Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						24
DV. LAUGARDAGUR 23. JUNI1984.
„Fer aftir hvaOa mál aru til umræðu
hversu gaman er iræðustól."
KLÆÐIMIGEKKI
ÍRÆÐUSTÓLINN
— segirGuðrún
Agnarsdóttir
„Mér finnst undariegt að tímalengd
ræðu skuli þykja eftirtektarverð
fremur en innihald hennar. Þaö
vaknar sú spurning hvað er verið að
meta.
Það hafði aldrei hvarflað að mér að
leggja þingmennsku fyrir mig og
þegar ég stóð í pontu á Alþingi í fyrsta
skipti fann ég fyrir nokkrum kviða. En
auðvitað langaði mig til aö standa mig
og koma þeim málstað sem ég er
málsvari fyrir frá mér á frambæri-
legan hátt," sagði Guðrún Agnars-
dóttir.
„Ég segi ekki að mér finnist
gaman að tala úr ræöustól, það fer
eftir því hvaöa mál eru til umræðu og
hversu vel ég er undirbúin. Ég klæði
mig ekki í stólinn eins og sumir
þingmenn.
Eg varöi miklum tíma í umfjöllun
um friðarfræðslu því að þessi tillaga
Kvennalistans vakti miklar umræður á
þinginu. En þó komumst við kvenna-
lista [jingrnenn ekki hjá þvi að taka þátt
í allflestum umræðum þar sem við
erumsvofáar.
Erfiðast finnst mér að sætta mig við
þá tilhugsun að öll umræðan í þing-
sölum hafi ef til vill lítil áhrif á gang
mála. Eg velti því stundum fyrir mér
hvort ýmsar mikilvægar ákvarðanir
séu í raun teknar annars staðar úti í
þjóðfélaginu áður en umræðan fer
fram í þingsölum. En umræður eru
eina tækið sem stjórnarandstaðan
hefur til að ná fram breytingum og
þennan lýðræðislega rétt hennar má
ekki vanvirða," sagði Guðrún Agnars-
dóttir.                     sa
„Aldrei rtotið mín í ræðustól á
Alþingi."
Jón Baldvin
Hannibalsson:
ALMENNILEGAR,
PÓUTÍSKAR
RÖKRÆÐURERU
SIALDGÆFAR
— Óneitanlega er það kostur að vera
stuttorður og gagnorður en stundum
eru málin það flókin og tæknileg aö
ræðumenn verða að tala lengi,
einkanlega ef þeir hafa lagt mikla
vinnu í undirbúning ræðu sinnar, sagöi
Jón Baldvin Hannibalsson.
—  Svo heldur stjórnarandstaðan
auðvitaö oft uppi málpófi til að koma í
veg fyrir að stjórnin geti komið sínum
málum í gegn. Málþóf er ekkert annaö
en aöferð til að fá fram breytingar á
stjórnarfrumvörpum og ég held að
þennan rétt stjórnarandstöðunnar til
að tef ja mál verði að virða.
Reglur um þingsköp móta að sjálf-
sögðu allar umræður á Alþingi og nú
eru ekki í gildi neinar reglur um há-
marksræðutíma, nema þegar um fyrin-
spurnir er að ræða. Þá má vel vera að
rétt væri að breyta þessu og setja ein-
hver timatakmörk en ég held að
brýnna væri að endurbæta nefndakerf i
Alþingis og ennfremur að reyna að
jafna álagi yfir allt þingtímabilið. Það
er goðsögn að starf þingsins f ari fram í
nefndum, þær vinna fæstar nægilega
vel og nefndarformenn hafa alltof
mikil völd. Stjórnarandstaðan getur
lítiö aðhafst í nefndum þingsins og
verður þvi að nota ræöustólana til aö
gagnrýna stjórnina og viðra skoðanir
sínar, sagði Jón Baldvin Hannibalsson.
Hvernig heldurðu að þér myndi líða
ef þú værir að setjast á þingmanna-
bekk í fyrsta skipti og hefðir lítil af-
skipti haft af stjórnmálum fram til
þessa?
— Mér liði illa fyrst í stað því ég
held að þaö taki nokkur ár að ná tökum
á þeim vinnubrögðum sem nauðsyn-
leg eru. Sjáif ur hef ég aldrei notið mín í
ræðustól á Alþingi því ég verð að hafa
hlustcndur og þingmenn nenna sjaldn-
ast að hlusta á umræður á Alþingi. Það
er ekki nema örsjaldan að almennileg-
ar pólitiskar rökræður fara fram á
Alþingi og í því sambandi eru mér sér-
staklega minnisstæöar umræðurnar
um friðarfræðslu í skólum í vetur. Þá
var líka alltaf fullur salur enda verið
aö takast á um grundvallaratriði,
sagði Jón Baldvin Hannibalsson.
