Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.1983, Blaðsíða 8
f ppor W'r/'vi/- * m tr . -* » * ’ 8 DV. LAUGARDAGUR12. NÖVEMBER1983. HIMINN OG JÖRÐ II ÞEGAR FJALLIÐ HRUNDI — sagt frá einhverjum einkennilegustu náttúru- hamförum sem gerst hafa á íslandi, Steins- holtshlaupinu árið 1967 og afleiðingum þess Texti: Ari Trausti Guðmundsson Fjallifl sam hrundi. Fremst ar Stainsholtslón og sporflur Steinsholtsjökuls t.v. Fjœr er Innstihaus mefl hraunstálinu og hraunurðin vifl rœtur þess. Guflmundur Kjartansson tók Ijósmyndina 1. júli 1967. Kl. 13:48 þann 15. janúar 1967 heyrðu menn í Fljóts- hlíð háværar drunur utan af Markarfljótsaurum. Til að sjá virtist gos vera hafið í Eyja- Aðstæður við Steinsholts- jökul fyrir hlaupið Þannig háttaöi til viö Steinsholts- jökul, norðan í Eyjafjallajökli, aö brattur skriðjökullinn lá í sveig utan í háum móbergshömrum. Þeir girtu höfða mikinn (um 400 m háan) sem kallaður var Innstihaus, vestan við jökultunguna. Jökulskriðið gróf líklega geil neöanvert í hamrana þar sem ísinn nuddaöist þétt utan í þá. Jarðlagaþunginn varð til þess að sprungur tóku að opnast framarlega í höfðanum er tímar liöu. Neöan jökulsins hafði til orðið lón við jökulhörfunina síöustu áratugi fyrir 1967. Flatarmál þess var 0,2 ferkm og dýpið a.m.k. 10 metrar. Ur því rann og rennur reyndar enn lítil jökulá eftir sléttu, malarbornu dalverpi milli Eyjafjallajökuls og dálítils móbergs- hryggjar. Krosssprunginn jökullinn endaði brattur frammi í lóninu. Meðan jökullinn hopaði, þynntist hann líka, — má vel vera að ís hafi þá hætt að fylla upp í gröfnu geilina í hömrunum og studdi ekki lengur undir bergfylluna. Því fór svo að lokum aö fjallið hrundi, í asahláku, að undan- gengnum jaröskjálftum í Mýrdals- jökli. Gusthlaup Nú skal reynt að lýsa náttúruham- förunum þennan þungbúna janúardag. Fyrst hrundu um 15 milljónir rúm- metra bergs niður á jökulinn fyrir neðan, — yfir 35 milljarðar tonna! Fall hnullunga úr efstu brúnum Innsta- fjallajökli. Jarðskjálftamælir á Kirkjubæjarklaustri sýndi útslag og mikill brúnn reykj- armökkur steig til himins austanvert við Gígjökul. hauss tók um 9 sekúndur. Skriðan gróf sig með heljarafli niður í ísinn, stór björg byltust og brotnuðu og áöur- greindur mökkur gaus upp. Mikið af lofti þrýstist saman inni í skriðunni. Isabröt bættust í skriöuna; milljónir tonna. Verulegt vatn varð líka tU við bráðnuníss. Þegar fallandi grjót lenti á jökulísn- um varð tU varmi. MeirUiluti skriðunnar varð eftir á jöklinum, 2—10 metra þykkt lag, en afgangurinn rudd- ist niður í lónið, þannig aö nú var til orðið hlaup úr vatnsúða, þrýstilofti, grjóti og ís, um 5 km breitt af þeirri gerð sem nefnt hefur verið gusthlaup vegna mikils þrýstUoftshluta. Loftið losnaði tUtölulega fljótt úr æðandi hlaupinu, þó ekki fýrr en hlauptungur höfðu náð yfir í Stakk- holtsgjá og hátt upp á móbergs- hrygginn sem afmarkar dalverpi Steinsholtsárinnar tíl norðurs. Jakar og grjót bárust upp í 70—100 m hæð. Framar í dalnum var hlauphæðin enn um 20—40 m, en um það bil sem dreifin skaust út úr dalmynninu var loftið í henni að mestu horfið og hraðinn orðinn mun minni en áður. Þarna lagöi hlaupiö til mikið af björgum og ávölum ísjökum en töluvert efni hélt enn áfram í átt aö Þórólfsfelli í Fljótshlíð, meö um 9 metra hraða á sekúndu. Vatnshlaup Farvegur Markarfljóts tók loks við hlaupinu sem nú var eingöngu vatns- hlaup. Hraöinn minnkaði jafnt og þétt. Rennsli Markarfljóts, sem var í En þarna fór ekki gos- mökkur. Stórfellt grjóthrun, svokallað berghlaup, úr fjallshlíð ofan við Steinsholts- jökul, þeytti upp mekkinum miklum vexti, jókst um 2100 rúmmetra á sekúndu (rúml. þrefalt meðal- rennsli ölfusár). Flóðbylgjunnar gætti allt tii sjávar, um 35 km leið. Talið er að heildarvatnsmagnið hafi veriö 1,5— 2,5 milljónir rúmmetra. Vatniö rétt sleikti bita Markarfljótsbrúarinnar, 2,3 m yfir venjulegri hæð árinnar. Að þessu loknu var ekkert sem minnti á neinar hamfarir