Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 120. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DAGBLADID—VISIR
120. TBL. — 74. og 10. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 25. MAÍ1984.
SKOTINN HUNDURINN
REIS ÚR GRÖF SINNI
Bóndi nokkur í Árnessýslu ákvaö
fyrir skömmu að aflífa hund sinn.
Skaut hann hundinn í höfuöiö og var
ekki annað að sjá en aflífunin hefði
tekist vel. Hundurinn féfl til jarðar
og var því næst graf inn við bæinn.
En það ótrúlega gerðist að eftir 6
daga kom hundurinn sprelllifandi
heim að bæjardyrunum. Hann yar
rísinn upp. Hörmulegt slys hafði orð-
iö er hann var skotinn. Hann hafði
rotast, en ekki hnigið dauður niður.
Þegar var ákveðið að fara með
hundinn til dýralæknisins í Laugar-
ási og þar var hundurínn aflifaður,
læknirinn svæf ði hann.
„Eg get staðfest að ég fékk hund
nýlega sem skotinn hafði verið í
höfuðið. Far var eftir skotið. Og
eigandi hundsins sagði mér þá sögu
sem þið eruð að bera undir mig,"
sagði Magnús Guðjónsson, dýra-
læknir í Laugarási.
Mangús sagöi að hann vildi minna
alla þá sem eru að aflífa dýr sín á að
gera það á tryggilegan og sársauka-
lausan hátt.
„Eg vil eindregið skora á þá sem
óvanir eru að aflífa dýr að leita frek-
ar til dýralækna og láta þá um að
aflífadýrin."
Hvað varöar þann hund sem um
ræðir, sagöi Magnús að hundurinn
hefði verið skotinn á réttan stað í höf-
uðið. En skotiö hefur geigað þrátt
fyrir að ég hafi ekki kannað skot-
stef nuna sérstaklega.''
„Það gcrist á hverjum degi aö
verið er að aflífa dýr. Það er ekkert
óvenjulegt við það en ég vil aftur
eindregið minna á að það sé gert á
tryggilegan og sársaukalausan
hátt."                  -JGH.
Þyrlan kemur með slasaða sjómanninn imorgun.
DV-myndH.S.
Slasaður s jómaður sóttur á miðin vestur af Látrab jargí:
FEKK HNIFIANDLITIÐ
Þyrla frá Varnarliðinu lenti viö
Borgarsjúkrahúsið kl. 9.15 í morgun
með slasaðan sjómann af togaranum
Haraldi Böövarssyni.
Að sögn Hannesar Hafstein, fram-
kvæmdastjóra  SVFI,  barst  þeim
hjálparbeiöni í gegnum sjúkrahúsið á
Isafirði um kl. 5 í nótt. Var beðið um aö
slasaður sjómaöur yrði sóttur á togar-
ann Harald Böðvarsson en skipið var
þá statt á miðunum djúpt vestur af
Látrabjargi. Hafði maðurinn fengið
hnif í andlitið og hafði hnífurinn stung-
ist djúpt í manninn.
Hannes sagði að þeir hefðu haft
samband við Varnarliðiö sem sendi
þyrlu og eldsneytisvél og sagði Hannes
að i upphafi hefði meiðsli mannsins
varið talin mjög mikil, m.a. vegna
mikils blóðmissis en í morgun
hinsvegar var talið að meiðslin væru
ekki eins alvarleg og á horfðist í fyrstu.
-FRI
HOFMAN-LA-
ROCHE:
íHverageröi?
— sjábls. 11
Aframhaldandi
kartöflu-
innflutningur
— sjá bls. 5
Gæslan
mákaupa
þyrlu
— sjá bls. 5
Rúmenar
ætlaá
ólympfuleikana
— sjáeriendar
fréttirábls.8og9
Tilboðin ískólatölvurnar:
Samningar
v/ð Radíó-
búðina
Akveðið hefur verið að ganga til
samninga við Radíóbúðina á grund-
velli tilboös þeirra í tölvur fyrir fram-
haldsskóla landsins.
Um er að ræða Appletölvur frá
Radíóbúðinni en alls bárust 18 tilboð í
skólatölvurnar. Að sögn Ásgeirs
Jóhannessonar, forstjóra Innkaupa-
stofnunarinnar, var um að ræða þrjá
valkosti i fjölda tölva i útboðinu, 40,80
og 120, og var tilboð Radíðbúðarinnar
talið hagstæðast.
Ekki liggur ljóst fyrir um hve
mikinn fjölda tölva verður samið,
sagði Ásgeir að það færi eftir hvaða
ákvörðun yrði tekin um umfang tölvu-
væðingarinnar.             -FRI
Nýrforstjóri
Gutenherg
Guðmundur Kristjánsson, skrif-
stofustjóri     ríkisprentsmiðjunnar
Gutenberg, var í dag ráðinn forstjóri
fyrirtækisins. Guðmundur er prentari
og viðskiptafræöingur að mennt. Hann
hefur gegnt stöðu forstjóra frá því
Ragnar Guðmundsson, fyrrverandi
forstjóri Gutenberg, lést í janúar
síðastliönum.
Þrir umsækjendur voru um stöð-
una, Guðmundur Kristjánsson,
Hjörtur Hjartarson, starfsmaöur
Ferðaskrifstofu ríkisins, og einn um-
sækjandi sem óskaði nafnleyndar.
OEF
ÁlviðræðuríZiirich:
ÞOKAST
ÍÁTTINA
„Það þokaöist í áttina og ég á von á
aö samningamenn komi sér saman um
einhverja sameiginlega yfirlýsingu í
dag," sagði Sverrir Hermannsson
iönaðarráðherra í samtali við DV í
morgun aöspurður um gang álvið-
ræðna sem hóf ust í Zurich í Sviss í gær.
Reiknaö er með að viðræðum
samninganefndar um stóriðju og full-
trúa Alusuisse ljúki í dag en Sverrir
Hermannsson murí halda utan til
frekari funda við forstjóra Alusuisse á
sunnudag. Aðalefni viðræðnanna er nú
hækkun raforkuverðsins og stækkun
álverksmiðjunnar í Straumsvík. Næsti
fundur samninganefndanna verður
væntanlega í Lundúnum strax upp úr
hvítasunnu eða eftir rúman hálfan
mánuð.                   OEF
Fótboltalið
skikkuð til að
útvega sjénvarp
Mótanefnd Knattspyrnusambands
Islands ákvaö í gær að seinka 22
deildaleikjum á morgun, laugardag,
vegna beinnar sjónvarpsútsendingar
frá leik Stuttgart og Hamburger í
vestur-þýska fótboltanum. Leikirnir
hérlendis áttu flestir að hefjast
klukkan 14. Mótanefnd færði þá aftur
til klukkan 17, þar á meðal þrjá 1.
,  deildarleiki.
I skeyti sem mótanef nd hef ur sent 44
liðum vegna þessa segir að heimaliði
beri skylda til að sjá aðkomuliði og
dómurum fyrir aðstöðu til að horfa á
sjónvarp klukkan 13.15 á morgun séu
viðkomandi komnir langan veg að
heiman.                  -KMU.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
20-21
20-21
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48