Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DAGBLAOIO—VISIR
118. TBL. — 74. og 10. ÁRG. — MIOVIKUDAGUR 23. MAÍ 1984.
ISLENSKT FRUMKVÆÐI
ÍAFVOPNUNARMÁLUM
—Ólafur Ragnar Grítnsson einn aðalhöf unda áskorunar sex þ jóðarleiðtoga
umafvopnunarmál
„Það hefur hér verið brotið blað í
baráttunni gegn kiarnorkuvígbúnað-
inum með því að sex af virtústu
þjóöarleiðtogum heims hafa bundist
samtökum um að draga a fvopnunar-
viðræðurnar út ú r þeim þrönga hring
sem þær hafa yeríð í," sagði Olafur
Ragnar Grímsson i samtali við ÐV i
morgun, en hann er einn af aöat
höfuhdum þeirrar yfirlýsingar sem
sex þjóðarleiötogar sendu til leiðtoga
kjarnorkuveldanna í gær um að
semja um af vopnun með aðstoð ann-
arraþjóða.
I yfirlýsingu þessari er bent á aö
þeim rikjum sem ekki hafa yfir
kjamorkuvopnum að ráða sé ekki
síður ógnað með tilvist vopnanna en
kjarnorkuveldunum      sjálfum.
Segjast leiðtogarnir vera tilbúnir tfl
aö gera aflt sem í þeirra valdi
stendur til aö ná samkomulagi um
afvopnun. Leiðtogarnir sem undir-
rituðu yfirlýsinguna eru Palme, for-
sætisráðherra Svíþjóöar, Indira
Gandlii, forsælisráðherra Indlands,
Papandreöu,     forsætisráöherra
Grikklands,   Nyerere,   forseti
Tansaníu og Alfonsín, forsætisráö-
herra Argentínu. I gær sendi Jóhann-
es Páll páfi og Alkirkjuráðið frá sér
yfirlýsingar um stuðning við þetta
fnunkvæði til afvopnunar og sama
gerðu ýmsir stjórnniálamenn í
Evrópu.
FrumkVæðið að yfirlýsingu þjóðar-
leiðtoganna áttu samtök þingmanna
sem  nefnast Parlamentarians for
World Order en Olafur Ragnar er
stjórnarformaður þeirra. Sagöi
Olafur þetta mál hafa verið i undir-
búningi í rúmt ár og hefði hannþá ált
viðræður við þá ieiðtoga sem undir-
rituðu yfirlýstaguna og auk þess
Trudsau. forsætisráðherra Kanada,
og Ceusescou, forseta Rúmeníu. Frá
endanlcgum texta yfirlýsingarinnar
var gengið i London i rnars með
embættismönnumríkjanna.
OEF
Brotíst var inn i hirslur og skápa og hurðir og karmar brotnir iinnbrotínu á Laugavegi 66. A annarri innfalldu myndinni sést Eggert Jóhannsson feld-
skeri en hann kom inn að innbrotsþjófunum.                                                                                d V-m yndGVA.
Komið að innbrotsmönnum á Laugavegi 66:
HÖFÐU BROTISTINN Í4 FYRIRTÆKI
Einn af eígendum fyrirtækisins á
Laugavegi 66 tilkynnti til lögreglunnar
um kl. 20 í gærkvöldi að hann hefði
komiö að tveimur mönnum lokuðum
inni i fyrirtæki sínu. Er lögreglan kom
á staðinn höfðu mennirnir brotist út úr
fyrirtækinu og jafnframt kom í ljós að
brotist hafði verið inn hjá 4 fyrirtækj-
um á þessum stað, hurðir brotnar og
karmar og rótað til í hirslum og skáp-
um.
Aö sögn Guömundar Hermannsson-
ar, hjá rannsóknardeild Reykjavíkur-
lögreglunnar, er talið líklegast að
mennirnir hafi falið sig inni í fyrirtæk-
inu er lokaö var eða komið þangað
skömmu eftir lokun. Hann sagöi að
náðst hefði góð lýsing á þeim en báðir
munu þeir hafa verið undir tvitugu.
