Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1984, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.07.1984, Blaðsíða 16
íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir_______ íþrd Iþróttir íþróttir Iþróttir íþróttir DV. FÖSTUDAGUR 6. JUL! 1984. Juventus dæmt Í630 þús. króna sekt — Aganefnd UEFA sektaði auk þess Tottenham Hotspur, knattspyrnu- sambönd og leikmenn Aganefnd UEFA hefur dæmt ítalska félaglð Juventus i háa fjársekt vegna óiáta sem urðu af völdum stuðningsmanna liðsins er Juventus lék til úrslita gegn Porto frá Portúgal i Evrópukeppni bikarhafa í mai mánuði sl. Juventus var dæmt til að greiða 630 þúsund ísl. kr. i sekt. Áhangendur félagsins brutu niður girðingu umhverfis völlinn í Basel í Sviss þar sem leikurinn fór fram og ruddust inn á vöilinn. Auk þess skutu þeir flugeldum, reyksprengjum og öðrum óæskilegum hlutum inn á leikvanginn. Tottenham Hotspur frá Englandi var einnig sektað um 75 þúsund ísl. kr. vegna flösku sem kastað var í átt að dómara siðari úrslitaleiks félagsins gegn Anderlecht i UEFA-keppninni 23. mai sl. Þá dæmdi aganefndin ítalskan og búlgarskan unglingalandsiiðsmann i leik- bann. Löndin léku í Evrópukeppni unglinga- landsliða i Klev 29. maí sl. ítalinn Gian Lucia Gaudenzi var dæmdur i fimm leikja bann vegna brottreksturs í um- ræddum leik og Búigarinn Pavel Doschev fékk tveggja leikja bann en Doschev reifst i dómara leiksins. Báðir þessir leikmenn höfðu fenglð aðvörun frá UEFA fyrr á árinu. Þá var ítalska knattspyrnusambandið dæmt til að greiða um 25 þúsund ísl. kr. í sekt og búigaraska sambandið i 13 þúsund kr. sekt. -sk. Valur sigraði á Akranesi — í 1. deild kvenna ísafjörður sigraði KR 2-1 i l.deild kvenna i knattspyrnunni á isafirðl í gærkvöld. Arna Steinsen skoraði fyrsta mark leiksins fyrir KR úr víti. 1 byrjun s.h. jafnaðl Steila Hjaltadóttir og Ingibjörg Jónsdóttir skoraði sigurmark ÍBÍ tiu mín. fyrir leikslok. Hún var langbest á veliinum og ætti landsllðsnefnd að setja hana undir smásjána. Valur, isafirði. Tveir aðrir leikir voru í gærkvöld. Breiða- bllk vann Víklng 5-0 i Kópavogl. Erla Rafns- dóttir skoraði þrennu, Ásta Maria Reynis- dóttir og Sigrún Sævarsdóttir hin mörkin. Á Ákranesi sigraði Valur ÍÁ 3-2. hsim. Mót Einherja Þeir kylfingar sem lent hafa í því mikla ævintýri að koma litlu hvítu golfkúlunni ofan í holuna í einu höggi, svokallaðir Einherjar, halda með sér golfmót á sunnudaginn á Nés- vellinum. Byrjað verður að ræsa út kl. 11 um morguninn. -sk- Yvon le Roux fékk leikbann Yvon le Roux, bakvörðurinn sterki og stæðl- legi í franska landsiiðinu i knattspyrnu, var í gær dæmdur i eins leiks bann með franska landsliðinu eftir að honum var vikið af Ieik- velli i síðasta leik Frakka í Evrópukeppninni i knattspyrnu, úrslitaleiknum. Hann þarf ekki að taka út leikbannið fyrr en í næstu Evrópu- keppni. -sk. Knattspyrnuskóli Vals: Hemmi Gunn. og Ingi Björn mæta Á næsta námskeiði knattspyrnuskóla Vals, sem hefst mánudaginn 9. júlí nk., verður bryddað