Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1984, Blaðsíða 2
18 Sjónvarp Sjónvarp hallur Sigurðsson (Laddi), Om Ámason og Sigrún Edda Bjöms- dóttir. Höfundar: Bjami Jónsson, Guöný Halldórsdóttir og Þórhallur Sigurðsson. Stjórn upptöku: Viðar Víkingsson. 21.40 Rauða akurliljan. (The Scarlet Pimpemel). Bresk sjónvarps- mynd frá 1982. Leikstjóri Clie Donner. Aðalhlutverk: Anthony Andrews, Jane Seymour og Ian McKellen. A dögum ógnarstjórn- arinnar í frönsku byltingunni hrífur dularfullur bjargvættur marga bráð úr klóm böðlanna. Hann gengur undir nafn- inu „Rauða akurliljan”. Þýðandi Ragna Ragnars. 00.45 Dagskrárlok. Sunnudagur 18. mars 18.00 Sunnudagshugvekja. Séra Friö- rikHjartarflytur. krakkarnir þekkja vel úr Stundinni okkar. Hann skemmtir þeím oft vel með uppátækjum sínum þar. 18.10 Stundin okkar. Umsjónar- menn: Asa H. Ragnarsdóttir og Þorsteinn Marelsson. Stjóm upp- töku: Tage Ammendrup. 18.55 Hlé. 19.45 Fréttaágrip og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.40 Sjónvarp næstu viku. Um- sjónarmaður Magnús Bjamfreðs- son. Fyrri hluti myndarinnar Bænabeiðan verður i sjónvarpinu á sunnudags- kvöldið. Siðari hlutann fáum við svo að sjá á mánudagskvöldið. Pinkas Braun i hlutverki sinu sem Paui Canova, virðulegur prófessor, sem synir á sér aðrar hliðar þegar um peninga er að ræða. Sjónvarp sunnudag kl. 21.35: Bænabeiðan Sakamálamynd í tveimur hlutum Nú er síðasta blaðsíöan í árbókum Barchesterbæjar lesin og ekki meira að frétta úr því þorpi. Þessir þættir vom hinir ágætustu og sterkar per- sónur settu svip sinn á þættina. Einkum voru það Slope, Harding, erkidjákninn, listamannsæðruleys- inginn og biskupinn blessaði sem stóðu upp úr enda allt færir leikarar sem fóru með hlutverk þeirra. Kvenfólkið var ekki eins gott en þó stóð erkidjáknafrúin sig mjög vel og frú Bold sótti í sig veðrið þegar fram í sótti. Biskupsfrúin var virkileg tæfa og tókst vel að sýna þaö en ægilega finnst mér hún leiðinleg leikkona. En það er ekki Barchester sem er á dagskrá á sunnudaginn kl. 21.35 heldur bresk sakamálamynd í tveimur hlutum. Nefnist þessi mynd Bænabeiðan (Praying Mantis) en sú er flugnateg- und sem étur karldýrið eftir mök. Og svo segja sumir aö það sé slæmur. vani að fá sér rettu eftir á. Ekki kemur þetta kvikindi fram í myndinni en nafnið bendir til að þar séu illar persónur fremstar í flokki. Annars fjallar myndin um manneskjur sem svífast einskis til, þess að komast yfir peninga og eru tilbúnar að svíkja sina nánustu. Þetta er sem sagt saga um græðgina sem oft vill korha upp í mannskepn- unni. Leikstjóri myndarinnar er ekki af verri endanum. Það er Jack Gold sem líklega er frægastur fyrir mynd sína um flughetjur fyrra stríösins, Aces High. Hann hefur leikstýrt fjölda sjónvarpskvikmynda og hafa nokkrar verið sýndar hér á mánudögum og þykja flestar góðar. Meö „gullstimpilinn” á myndinni ætti að vera óhætt aö kíkja á hana á sunnudaginn og svo framhaldið kvöldið eftir. -SigA. Laugardagsmyndin er ný útgáfa af Rauðu akurliljunni en þar er sagt frá dularfullum manni sem bjargar mörgum frá fallöxinni i frönsku bylting- unni. Við sáum eina útgáfu af þessari sögu í sjónvarpinu fyrir nokkru. Þar var tekið létt á hlutunum, enda var það ein af Áfram myndunum. 20.50 Glugginn. Þáttur um listir, menningarmál og fleira. Um- sjónarmaður Sveinbjöm I. Balvinsson. Stjórn upptöku: Andrés Indriðason. 21.35 Konuvallð. (La Pietra del Paragone). Gamanópera eftir Gioacchino Rossini. Utvarpssin- fóníuhljómsveitin í Bratislava í Tékkóslóvakíu leikur, Piero Bellugi stjómar. Söngvarar: Ugo. Benelli, Alfredo Ariotti, Claudio Desderi, Andrej Hryc, Maria Adamcova, Natascia Kuliskova, Sidonia Haljakova o.fl. Einnig kemur fram Slóvanski fíl- harmóníukórinn og Ballett Bratislava-leikhússins. Efni: Astrubal greifi getur ekki gert upp hug sinn um hverja þriggja kvenna hann skuli ganga að eiga. Hann þykist því hafa tapað aleigunni í fjárhættuspili við arabahöfðingja nokkum til að sjá hvemig meyjamar bregðast við þessari prófraun. Þýðandi Oskar Ingimarsson. 