Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 05.07.1984, Blaðsíða 1
Skoðanakönnun öry ggismálanef ndar sýnir að 80 prósent kjésenda styð ja HH aðildíslandsaðNATO: _ DV-KONNUN SYNDI SÖMU NIÐURSTÖDU Stuöningur íslenskra kjósenda við meginþætti hinnar hefðbundnu utan- ríkisstefnu er skýr. Mikill meirihluti styður aðildina að Atlantshafsbanda- laginu og veru Vamarliðsins hér- lendis. Þetta er helsta niðurstaða rannsóknar sem Olafur Þ. Harðarson stjómmálafræðingur hefur gert fyrir öryggismálanefnd. Rannsóknin fór þannig fram að um eitt þúsund Islendingar vora spurðir um viðhorf sín til öryggis- og utanríkismála. Gagnaöflun fór fram eftir alþingis- kosningamar í apríl í fyrra. I könnun öryggismálanefndar kemur fram að 80 prósent svarenda era fylgjandi aðildinni að NATO en 20 prósent á móti. Þetta er nánast sama niðurstaða og fékkst úr skoðana- könnun DV um sama mál í október í fyrra. 1 DV-könnuninni vora hlutföllin 79 prósent á móti 21 prósenti. öryggismálanefnd fær einnig sömu niðurstöðu og DV fékk í október- könnuninni um afstöðuna til Kefla- víkurstöðvarinnar. Niðurstaða beggja aðila var sú að 64 prósent vora fylgjandi vera Vamarliðsins á íslandi en36prósentámóti. sjábls.4-5 I skoðanakönnun sem Dagblaöið gerði árið 1980 um herstöðina reyndust hlutföllin einnig 64 á móti 36.1 könnun Vísis árið 1968 voru hlutföllin nær því sömu, 63 prósent fylgjandi en 37 prósent andvíg veru bandaríska herliðsins. Könnun öryggismálanefndar sýnir að meirihluti aðspurðra styður gjald- töku fyrir Keflavikurstöðina. Könnim þessa blaðs hefur einnig sýnt veraleg- an stuðning við aronskuna. -KMU. Við Hátetgsveglnn í gærkvötdi. ökumaður BMW-ins er grunaður um ötvun, skemmdi fjóra bila og hljóp sfðen 5 burtu. Hann skiidi konu eftír i btt DV-myndir: S. Ókáþrjábfía og stakk síðan af ökumaður, grunaður um ölvun, ók bíl sínum, BMW, á ofsahraöa á þrjá bíla við Háteigsveg um klukkan hálfellefu í gærkvöldi. Eftir árekst- urinn stakk maðurinn af. Hann fannst ekki fyrr en um klukkan hálf- eitt í nótt, er hann gaf sig fram. Kona var með manninum í bílnum er hann lenti í árekstrinúm. Maðurinn ók bíl sínum á miklum hraða suður eftir Rauðarárstígnum. Hann beygði skyndilega upp Há- teigsveginn. Ekki tókst beygjan bet- ur en svo að hann ók á kyrrstæða Mözdu. Hún skemmdist verulega. Þetta dugði þó ekki til þess að BMW-inn stöðvaðist og hélt hann áfram upp Háteigsveginn og lenti •þar á tveimur bílum. Þar með lauk ökuferðinni. Maðurinn stakk þegar af, hlaup- andi. Hann gaf sig fram klukkan hálfeitt í nótt. Kona var með mannin- um í bílnum og var hún kyrr í honum eftir áreksturinn. Allir bílarnir eru skemmdir, bíll mannsins, BMW, þó langmest. Má heita gott ef hann er ekki ónýtur.1 Engin slys urðu á fólki í árekstrun- um. -JGH. Krafist gæsluvarðhalds yfir fimm ungmennum vegna innbrota að undanförnu: Gerð til að fjármagna fíkniefnakaup? „Við höfum krafist gæsluvarð- halds yfir ungmennunum en dómari hefur tekið sér frest þar til síðar i dag að ákvarða þar um,” sagði Helgi Daníelsson, yfirlögregluþjónn hjá , Rannsóknarlögreglu ríkisins, í sam- taliviðDVímorgun. í gær voru fimm ungmenni um tvltugt, þrjár stúlkur og tveir menn, handtekin, vegna innbrota að undan- förnu. Annar piltanna hefur játað að hafa brotist inn i kirkju Öháða safn- aðarins um síðustu helgi og í fyrir- tæki viö Snorrabraut. Hin munu tengjast þessum innbrotum og fleiri sem RLR hefur verið að rannsaka að undanfömu. Meöal ann- ars er um að ræða innbrot í sænska sendiráðið, hús við Vatnsholt, Osta- og smjörsöluna og fleiri. Ungmennin muna einkum hafa haft upp úr krafs- inu skartgripi og sjónvarps- og út- varpstæki. Er talið að innbrotin hafi verið framin til að fjármagna fíkni- efnakaup. Eitthvað af þýfinu er komiðtilskila. Ungmennin hafa áður komið við sögu iögreglunnar bæöi fyrir innbrot og vegna fíkniefnamála. -KÞ. Góð veiöií Stóru-Laxá — sjábls.11 Vikingaknörr meðvél — sjá bls. 2 VelurMondale konu? — sjábls.9 Deildumlokað áVífílsstaöa- spítala — sjábls.2 Sigurdúfa -sjábls.34 • StriðíBurma — sjá bls. 10 • Maturog hollusta — sjábls.6 Vatnsfundirá herbergilll -sjábls.3 MUNIÐ SUMARMYNDAKEPPNIDV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.