„Hjörleifur er yfirleitt búinn að tala
útþegarheim erkomið."
Kristín Guttormsson:
ÞEGIANDI
SAMKOMULAG
UMAÐ
TALAEKKIMIKIÐ
— Nei, nei, Hjörleifur talar yfir-
leitt ekki mikið heima, hann er yfir-
leitt búinn aö tala út þegar þangaö er
komið, sagöi Kristin Guttormsson,
eiginkona Hjörleifs Guttormssonar, er
hún var spurð hvort eiginmaður henn-\
ar væri jafmnælskur heima fyrir og á
þingi.
„Eg er læknir, hlusta á sjúklinga
mína allan daginn og er því orðin
þreytt þegar vinnudeginum er lokið, og
Hjörleifur er búinn að fá nóg. Já, það
má eiginlega segja að þetta sé
þegjandi samkomulag," sagði Kristin.
— A fjölskyldumótum heldur hann
stundum ræður, eins og mælskir menn
eru gjarnir á að gera, en það eru ólíkt
skemmtilegri ræður en hann flytur i
sölum Alþingis. Nei, ég held að engum
leiðist þær ræður," sagði Kristín Gutt-
ormsson, enda er pólitíkinni þá sleppt. i
—sa
„Sterkur tengiliður milli kjósenda
heima íhóraði og Alþingis."
ÞAGAÐMEÐAN
FRÉTTIRNAR
ERULESNAR
— segirÓlöf
Haraldsdóttir
„Það er mikið um að menn liti inn
og spyrji um einhver mál sem til um-
ræðu eru á Alþingi og eflaust gefa þeir
Þórarni einhver heilræði í leiöinni.
Þórarinn er sterkur tengiliður milli
kjósenda heima i héraði og Alþingis,"
sagði Olöf Haraldsdóttir, eiginkona
Þórarins Sigurjónssonar.
„Stundum er hringt i Þórarin
snemma á morgnana eða seint á
kvöldin en hann tekur þvi alltaf með
jafnaðargeði og er ætið fús að tala við
fólk. Einu sinni var hringt til okkar á
matartimanum og þegar ég spurði
Þórarin hvort ég ætti að biðja mann-
inn að hringja aftur seinna, því hann
væri að borða, svaraði Þórarinn: Nei,
ég skal tala við hann, það er ekki vist
að hann nái i mig seinna, ég gæti verið
farinn eða vant við látinn.
Á fréttatímum útvarps reynum viö
að þegja því Þórarinn leggur mikið
upp úr því að hlusta á fréttirnar. Hann
hefur hins vegar verið svo önnum kaf-
inn að undanförnu að sjónvarpsfrétt-
imar hefur hann sjaldan náð að horfa
á,"sagðiOlöfHaraIdsdóttir.
„Getur komið fyrír að þingmenn
verði pirraðir af þeim fínnst
ræðumaður tala óhemju lengi."
STUTTARRÆÐUR
OFTEFTIRMINNI-
LEGRI
— segir Þorvaldur
Garðar Krist jánsson
— Það eru til reglur um lengd
ræðutíma þingmanna en þeim er
aldrei beitt nema þegar lagöar eru
fram skriflegar fyrirspumir til
ráðherra. Þá má fyrirspyrjandi tala í
tvisvar sinnum fimm mínútur,
ráðherra má tala tvisvar í 10 minútur
og aðrir þingmenn mega tala tvivegis í
tvær mínútur, sagði Þorvaldur Garðar
Kristjánsson, en hann var forseti
sameinaðs þings i vetur.
— Stundum er ákveðið að takmarka
umræðutíma og forseti getur einnig
mælst til þess að ræðumenn verði stutt-
orðir. Annars getur þurft að halda
kvöldfund eða f resta málinu.
Er ekki stundum þreytandi aö sitja
undir löngum ræðum?
— Það fer nú allt eftir því hversu
ræðurnar eru góðar, segir Þorvaldur
og hlær við. En það getur komið fyrir
að þingmenn verði pirraðir ef þeim
finnst ræöumaður tala óhemju lengi.
Langar ræður geta verið snjallar en
yfirleitt held ég þó aö þingmenn ættu
aö leggja meira upp úr gæöum máls
síns en lengd.
