Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DAGBLADID —VÍSIR
111. TBL.—74. og 10. ÁRG.—ÞRIDJUDAGUR 15. MAÍ1984.
' STOR SPRENGIMOTTA í
^^^^
Lögreglan kannar varksummerki i morgun
gatið á þakinu. Það var mél manna að hefði
Fyrir framan mennina er sprengimottan  og fyrir ofan sést
maður orðið undir hefði hann ekki lifað það af.  DV-mynd EÓ.
GEGNUM
HIÍSÞAK
„Þaö varð feiknasprenging. Grjóti
rigndi yfir stórt svæði. Svo þeyttist
þessi sprengi motta hátt í loft upp,
yfir rafmagnslinur og niður í gegnum
þak á verksmiðjuhúsi Aðalbrautar,"
sagði sjónvarvottur, sem staddur var
við Eirhöföa í Artúnshverfi um kvöld-
matarleytið í gær.
Það var um sexleytið að starfsmenn
frá Loftorku voru við vinnu sína á Eir-
höfða. Þar er unnið að gatnagerð þessa
daga. Var vinnuf lokkurinn að sprengja
fyrir lögnum. „En eitthvað virðist
sprengihleðslan hafa mistekist," sagði
lögreglumaður í samtali við DV, „því
skyndilega sprakk allt í loft upp."
„Við það að sprengimottan fór hér
niður í gegnum þakið brotnuðu tvær
sperrur á húsinu," sagði starfsmaður
Aðalbrautar. „Það var mesta mildi að
enginn skyldi vera í húsinu en viö
vorum allir farnir heim. Þetta eru
stórar mottur og mjög þungar, svo
ekki er ólíklegt að menn hefðu slasast
illa ef þeir heföu orðið undir mott-
unni."
En hvað gerðist þama?
„Þetta er ekkert stórmál. Þetta ger-
ist oft," sagði starfsmaður Loftorku og
vildi ekki tjá sig meira um málið.
Að sögn lögreglunnar er verið að
skoða þetta mál og verður það sent
áfram til rannsóknar.
-KÞ
GENGUR EKKI
Sjúkraflutningar fara ekki fram í
dag frá Borgarspitalanum og verður
neyðarbillinn ekki i förum. Hann er
lokaður inn á slökkvistöðinni. Astæðan
fyrir þessu er sú að sjúkraflutninga-
menn eru að mótmæla ýmsu varðandi
rekstur bílsins.
„Það er óánægja hér í sjúkra-
flutningamönnum með samstarfið við
ákveðna aðila á Borgarspítalanum og
þá eru þeir að mótmæla því að engin
staðfesting hefur komið á menntun
þeirra frá heilbrigðisyfirvöldum eða
viðurkenning frá borgaryfirvöldum
vegna aukinnar menntunar þeirra, til
dæmis í formi launahækkana."
Þetta sagði Rúnar Bjarnason
slökkviliðsstjóri í morgun. Hann sagði
að í dag yrði því sama þjónusta veitt og
á nóttinni og sunnudögum. Sjúkrabílar
færu i útköll frá slökkvistöðinni en
neyðarbíllinnyrðiekkiíförum.  -JGH
Leit haldið áfram
„Viö fundum tvo brusa og fríholt,
sem er örugglega úr bátnum," sagði
Guðbrandur Jóhannsson, formaður
Björgunarsveitar Hornafjarðar, í
morgun.
„Þetta rak hér upp að um tvær mílur
vestan við innsiglinguna."
Guðbrandur sagði að fjörur yrðu
gengnar næstu daga.
Maðurinn sem fórst með Asrúnu GK
á sunnudag hét Eiríkur Gislason. Hann
var57áraaðaldri.           -JGH
Bond-mynd á Vatnajökli
Nýjasta James Bond-myndin, A
view to kill, verður tekin upp að
hluta á Vatnajökli í júní næstkom-
andL Þegar er farið að undirbúa
komu kvikmyndafólksins en þeir
fyrstu, 5 menn, koma til Horna-
fjarðareftirviku.
„Við erum mjög ánægðir með allar
aðstæður og náttúrufeguröin hér er
með ólíkindum. Jökullinn er stór-
kostlegur," sögðu Englendingarnir,
Tony Wayne og Peter Bennett, frá
Eom Prods Ltd. í samtali við DV á
HótelHöfnígærdag.
Eom Prods Ltd. hefur framleitt
allar James Bond-myndirnar og þeir
Tony og Peter hafa starfað við gerð
nokkurra þeirra.
„Myndin verður tekin ánokkr-
um stöðum í heiminum. Við vinnum í
hópum og er kvikmyndað i nokkrum
löndum á sama tíma. A lslandi
ætlum við að taka um 35 prósent
myndarinnar og öll atriðinverða
ájöklinum."
Tony er framkvæmdastjóri
hópsins sem verður hér á landi og
Peter er aðstoðarleikstjóri. Þeir
f élagar komu frá London á sunnudag
og héldu rakleitt austur ásamt sex
öörum frá Eom-fyrirtækinu. Þar á
meðal voru svokallaðir brellumenn.
Þeir héldu að mestu til á Fagurhóls-
mýri. Hópurinn fer aftur út til Eng-
landsídag.
„Við vonum að okkur takist að
ljuka öllum tökum hér á landi í júní
en vinnslu myndarínnar lýkur í
januar næstkomandi. Það er reiknað
með að myndin verði komin í kvik-
myndahus í j úni að ári."
Þegar er farið að gera ráðstafanir
til að hýsa kvikmyndafólkið á Höfn.
„Hópurinn sem verður hér í júní er
um 35 manns og við erum farnir að
auglýsa eftir herbergjum í bænum,"
sagði Arni Stefánsson, hótelstjórí á
Höfn, í gær.
En fáuin við lslendingar að sjá
hinn fræga Roger Moore á Horna-
firðiísumar? „Nei.þvímiður,"
— En myndin, verður hún jafn-
skemmtileg og þær f yrri?
„Þessi er sú besta, albesta,"
svörðu þeir að bragði.
-JGH.
Bondmennirnir Tony Wayne og Peter Bennett fyrir utan Hótel Höfn i
gærdag. Þeir hafa báðir komið við sögu i gerð Bondmynda. Sem daemi
má nefna að Peter vann að gerð Octopussy, Moonraker, For your eyes
only, og nú er það A view to kill.                       DV-mynd: GVA.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
16-17
16-17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32