Hvað tjón og skemmdir varðaði
sagði Guðmundur aö það væri órann-
sakað mál. Hins vegar er ljóst að þær
eru töluverðar. RLR hefur nú mál
þetta til meöferðar.
Fyrirtæki þau sem brotist var inn r
eru Eggert Jóhannsson feldskeri, Hús
og hibýli, Mjöll heildverslun og feröa-
skrifstofanSaga.            -FRI
121 kílómetri
teppalagöuríár
-sjábls.2
Málflutningur
íiálkaeggja-
mállnu
— sjábls.5
Þinglausnir
ígær
— sjábls.4
Fengu
rísakolkrabba
ívörpuna
sjáhaksíðu
Videosport kaupir
myndbandaréttinn á  -
Útlaganum og
Landiogsonum:
„Samningur
sem báðir
geta
vel unað"
Videosport hefur samið við Lsfilm sf.
um kaup á myndbandaréttinum á
kvikmyndunum Utlaginn og Land og
synir og mun fyrirtækið dreifa þessum
kvikmyndum á myndböndum á
videoleigur á næstu vikum.
„Eg tel aö þetta sé samningur sem
báðir geta vel viö unað. Það hefur
staðið á þvi að ósamið var viö leikara
vegna myndbandaréttarins á Utlag-
anum en samkomulag náðist við þá á
þessu vori og þá var ekkert því til
fyrirstöðu að koma þessu í gegn,"
sagði Indriði G. Þorsteinsson, einn af
eigendum Isfilm sf., í samtali við DV.
Hann sagði einnig að samningar
svipaðs eðlis væru í farvatninu
erlendis hvað varðaði báðar
myndirnar.
„Það hefur lengi verið draumur
okkar aö fá íslenskt myndband til
dreifingar hér tananlands og nú hefur
sá draumur ræst," sagði Olafur Guö-
mundsson, einn af eigendum Video-
sports, i samtali við DV.       -FRI.
Halidór Ásgrímsson um
fiskirannsóknir:
Samstarf við
Kanadamenn
eræskilegt
„Það hefur verið tekiö jákvætt í
þetta, bæði af mér og Hafrannsóknar-
stofnun. Við erum að athuga máhð,"
segir Halldór Asgrímsson sjávarút-
vegsráðherra. Landsamband is-
lenskra útvegsmanna hefur óskað eftir
því að viöurkenndir, erlendir vísinda-
menn verði fengnir til þess að meta
starfsemi Hafrannsóknarstofnunar.
Sérstaklega er visað til árangurs
Kanadamanna við að byggja upp þrosk-
fiskstofna sína. „Ut af fyrir sig tel ég
að hér sé ekkert á ferðtoni sem geti
skipt sköpum. En samstarf er alltaf til
bóta og leiðir til aukinnar þekkingar.
Kanadamenn hafa náö góðum árangri
og samstarf við þá er æskilegt. Samt
held ég að við gætum alveg eins leið-
betot þeim og ekkert síður," segir
sjávarútvegsráðherra.       HERB
Selfoss:
Sjúkrahúsið
rafmagnslaust
Rafmagn fór af Sjúkrahúsi Suður-
lands á Selfossi í gær og var húsið raf-
magnslaust i um átta klukkutíma, frá
kl. hálf fjögur til hálf tólf. Afleiðtag
þessa, að sögn starfsfólks, var sú að
engta ljós voru í húsinu, engin tæki i
gangi, og engar bjöllur fyrir sjúkltaga
að kalla á aðstoð. Þó gat rafmagns-
leysið ekki haft lifshættulegar
afleiðtagar í för með sér þar sem öll
nauðsynleg tæki er hægt að handknúa,
að sögn. Þetta hafði þó í för með sér
mikið álag á starfsfólk og óþægindi
fyrir s júklinga.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40