úr fjarlægð að sjá nema stöku brestir þegar berg- fyllur eða ísturnar féllu inn við jökulinn. Fágæt sýn Allmargir urðu til að leggja leið sína hálfa leið inn í Þórsmörk utan af þjóð- vegi til þess aö skoða ummerki hruns og hlaups. Innan við Gígjökul blasti hlaupdreifin við, þúsundir ísjaka og misstórra steina. Sumir ísjakanna voru margar mannhæðir og nokkurra tonna jakar höfðu borist allt að vamar- görðum við Þórólfsfell, hinum megin við Markarfljótsaura. Einn stærsti steinninn við dalsmynnið, þar sem hlaupið kom fram, er talinn vega um 200 tonn. Björgin má enn sjá, enda liggur Þórsmerkurvegur milli þeirra. Ofan af móbershryggnum sá vel yfir. Ishrönglið úr hlaupinu lá hátt uppi í hlíöinni fram í dalinn, en botn dalsins var líkastur skriðjökli að sjá. Víða voru háir grjót- og íshólar, ekki ósvipað og sjá má í Vatnsdalshólum. Þeir hæstu voru 20—30 m háir. Þaö er mismunandi þykkt hlaupsins og mikill hraði sem ráða gerð og f jölda hólanna. Vatn sást vel í lóninu en þar ofan við og skömmu síðar sást hlaup geysast fram úr Iftlum dal framanvert við skriðjökulinn, allt yfir í Markarfljót. Síðar sama dag komu líktist jökuilinn helst sundurtættri skriöu. Ofan viö trónaöi kolsvart standberg, brotsárið í Innstahaus, en fast við rætur þess hafði stór skriöbunki hrúgast upp. Berghlaupið hafði rótað upp jöklinum rúman einn kílómetra upp eftir tungunni. Efst var brotsár þvert yfir hana, líkt og skoriö með hnífi, um 30—40mhátt oglóðrétt. Menn klöngruöust inn með hlaup- dreifinni, sumir fóru inn dalinn og upp á jökulsporðinn. Guðmundur Kjartansson jarðfræðingur var einn þeirra og skrifaði hann síöar mjög greinargóða yfirlitsgrein um Steinsholtshlaup í Náttúrufræðinginn, 27. árg. 1967. Hann greinir m.a. frá því aö hrunstálið í Innstahaus sé 975 metra langt. Ekki einsdæmi Berghlaup eru afar algeng á Islandi. Að vísu falla þau ekki oft nú orðið. Þau voru algengust á svokölluöum síðjökul- tíma, þ.e. meðan meginjöklar síðasta jökulskeiös ísaldar (er lauk fyrir 8—10 þús. árum) voruaöhverfa. Þágerðust víöa svipaðir atburðir og hér hefur verið lýst og þá oft mun hrikalegri. Skriðjöklar hopuðu inn eftir fjöl- mörgum dölum og fjörðum landsins og lágu ekki lengur utan í bröttum hlíðum hinna U-laga grópa, sem sorfnar voru í landið. Vatnsdalshólar eru einna þekktasta dæmiö um stórt berghlaup. Þaö féll úr hlíðinni gegnt hólunum og er urðin um 400 hektarar að flatarmáli, en lengdin um 4 kílómetrar. Hæðin er menn að hlaupdreifinni og á hæðardrög gegn hrunstaðn- um og litu augum fágæta sýn. um 900 metrar. Til samanburðar er Steinsholtshlaup um 28 ha., urðin 1000 metrar á lengd og hæðin rúml. 400 m. Tvö önnur dæmi eru Hraunin í Öxnadal, fyrir neðan Hraundrang, og í Fnjóskadal hjá Reykjaseli. Allt eru þetta forsöguleghrun. En berghlaup eru líka þekkt á öldum Islandsbyggðar. Einna yngst er mikið hrun úr Lómagnúpi sem varð einhvern tíma upp úr 1780. Flatarmál hlaupdreifarinnar ;er mm 25 ha. og lengdin nokkuð á annan kílómetra. Þjóövegui’inn austurum liggur í jaðri hennar og má vel sjá brotsárið í þver- hnípinu fyrir ofan. Um þetta berg- hlaup segir svo í Ferðabók Sveins Pálssonar, landlæknis og náttúrufræðings: ,,Síðan þeir Eggert voru hérna (Eggert Olafsson og Bjarni Pálsson, innsk.), hefur annars hlaupiö skriöa eða fylla fremst úr Núpunum, beint upp af svonefndum Lómatjörnum. Þetta gerðist fyrri hluta dags í júlímánuði meö svo skjótri svipan að stúlka ein, sem var að bera mjólk af stöðli heim að Núpsstað, heyrði brest, líkan reiðiþrumu, og leit þegar til Núpsins, en gat þá í fyrstu ekki greint þar neitt fyrir reyk. En ekki hafði hún fyrr sett mjólkurföturnar niður, til þess að athuga þetta nánar, en allt var um garð gengið og framhlaupið lá úti á sandinum, þar sem það er nú, allt aö mílufjórðungi frá fjallinu, í smá- haugum með djúpum gjótum á milli eða trektlöguðum svelgjum, sem að líkindum hafa skapast af þrýstingi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.