Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1984, Blaðsíða 24
24 DV. LAUGARDAGUR 23. JUNI1984. „Fer eftir hwaða mál eru til umræðu hversu gaman er iræðustól." KUEÐIMIGEKKI ÍRÆÐUSTÓLINN — segirGuðrún Agnarsdóttir „Mér finnst undarlegt aö tímalengd ræðu skuli þykja eftirtektarverö fremur en innihald hennar. Þaö vaknar sú spuming hvaö er verið aö meta. Þaö hafði aldrei hvarflað aö mér aö leggja þingmennsku fyrir mig og þegar ég stóö í pontu á Alþingi í fyrsta skipti fann ég fyrir nokkrum kvíða. En auövitaö langaöi mig til aö standa mig og koma þeim málstaö sem ég er málsvari fyrir frá mér á frambæri- legan hátt,” sagöi Guörún Agnars- dóttir. „Ég segi ekki aö mér finnist gaman aö tala úr ræðustól, þaö fer eftir því hvaöa mál eru til umræðu og hversu vel ég er undirbúin. Eg klæöi mig ekki í stólinn eins og sumir þingmenn. Eg varöi miklum tíma í umfjöllun um friðarfræöslu því að þessi tillaga Kvennalistans vakti miklar umræöur á þinginu. En þó komumst við kvenna- listaþingmenn ekki hjá því aö taka þátt í allflestum umræðum þar sem viö erum svo fáar. Erfiðast finnst mér aö sætta mig við þá tilhugsun að öll umræöan í þing- sölum hafi ef til viU lítil áhrif á gang mála. Eg velti því stundum fyrir mér hvort ýmsar mikUvægar ákvaröanir séu í raun teknar annars staöar úti í þjóðfélaginu áöur en umræðan fer fram í þingsölum. En umræður eru eina tækiö sem stjórnarandstaðan hefur til að ná fram breytingum og þennan lýðræðislega rétt hennar má ekki vanviröa,” sagöi Guörún Agnars- dóttir. sa „Aldrei notið min i ræðustól á Alþingi." Jón Baldvin Hannibalsson: ALMENNILEGAR, PÓUTÍSKAR RÖKRÆÐURERU SJALDGÆFAR — Öneitanlega er þaö kostur aö vera stuttorður og gagnorður en stundum eru málin þaö flókin og tæknileg aö ræðumenn verða aö tala lengi, einkanlega ef þeir hafa lagt mikla vinnu í undirbúning ræðu sinnar, sagði Jón Baldvin Hannibalsson. — Svo heldur stjómarandstaöan auðvitað oft uppi málþófi til aö koma í veg fyrir aö stjórnin geti komið sínum málum í gegn. Málþóf er ekkert annað en aöferö til aö fá fram breytingar á stjórnarfrumvörpum og ég held að þennan rétt stjórnarandstööunnar til að tef ja mál veröi aö viröa. Reglur um þingsköp móta aö sjálf- sögöu allar umræður á Alþingi og nú eru ekki í gildi neinar reglur um há- marksræðutíma, nema þegar um fyrir. spurnir er aö ræða. Þá má vel vera að rétt væri aö breyta þessu og setja ein- hver tímatakmörk en ég held aö brýnna væri aö endurbæta nefndakerfi Alþingis og ennfremur aö reyna aö jafna álagi yfir allt þingtímabilið. Þaö er goösögn aö starf þingsins fari fram í nefndum, þær vinna fæstar nægilega vel og nefndarformenn hafa alltof mikil völd. Stjórnarandstaöan getur lítiö aðhafst í nefndum þingsins og, verður því aö nota ræðustólana til að gagnrýna stjórnina og viöra skoöanir sínar, sagöi Jón Baldvin Hannibalsson. Hvernig helduröu aö þér myndi líða ef þú værir aö setjast á þingmanna- bekk í fyrsta skipti og hefðir lítil af- skipti haft af stjómmálum fram til þessa? — Mér liði illa fyrst í stað því ég held aö það taki nokkur ár að ná tökum á þeim vinnubrögðum sem nauðsyn- leg eru. Sjálfur hef ég aldrei notið mín í ræðustól á Alþingi því ég verö aö hafa hlustendur og þingmenn nenna sjaldn- ast að hlusta á umræður á Alþingi. Þaö er ekki nema örsjaldan að almennileg- ar pólitískar