Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.11.1983, Blaðsíða 19
DV. MIÐVIKUDAGUR16. NOVEMBER1983. Vettvangur áhuga- fólks um sagnfræði STJÖRNU SÓFASETTIÐ rekur ýmsar sérkennilegar reglur sem settar hafa veriö í því skyni. Gísli Ágúst Gunnlaugsson ritar um löggjöf um fátækraframfærslu og stjórn fá- tækramála á 18. öld og er þar margt endurtekiö sem áöur hefur veriö sagt í skrifum hans um þetta efni. Sveinbjöm Rafnsson ritar um matarræði Islendinga á átjándu öld og birtir stutta greinargerö um þaö efni er rituð var árið 1783. Steingrimur Jónsson á hér ágæta yfirlitsgrein um þróun bókasafna á Islandi. Guöjón Ingi Hauksson ritar um þjóðleiðir og vegaframkvæmdir frá Sandhólaferju aö Ytri-Rangá og Gunnar Þór Bjarna- son rítar um viðhorf Islendinga til Þjóöverja í fyrri heimsstyrjöld og eru báöar þessar greinar endursamdar upp úr BA-ritgerðum viö Háskóla Islands. Bjöm Þorsteinsson gerir athugasemd við fjölda þorskastríöa og Þórunn Magnúsdóttir gerir grein fyrir Saga. Tímarit Sögufólags XXI, 1983. Ritstjórar Jón Guðnason og Sigurður Ragnars- son. Saga, tímarit Sögufélags, hefur um langt skeið verið einn helsti vettvangur sagnfræöinga og áhugamanna um sagnfræði og virðist svo að í ár þjóni hún því hlutverki betur en oft áöur. Þannig eru nú i rítinu ekki færri en sextán greinar en horfið hefur veriö frá því aö hafa þar lengri greinar eða jafnvel framhaldsgreinar sem betur ættu heima í bókarformi. Einnig em í ritinu nú fjórtán ritfregnir um bækur sem allar hafa verið gefnar út á síðasta ári og er það betri frammistaða en oft áður. Þó verð éj að segja að enn sakna ég rítaukaskrár um sagnfræði sem til skamms tima var fastur liður í ritinu. Mætti ritauka- skráin gjaman koma í stað þeirra minningagreina sem nú eru þar birtar, með fullri virðingu fyrir þeim ágætu sagnfræðingum sem þar er minnst. En slíkar minningagreinar eiga að mínu \ mati ekki heima í þessu ríti. Greinamar í ritinu að þessu sinni eru svo margar og margvíslegar að engin tök em á að gera þeim skil hér. Það virðist hafa ráðið aö hafa þar eitthvað fyrir alla og er þaö auövitaö virðingarvert sjónarmið í sjálfu sér. Þó get ég ekki látið hjá líða að nefna nokkrar greinar sem ég gat ekki séð að ættu neitt sérstakt erindi í þetta rit. Tvær þessara greina em þýddar, önnur um baskneska fiskimenn á Norður-Atlantshafi eftir Aitor Yraola og hin eftir Gustav Storm um þjóðhá- tíðina 1874. Um hina fyrri er það að segja að hún snertir ekkert islenska sögu. Þótt svo eigi aö heita að hún fjalli um baskneska fiskimenn hér á Norðurslóðum, er ekki þar að finna neinar upplýsingar um veiðar þeirra hér við land utan það sem vitnað er til íslenskra rita sem öllum em kunn. Um síðari greinina er það sama að segja að hún bætir engu við það sem vitað var um þjóðhátíöina. Þar er ekki einu sinni að finna skemmtilegar vettvangs- lýsingar eða þjóðlífslýsingar, heldur er þarþurr upptugganeinber. Þriðja greinin sem heyrir undir þennan flokk er eitt bréfkorn frá Tryggva Gunnarssyni bankastjóra. Slík bréfbirting kæmi að sjálfsögðu engum á óvart ef þar kæmu fram ■ upplýsingar sem gæfu nýja innsýn í mál eða skákuðu því sem áður væri vitað. En því er ekki aö heilsa í þessu tilfelli. Því verður manni hugsað til þess að lengi mætti birta bréf af þessu tæi, enda bréf Tryggva eins talin í hundmðum. Vel væri þó ef þetta minnti á að ævisaga Tryggva Gunnars- sonar er enn ófrágengin þó meiri tilburöir hafi verið hafðir við ritun þeirrar sögu en dæmi em um í sam- bærilegum verkefnum. Anna Agnarsdóttir og Ragnar Arna- son rita saman athyglisverða grein um þrælahald á þjóðveldisöld. Þar er hag- fræðikenningum beitt til að skýra hvers vegna þrælahald lagðist af hér á landi og hvers vegna það gerðist fyrr á Islandi en á öðrum Norðuriöndum. Er kenningu þeirra stefnt gegn þeim kenningum sem áöur hafa komið fram um aö þessu hafi ýmist ráðið kristin áhrif eöa minnkandi framboð þræla. Kenning þeirra gengur í megindrátt- um út á aö eftir að landrými var að mestu numið hafi aukin fólksfjölgun aukið framboð á frjálsu vinnuafli. Samhliða því hafi kostnaður við frjálst vinnuafl lækkað þar til hann var sam- bærilegur við kostnaðinn af þrælahaldi og því hafi orðið hagkvæmara að kaupa vinnuafliö en að halda þræla. Þótt kenningin sé ekki frá höfundum þessarar greinar komin þá er henni vel beitt á staðreyndir islenskrar sögu þótt nokkuð skorti á að framsetning hennarséeinsljósogverið gæti. Lýður Björnsson á í ritinu skemmtilega grein er nefnist: Hvað er það sem óhófinu ofbýður? Þar greinir hann frá nokkrum tilraunum ráða- manna til aö halda aftur af munaöar- þörf og skartgimi almúgamanna og Hið vandaða verður ávallt best. Áklæði efftir eigin vali. HÚSGAGNAVERSLUN GUÐMUNDAR, Síðumúla 23, sími 39700. SMIÐJUVEGI2 Kópavogi, simi45100. ÓlafurE.Friðriksson fyrsta norræna kvennasöguþinginu sem haldiö var í Noregi fyrr á þessu ári. 1 ritinu er einnig aö finna úttekt á gátunni um Thule eftir breska mannfræðinginn Ian Whitaker, fá- dæma skilmerkilega grein í góöri þýöingu Helga Þorlákssonar. Þá þykir það ef til vill tiöindum sæta að í þessu hefti Sögu lýkur langvinnri ritdeilu þeirra Gunnars Karissonar og Helga Þorlákssonar um völd og auð goða og stórbænda á þjóöveldisöld. Ur því verið er að agnúast út af því sem miður er á kostnað þess sem vel er gert er ekki úr vegi að nefna að betur færi að heimildir væru alltaf tilgreindar með sama hætti, en ekki ýmist neðanmáls eða aftan við greinar eins og nú er. Er að því augljós á- vinningur fyrir lesandann að tilgreina heimildir neðanmáls. Að öðru leyti er hinn ytri búnaöur Sögu með ágætum. maajrœnajoLki . og vinum erlendis. Þið kaupið — viðpökkum og sendum ÍJ-JDpJ Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1 Sími 26010 KMjmobi Menning Menning Stúdíómyndat Bókmenntir Ljósmyndaþjónusta Sigurður Þorgeirsson ljósm.y Klapparstig 16 Simi 14044

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.