Stuttorðir þingmenn eru þá kannski
hafnirtilskýjanna?
— Stuttar ræður eru oft eftirminni-
legri og geta verið áhrifameiri en það
er náttúrlega erfitt að alhæfa nokkuð
hér um, sagði Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson.                   -ga.
„Hólt ég væri hættur að tala svona
mikið."
HRÆÐILEGUR
HÁVAÐIÞEGAR
FÝKURÍMIG
— segirSverrir
Hermannsson
„Ráðherrar þurfa náttúrlega oft að
svara fyrirspurnum, jafnvel um mála-
flokka sem ekki falla undir þá ef sam-
ráðherrar þeirra eru ekki viðstaddir.
Annars hélt ég að ég væri hættur að
tala svona mikið, hefði lagast með
árunum," sagði Sverrir Hermannsson
iðnaðarráðherra.
Sverrir er sennilega sá þingmaður
sem lengstu ræðu hefur haldiö á
Alþingi. Hinn 8. maí 1974 talaði hann
samfleytt í fimm klukkustundir og 35
mínútur. Þá tók hann til rnáls er
klukkan var 20 mínútur gengin í sex að
kveldi og lauk eigi máli sínu fyrr en
fimm minútum fyrir ellefu. ,J5n þing-
menn hafa talað lengur um einstaka
málaflokka en ég," segir Sverrir, ,,en
þó ekki án þess að gera hlé á máli sínu.
Sem ungur maður tók ég oft til
máls á samkomum en þá þurfti maður
lika alltaf að láta bera á sér. Þrátt
fyrir þingmannsreynsluna er ég enn
stundum dálitiö taugaóstyrkur er ég
stíg i pontu á Alþingi og fer sjaldan í
ræðustól á samkundum án þess að
vera örlítið nervös. En þaö er stundum
gamanaðþessu."
Nú er stundum sagt að af þing-
mönnum landsins liggi þér hæst
rómurinn?
„Því trúi ég varla, hefði haldið að
Karvel talaði hærra. En það er vafa-
laust alveg satt að þegar fýkur i mig
er þetta hræðilegur hávaði. Það er í
ættinni," sagðiSverrirHermannsson.
-sa.
Svavar Gestsson, Hjörleifur Guttormsson og
töluðu samanlagt lengst á nýliðnu þingi.
Enginn þingmaður tók jafnoft til máls á
nýliðnu 106. löggjafarþingi Islands og
Svavar Gestsson. I 197 skipti lallaði for-
maður Alþýöubandalagsins i pontu og
ávarpaði þingheim. Og háttvirtur 3. þing-
maður lleykjavikur talaði einnig lengst, eða
samtals í 3076 mínútur. Að meöaltali talaði'
því Svavar Gestsson i tæpar 16 minútur í
hvert sinn.
Þórarinn Sigurjónsson tók hins vegar
sjaldnast til máls, eða einungis þrisvar sinn-
um. Samanlagður ræðutimi hans var 23
minútur og náði aðeins Eggert Haukdal að
slá honum við í þessu efni. Eggert tók f imm
sinnum til máls á Alþingi, samtals i 17
mínútur.
Þessi tölfræði er unnin upp úr Alþingis-
tiðindum og áður en lengra er haldiö er rétt
að gera grein fyrir vinnubrögðunum sem
hér voru viðhöfð. Hjá starfsfólki Alþingis
fengust þær upplýsingar að einn dálkur í
Alþingistiðindum samsvaraði um sex til sjö
mínútum í ræðu, mismunandi eftir því hvað
þingmenn eru fljótmæltir. Hér er gert ráð
fyrir því að allir tali meö sama hraöa og
samanlagður ræðutími þingmanna er þvi
fenginn með því að leggja saman dálka-
fjölda hvers og eins og margfalda með 6,5.
Samanlagður ræðutimi þarf þvi ekki að vera
réttur upp á mínútu, en alltént er hægt að
gera sér grein fyrir röð þingmanna í þessu
efni. Auðveldara er að telja saman hversu
oft þingmenn tóku til máls. þótt sú tölfræði
þurfi heldur ekki að vera kórrétt, mistök við
talningu eru ekki útilokuð.
Svavar, Albert og Stefán
En víkjum nánar að þeim þingmönnum
sem oftast héldu í ræðustól. Þótt Svavar
Gestsson hafi vinninginn i þessu efni. veitti
Albert Guðmundsson fjármálaráðherra
honum harða keppni. Albert lét 170 sinnum í
fr**4 */».•*„:'*
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48