðva allt spil. Það var helst eftir
að Ingvarí Guðmundssyni var skipt inn
á seint i síðari hálfleiknum að aðeins
lifnaði yfir spili hjá liðinu. Þorsteinn
var langbesti maður liðsins i þessum
leik og Oskar Færseth var þokkalegur.
Keflv íkingum tókst þvi ekki að hefna
tapsins frá úrslitaleik bikarkeppninn-
ar i fyrra, þegar Akurnesingar sigruöu
þá2-l.
Þrir leikmenn voru bókaðir i þcssum
leik. Þaö voru frá Skagamönnum þeir
Hörður Jóhannesson og Sigþór en Oli
Þór frá Kcflavik. Ahorfendur voru
1079.
-emm/-AA.
Calvin Smith
stakk alla af
— Sigraði með giæsibrag í 100 m hlaupi
á stórmóti í Luxemborg ígærkvöld
Helmsmethaflnn í 100 m hlaupi,
Bandarikjamaðurinn Calvin Smith,
hreinlega stakk af heimsfræga hlaup-
ara á miklu frjálsiþróttamótl, sem háð
var í Luxemborg í gærkvöld. Hann
hljóp vegalengdina é 10,20 sek. M6t-
vlndur. Landi hans Ron Brown varð
annar á 10,37 sek. Þá ólympíumcistnr-
inn skoski, Ailan Wells, á 10,39 sek. og
spretthlauparinn snjalii fri Guyana,
James Gilkcs, f]6rði á 10,44 sek.
Mjög goður árangur náöist i mörg-
um greinum. Tvítugi Brasiliumaður-
inn Joachim Cruz tapaði nú loks í 800 m
hlaupi. James Robinson, USA, sigraði
á 1:44,32 min. Cruz annar á 1:45,00
min. og David Mack, USA, þriðji á
1:45,37 min. I B-riðli 800 m hlaupsins
varð David Gray, USA, fyrstur á
1:46,23 min.
Mike Boit, einn frægasta hlaupara
heims, með hörkugoðum endaspretti.
Hljóp á 3:57,74 mín. Boit annar á
3:57,83 min. og Marc Stevens, Belgíu,
þríðji á 3:57,98 mín. Annar Belgiu-
maður Acel Hagelsteens sigraði i 5000
m hlaupi á 13:44,03 mín. en Adrian
Royle, USA, varð annar á 13:46,66 min.
V
u
§ SUMARJAKKINN^
Calvtn Smtth, hetmsmethafl i 101 m
hlaupi.
Dietmar Mögenburg, V-ÞýskalandL
stökk 2,30 m i hástökki en ungi, sænski
strákurinn Patrick Sjöberg varö að
láta sér annað sætiö nægja ásamt Leo
Williams, USA. Báðir stukku 2,24 m.
ásamt Carlo Thaenhardt, V-Þýska-
landi. Ed Moses, USA, tók þátt í 400 m
grindahlaupinu og sigraði auövitað.
Hann er nú kominn með 78 sigra i röð.
Hljóp é 49,00. Hörð keppni þvi landl
hans David Patrick hljóp á 49,06 sek.
og David Lee, USA, á 49,61 sek.
Bandariski landsliösmaðurinn i
spjótkastinu, Rod Ewalika, sigraði i
spjótkastinu en kastaði ekki nema
81,64 m. Mike O Rourke, Nýja-Sjá-
landi, sá frægi spjótkastari var aðeins
með 77,04 m og varö annar.
I miluhlaupi geröi Svisslendingurinn
Peter Wirz sér lítiö fyrir og sigraði

Ibiza sumarjakkinn er ekki bara jakki heldur aöeins meira. Vindbéttur og
vatnsfráhrindandi líka, hentar vel fyrir íslenska veðráttu. Til f tveimur litum,
stærðir 16 tii XL.
Utsölustaðir:
Landið:
Reykjavik: Versl. Sparta; Boltamaðurinn;
Hummel sportbúðin; Bikarinn; Sportbúðin
Laugavegi 97; Útilif Glæsibæ.
Versl. Vik, Ólafsvik; Versl. Sig. Páima-
sonar, Hvammstanga; Versl. Tindastóll,
Sauðárkróki; Hliðarsport, Akureyri; Partn-
er, Húsavík; Versl. Ýlir, Dalvík; K.H.B.,
Seyðisfirði; Sportbœr, Selfossi; Kaupf.
Þór, Hellu; Akrasport, Akranesi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
18-19
18-19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36