rökræður fara fram á Alþingi og í því sambandi eru mér sér- staklega minnisstæöar umræðumar um friðarfræöslu í skólum í vetur. Þá var líka alltaf fullur salur enda verið aö takast á um grundvallaratriöi, sagöi Jón BaldvinHannibalsson. „Sterkur tengiliður milli kjósenda heima i hóraði og Alþingis." ÞAGAÐMEÐAN FRÉTTIRNAR ERULESNAR — segirÓlöf Haraldsdóttir „Það er mikiö um aö menn líti inn og spyrji um einhver mál sem til um- ræðu eru á Alþingi og eflaust gefa þeir Þórarni einhver heilræöi í leiðinni. Þórarinn er sterkur tengiliður milli kjósenda heima í héraöi og Alþingis,” sagöi Olöf Haraldsdóttir, eiginkona Þórarins Sigurjónssonar. „Stundum er hringt í Þórarin snemma á morgnana eöa seint á kvöldin en hann tekur því alltaf meö jafnaðargeði og er ætíö fús aö tala viö fólk. Einu sinni var hringt til okkar á matartímanum og þegar ég spurði Þórarin hvort ég ætti aö biöja mann- inn að hringja aftur seinna, því hann væri að borða, svaraöi Þórarinn: Nei, ég skal tala við hann, það er ekki vist aö hann nái í mig seinna, ég gæti verið farinn eöa vant við látinn. Á fréttatímum útvarps reynum viö aö þegja því Þórarinn leggur mikiö upp úr því aö hlusta á fréttirnar. Hann hefur hins vegar veriö svo önnum kaf- inn að undanfömu aö sjónvarpsfrétt- imar hefur hann sjaldan náö aö horfa á,” sagöi Olöf Haraldsdóttir. „Hjörleifur er yfirleitt búinn að tala útþegarheim erkomið." Kristín Guttormsson: ÞEGJANDI SAMKOMULAG UMAÐ TALA EKKIMIKIÐ — Nei, nei, Hjörleifur talar yfir- leitt ekki mikið heima, hann er yfir- leitt búinn aö tala út þegar þangaö er komiö, sagöi Kristín Guttormsson, eiginkona Hjörleifs Guttormssonar, er hún var spurö hvort eiginmaður henn-v ar væri jafnmælskur heima fyrir og á þingi. „Eg er læknir, hlusta á sjúklinga mína allan daginn og er því orðin þreytt þegar vinnudeginum er lokiö, og Hjörleifur er búinn aö fá nóg. Já, það má eiginlega segja aö þetta sé þegjandi samkomulag,” sagöi Kristín. — Á f jölskyldumótum heldur hann stundum ræöur, eins og mælskir menn eru gjarnir á að gera, en þaö em ólíkt. skemmtilegri ræöur en hann flytur 1 sölum Alþingis. Nei, ég held aö engum leiöist þær ræöur,” sagöi Kristín Gutt- ormsson, enda er pólitíkinni þá sleppt. i —sa „Getur komið fyrir að þingmenn verði pirraðir ef þeim finnst ræðumaður tala óhemju lengi." STUTTARRÆÐUR OFT EFTIRMINNI- LEGRI — segir Þorvaldur Garðar Krist jánsson — Þaö em til reglur um lengd ræðutíma þingmanna en þeim er aldrei beitt nema þegar lagðar eru fram skriflegar fyrirspumir til ráðherra. Þá má fyrirspyrjandi tala í tvisvar sinnum fimm mínútur, ráöherra má tala tvisvar í 10 mínútur og aðrir þingmenn mega tala tvívegis í tvær mínútur, sagöi Þorvaldur Garðar Kristjánsson, en hann var forseti sameinaðs þings í vetur. — Stundum er ákveðið aö takmarka umræðutíma og forseti getur einnig mælst til þess aö ræðumenn veröi stutt- orðir. Annars getur þurft að halda kvöldfund eða fresta málinu. Er ekki stundum þreytandi aö sitja undir löngum ræöum? — Þaö fer nú allt eftir því hversu ræðurnar eru góöar, segir Þorvaldur og hlær við. En það getur komið fyrir aö þingmenn veröi pirraöir ef þeim finnst ræðumaður tala óhemju lengi. Langar ræöur geta veriö snjallar en yfirleitt held ég þó aö þingmenn ættui aö leggja meira upp úr gæðum máls síns en lengd. Stuttorðir þingmenn eru þá