upp á þvi að fá i heimsókn þekkta fyrrverandi leikmenn Vaisliðsins. Markaskor- ararnir miklu Hermann Gunnarsson og Ingi Björn Álbertsson, munu kenna krökkunum galdurinn við að koma knettinum á réttan stað, þ.e. í netið, og hinn leikni Þórir Jónsson sýnir allt annað sem hægt er að gera viö fót- knött. Áðalleiðbeinendur verða sem fyrr, Ian Ross, þjálfari 1. deildarliðs Vals, og Jóhann Þor- varðsson, kennari og leikmaður Vals. Innritun fer fram í Valsheimilinu, simi 11134. Miklar mannabreytingar hjá f rönsku félögunum Frá Árna Snævarr, fréttamanni DV í Frakklandi. Frönsku fyrstudeildarliðin hafa þegar tekið fram seðlaveskin með þaö fyrir augum að styrkja liðsheildina fyrir næsta keppnistímabil. Meistarar Bordeaux hafa þegar gert samning við Strasbourg um kaup á Dominique Dropsy, fyrrum landsliös- markverði, en selt tvo leikmenn, þá Raymond Domenech, sem fer til Mul- house, og Bemard Zeníer, fyrrum landsliðsmann, til Marseiiles. Þjóð- •verjarnir Dieter Miiller og Caspar Memering eru á sölulista. Sama máli gegnir um landsliðsmanninn sterka, blökkumanninn Marius Tresor. Jafn- vel möguleiki á því að hann hætti knattspymu vegna þrálátra meiðsla. Krause enn á ferðinni Þjóðverjinn Uwe Krause, fyrrum félagi Karls Þórðarsonar hjá Lavai, er enn á ferðinni. Monaco hefur skipt á honum og Philippe Anziani, marka- skoraranum mikla á síðasta leiktíma- bili, hjáSochaux. París Saint Germain, ríkasta lið Frakklands, hefur eytt dágóðri summu á markaðnum. Það hefur fengið mið- vallarspilarann Gérard Lanthier frá Auxerre, varnarmanninn Phiiippe Jeannol frá Nancy og framherjann Niederbacher frá Waregem í Belgíu. Hins vegar var markhæsti leikmaður liösins á síöasta leiktimabili Michel N’Gom seldur til Auxerre. Toulouse, sem kom mjög á óvart í vetur, mætir sterkt til leiks á hausti komanda með þá Alberto Tarantini (Bastia), einn af heimsmeisturum Argentínu 1978, Didier Christophe, miðjumann frá Lille, og fyrrum lands- liðsmiðherjann Yannick Stopyra frá Rennes, innanborðs. Kelsch til Strasbourg Jiirgen Sundermann, þjálfari Stras- bourg, sem áður var þjálfari hjá Stutt- gart, hefur keypt miðherjann Kelsch frá sínu gamla liði en hins vegar er talið líklegt aö franski landsliðs- maðurinn Didier Six hverfi frá Strax- bourg og leiki á ný í Þýskalandi. Brest hefur fengið skoska landsliðs- manninn Ian Wallace frá Notting- ham Forest og 2. deildarlið Lyon hefur keypt tvo leikmenn frá Strasbourg, þá Olivier Rouyer og Félix Lacuesta. Þá hefur Lyon fengið miðjumanninn snjalla Jean-Francois Larios, sem um árabil var fastamaður í franska lands- liöinu. Tveir þeir síðastnefndu léku raunar með St. Etienne á gullaldar- skeiði liðsins en þá var þjálfari þess einmitt Robert Herbin, núverandi þjálfari Lyon. Nú er öldin önnur hjá St. Etienne. Liðið féll niður úr 1. deild í vor. Næstu vikurnar verða eflaust ýmsar sölur milli félaga en síðustu f or- vöö að ganga frá kaupum og sölum fyrir næsta keppnistímabil er um miðjanágúst. ÁS/-hsím. Eftir að þessi grein var