Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1983, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.1983, Blaðsíða 1
FÆR EKKILEYFI TILINNFLUTNINGS — segir sjávarútvegsráöherra — íslenskt tilboð meira en 30 milljónum hærra en það erlenda „Viö yröum óhressir hér ef stjórn- in myndi fyrst og fremst ráðast á okkar flota,” sagði Gísli Konráðsson, framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyringa hf., er DV ræddi við hann. Útgerðarfélaginu hafa nú borist tilboð í smíðí skips sem kemur í stað Sólbaks. Alls bárust 19 tilboð. Hið lægsta var frá Japan upp á liðlega 126 milljónir króna. Síðan komu til- boð frá Spáni, Noregi og Þýskalandi. Slippstöðin var með 9. lægsta tilboðiö upp á 162 milljónir króna og Stálvík hf. meö tilboð upp á 167 milljónir. Sagði Gisli aö stjóm útgeröarfé- lagsins myndi sækja um leyfi til ríkisstjómarinnar til að fá að flytja innskip. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra sagði, er máliö var borið undir hann, að stjómin héfði sam- þykkt í fyrrasumar að ekki yrði veitt heimild til að flytja inn skip næstu tvö árin. Við þá samþykkt hefði verið staöíð, „og ég mun ekki leggja til að þessari stefnu verði breytt,” sagði ráðherra. „Við höfum lagt Sólbak, einu skipi af fimm,” sagði Gísli. „Ef þessari stefnu yrði haldið til streitu yrðum við fyrsta útgerðarfélagið í landinu sem yrði að fækka í sínum skipa- flota. Það er hugsanlega hægt að standa undir skipi sem kostar 126 milljónir, þótt það gangi ekki með skip sem kostar 162 milljónir. Það munar um 30—40 milljónir. -JSS. Þorvaldur í Síld og físki langhæstur — íslenskir aðalverktakar hæstir fyrirtækja með tvöfalt hærrí gjöld en SÍ8—sjá einnig bls. 2 Þorvaldur Guðmundsson í Síld og tæpar 2,2 milljónir króna. Þriðji varð fiski varð enn einu sinni skattakóngur Guðmundur Kristinsson múrara- Reykjavíkur. I ár hefur hann vemlega meistari með rétt innan við 2 milljónir yfirburði yfir aðra, greiðir alls um 4,5 . króna. milljónir króna. Næstur honum kemur Næstir í röðinni eru Ingólfur Guö- Gunnar B. Jensson húsasmlður með brandsson, forstjóri Útsýnar, Skúli Þorvaldsson, hótelstjóri á Holti (sonur Þorvaldar í Síld og f iski), Ivar Daníels- son lyfsali, Borgarapóteki, og Gunnar Snorrason kaupmaður, Hólagarði. Samband íslenskra samvinnufélaga er langhæst lögaöila í Reykjavík með 30,7 milljónir í heildargjöld. I öðru sæti er Reykjavíkurborg með 18,3 milljónir króna. I.B.M. er i þriðja sæti en síðan. koma Eimskip, Flugleiðir, Tónlistarfé- lagið, Hagkaup, Olíufélagið hf., Skelj- ungur hf. og Samvinnutryggingar. I.B.M. greiðir hæstan tekjuskatt, um 15 milljónir króna. Næsthæsti tekju- skattsgreiðandi er Hilda hf. með 5,8 milljónir króna. Skeljungur er í þriðja sæti og Sjóvá í f jórða. Heildarálagning í Reykjavík 1983 nemur rétt rúmlega þremur milljörð- um króna. Þar af greiöa einstaklingar 2,2 milljarða. Það vekur athygli að SlS greiðir ekki mest fyrirtækja á landinu heldur Is- lenskir aðalverktakar á Keflavíkur- flugvelli. Aöalverktakar greiða tvöfalt meira en SÍS. Sjá bls. 2. -KMU. Skattakóngur Rcykjavfkur 1883. Hann er nú metra ea tvöfalt harrl en næsti maður. Svona skiptast á skin og skúrir í veöurfarinu á landinu og horfur eru á j)ví sama. Veðurstofan spáir því að besta veðrið um verslunarmannahelgina verði á Suður- landi, það er víst að koma norðanátt sem byrjar að hafa áhrif á laugardaginn. Norðlendingar mega þá búast við sudda og fremur köldu. Á sunnudag er gert ráð fyrir lægð á Grænlandshafinu og fer þá líklega allt í sömu grámygluna á suð- vesturhorninu. Eina svarið er að leita uppi ljósu rendurnar og halda sig þar. DV-mynd: HJH/JBH.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.