kannski hafnir tilskýjanna? — Stuttar ræöur eru oft eftirminni- legri og geta veriö áhrifameiri en þaö er náttúrlega erfitt að alhæfa nokkuð hér um, sagöi Þorvaldur Garðar Krist- jánsson. ^a. „Hólt ég væri hættur að tala svona mikið." HRÆÐILEGUR HÁVAÐIÞEGAR FÝKURÍMIG — segirSverrir Hermannsson „Ráðherrar þurfa náttúrlega oft að svara fyrirspurnum, jafnvel um mála- flokka sem ekki falla undir þá ef sam- ráðherrar þeirra eru ekki viðstaddir. Annars hélt ég aö ég væri hættur aö tala svona mikið, heföi lagast meö árunum,” sagöi Sverrir Hermannsson iönaöarráöherra. Sverrir er sennilega sá þingmaður sem lengstu ræöu hefur haldið á Alþingi. Hinn 8. maí 1974 talaði hann samfleytt í fimm klukkustundir og 35 mínútur. Þá tók hann til máls er klukkan var 20 mínútur gengin í sex að kveldi og lauk eigi máli sínu fyrr en fimm mínútum fyrir ellefu. „En þing- menn hafa talað lengur um einstaka málaflokka en ég,” segir Sverrir, „en þó ekki án þess aö gera hlé á máli sínu. Sem ungur maöur tók ég oft til máls á samkomum en þá þurfti maður líka alltaf aö láta bera á sér. Þrátt fyrir þingmannsreynsluna er ég enn stundum dálítiö taugaóstyrkur er ég stíg í pontu á Alþingi og fer sjaldan í ræðustól á samkundum án þess að vera örlítið nervös. En það er stundum gamanaðþessu.” Nú er stundum sagt að af þing- mönnum landsins liggi þér hæst rómurinn? „Því trúi ég varla, heföi haldið að Karvel talaöi hærra. En þaö er vafa- laust alveg satt aö þegar fýkur í mig er þetta hræöilegur hávaði. Þaö er í ættinni,” sagðiSverrir Hermannsson. -sa. Svavar Gestsson, Hjörleifur Guttormsson og töluðu samanlagt lengst á nýliðnu þingi. Enginn þingmaður tók jafnoft til máls á nýliðnu 106. löggjafarþingi Islands og Svavar Gestsson. I 197 skipti lallaði for- maöur Alþýöubandalagsins í pontu og ávarpaöi þingheim. Og háttvirtur 3. þing- maður Reykjavíkur talaði einnig lengst, eða samtals í 3076 mínútur. Aö meöaltali talaöi' því Svavar Gestsson í tæpar 16 minútur í hvert sinn. Þórarinn Sigurjónsson tók hins vegar sjaldnast til máls, eöa einungis þrisvar sinn- um. Samanlagöur ræöutími hans var 23 minútur og náöi aöeins Eggert Haukdal aö slá honum við í þessu efni. Eggert tók fimm sinnum til máls á Alþingi, samtals í 17 mínútur. Þessi tölfræöi er unnin upp úr Alþingis- tíöindum og áður en lengra er haldiö er rétt aö gera grein fyrir vinnubrögðunum sem hér voru viðhöfð. Hjá starfsfólki Alþingis fengust þær upplýsingar að einn dálkur í Alþingistíðindum samsvaraöi um sex til sjö mínútum í ræðu, mismunandi eftir því hvað þingmenn eru fljótmæltir. Hér er gert ráð fyrir því aö allir tali meö sama hraöa og samanlagöur ræðutími þingmanna er því fenginn meö því aö leggja saman dálka- f jölda hvers og eins og margfalda meö 6,5. Samanlagöur ræðutími þarf því ekki að vera réttur upp á mínútu, en alltént er hægt að gera sér grein fyrir röö þingmanna í þessu efni. Auðveldara er aö telja saman hversu oft þingmenn tóku til máls þótt sú tölfræði þurfi heldur ekki að vera kórrétt, mistök við talningu eru ekki útilokuö. Svavar, Albert og Stefán En vikjum nánar að þeim þingmönnum sem oftast héldu í ræðustól. Þótt Svavar Gestsson hafi vinninginn í þessu efni veitti Albert Guðmundsson fjármálaráöherra honum harða keppni. Albert lét 170 sinnum í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.