22.40 Dagskrárlok. DV FOSTUDAGUR 9. MARS1984. fffmnnnfvnfH Kvikmyndir Kvikmyndir LgjjjjyyujuuAuyLMJftjuujyyyy BÆJARINS BESTU HÁSKÓLABÍÓ: HRAFNINIM FLÝGUR Hrafninn flýgur er ein hin eftirminnilegasta íslenska kvikmynd er gerð hefur veriö. Það er margt sem hjálpar til við að gera myndina eins góöa og hún er. Efniö er spennandi saga um blóðþorsta, hefndir og tortryggni. Handritsgerð Hrafns er að vísu í veikara lagi, en leikstjórn hans er handverk manns sem veit nákvæmlega hvað hann vill gera úr hlutunum og kvikmyndataka Tony Forsberg er með eindæmum góð, hvort sem er í nærmyndum af hinum stór- brotnu persónum myndarinnar eða þegar landslagið nýtur sín sem umgjörð um atburðarásina. Tónlist Hans-Erik Philip á líka sinn þátt í því að skapa heildina. Þetta er kvikmyndatónlist eins og hún getur best orðið, fellur vel að efninu og eykur stundum á spennuna. Aðalleikarar myndarinnar standa sig allir meö mikilli prýði. Helgi Skúlason og Flosi Olafsson eru báðir frábærir í hlutverkum skúrk- anna og Edda Björgvinsdóttir í eina stóra kvenhlutverkinu í myndinni sýnir að hún kann meira fyrir sér en gamanleikinn. Það er helst að Jakob Þór Einarsson í aðalhlutverki myndarinnar sem vígamaðurinn nái ekki að vera eins sannfærandi, en leikur hans er samt sem áður lipur en hörkuna vantar. I heild er Hrafninn flýgur samt best heppnaða kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar. Mynd sem á eftir að skapa honum nafn erlendis. HK. Austurbæjarbíó: ATÓMSTÖÐIN Þá hafa Islendingar loks gert kvikmynd eftir skáldsögu Halldórs Laxness. Atómstöð Þorsteins Jónssonar er árangurinn. Það verður aö segjast eins og er að hún veldur töluverðum vonbrigðum. Efni- viðurinn gefur tilefni til kraftmikillar og áhrifamikiilar myndar, en útkoman verður því miöur nokkuö á hinn veginn. Myndin líður hjá án mikilla sýnilegra átaka, hvorki á milli fylgjenda og andstæð- inga atómstöðvarinnar, sem pólitíkusar eru að makka um, né held- ur átaka innra með persónunum. Allt verður á einu plani. Myndin er engu að síður þó nokkurt augnayndi. Þar tvinnast saman á skemmtilegan hátt gullfalleg leikmynd Sigurjóns Jóhannssonar, búningar Unu Collins og kvikmyndataka Karls Oskarssonar. Per- sónusköpun af hálfu höfunda handrits er oft af skornum skammti og því engin tilþrif hjá leikurum, nema helst hjá Gunnari Eyjólfs- syni í hlutverki Búa Árland. Allt um það er Atómstöðin vel þess virði að eyða meö henni einni kvöldstund. -GB STJÓRNUBÍÓ: MARTIN GUERRE SNÝR AFTUR Martin Guerre snýr aftur er byggð á sannri frásögn frá sextándu öld og segir frá deilu um það hvort Martin Guerre, sem snýr heim eftir átta ára fjarveru og tekur til við fyrri störf eins og ekkert hafi í skorist, sé sá sem hann segist vera. Allir samþykkja hann í byrjun, einnig eiginkona hans, en fljótt vakna grunsemdir um upp- runa hans og er hann kærður fyrir að dyljast undir röngu nafni. I fyrstunni virðist hann ætla að fara meö sigur af hólmi, en þegar annar maður gengur í réttarsalinn og segist vera Martin Guerre fer aö þrengjast í kringum hann og dómararnir eru aö lokum ekki í vafa um dóminn. Martin Guerre snýr aftur er áh/ifamikíl mynd, sannkölluð örlagasaga tveggja aðalpersónanna sem leiknar eru snilldarlega af Gerard Departieu og Nathalie Baye. Hefur leik- stjóranum, Daniel Vigne, tekist á sannfærandi hátt að koma þess- ari dramatísku frásögn, sem dómarinn í málinu skrásetti á sínum tíma, til skila. Einn galli er við myndina hér á landi. Þetta er frönsk mynd og því ætti að sjálfsögðu að sýna hana með frönsku tali, en kópían, sem hér er til sýningar, er með ensku tali og skemmir það nokkuð heildaránægjuna af myndinni. -HK. TÓNABÍÓ: RAGING BULL Raging Bull segir frá um 20 árum í ævi ameríska stórboxarans og heimsmeistarans Jake LaMotta, klifri hans upp á toppinn og hruninu sem hlýtur að fylgja í kjölfarið. Robert De Niro fékk víst óskarsverðlaun fyrir leik sinn í aðalhlutverkinu og skal kannski engan furða. Maðurinn sýnir enn einu sinni fram á hversu ótrú- legur leikari hann er. Hann á stærstan þátt í að gera myndina það sem hún er, skemmtun vel fyrir ofan meðallag. Martin Scorsese hefur áður sýnt að honum lætur mjög vel að lýsa ofbeldinu í Ameríku, samanber Taxi Driver og Mean Streets. Hér eru þaö hnefaleikaatriðin, sem gnæfa hátt yfir önnur. og mörg þeirra alveg meistaralega gerö. Viðkvæmari atriði, þar sem ástin er með í spilinu, eru ekki eins sterk. En það er kannski alveg eins hand- ritinu að kenna. Þessi atriði skemma því miöur of mikið þannig að myndin verður aldrei eins góð og hún hefði getað orðið. - <;b. Kvikmyndir Kvikmyndir JUULAJdUU

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.