skrifuð hefur Marius Tresor, miövöröurinn sterki frá Frakklandsmeisturum Bordeaux, tilkynnt að hann sé hættur knatt- spymu. Um langt árabil hefur þessi blökkumaður verið einn af lykil- mönnum franska landsliðsins. Héraðsmót UMSK í Kópai Keppti á ný fimmtan ar Einn af hápunktum Stokkhólmsleikanna á mánndag í frjálsum íþróttum var 800 m hlaupið. Á myndinni að ofan sjást hlauparamir koma i mark. James Mays, USA, fyrir miðju, sigraði á 1:44,62 min. Hann komst ekki í bandariska ólympíuliðið á úrtökumótinu í LA á dögunum. Lengst til hægri er Hollendingurinn Rob Druppers, sem varð annar á 1:44,70 min. Hann varð ltka annar i sumar. Þriðji er svo Stanley Redwine, USA, á 1:45,11 mín. James Robinson, USÁ, varð fjórði á 1:45,41 mín. Hann komst heldur ekki i bandaríska ólympíuliðið. Varð fjórði á úrtökumótinu, sjónarmun á eftir þriðja manni. -bsim. — Einn besti leikui „Það var mun erfiðara að verja vitið frá Guðmundi en frá Þorgrimi. Ég mátti hafa mig allan við til að verja skot Guðmundar. Ég vissi aftur á móti hvert Þorgrimur myndi skjóta og þaö var mun auðveldara að verja hans skot,” sagði Þorvaldur Jónsson, mark- vörður KÁ, eftir vægast sagt hrikalega skemmtilegan bikarleik gegn Vai i gærkvöldi. KA sigraði 8—7 eftir fram- lengingu og vítaspymukeppni og Þor- valdur, sem kom inn á sem varamaður Birkis markvarðar, sem meiddist, sannaði það í gærkvöldi að þar fer snjail markvörður. Hann varði tvær vítaspymur Valsmanna i iokaá- tökunum og kom KA-mönnum öðram fremur í 8-liða úrsiitiu. Leikurinn var afar skemmtilegur, eflaust sá skemmtilegasti sem maður hefur séð í mörg herrans ár. Allt til staöar sem þarf til að gera knatt- spymuleik skemmtilegan. Góð knatt- spyma, spenna meiri en margir þoldu og sviptingar sh'kar að elstu menn mundu ekki annað eins. mín 2:16.5 4:22.5 4:22.6 4:27.1 9:44.2 9:47.2 10:02.5 sek 16.6 18.0 6.43 m 12.58m 1.70 m 58.16m 50.64 m 800 m 1. Olafur Ari Jónsson UBK 1500mhlaup 1. Einar Sigurðsson UBK 2. Hannes Hrafnkelsson UBK 3. Kristleif ur Guðbjörnsson A. 3000 m hlaup. 1. Einar Sigurðsson UBK 2. Kristleifur Guðbjörnsson A. 3. Gunnar Snorrason UBK llOmgrindahlaup. 1. Sigurjón ValmundssonUBK 2. EinarGunnarsson UBK • Langstökk. 1. Sigurjón Valmundsson UBK Þrístökk. 1. Sigurjón Valdmundsson UBK Hástökk. 1. Einar Gunnarsson UBK Spjótkast. 1. Hreinn Jónasson UBK 2. Hörður Harðarson UBK Marius Tresor, einn besti maður Bordeaux og transxa tanasuosins, hefur orðið að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla. Hérðasmót UMSK í frjálsum íþróttum fór fram í Kópavogi 23. og 24. júní. Svanhildur Kristjónsdóttir UBK setti héraðsmef i 200 m hlaupi. 25.3 sek. I 1500 m og 3000 m hlaupi karla var geysihörð keppni. Einar Sigurðsson UBK sigraði í báðum hlaupum, en fékk harða keppni frá þeim Hannesi Hrafnkelssyni og hlaupagarpnum Kristleifi Guðbjömssyni Aftureldingu, 46 ára. Kristleifur var á árunum 1955—1970 fremsti hlaupari landsins í langhlaupum og marg- faldur Islandsmeistari og methafi. Kristleifur dró nú fram hlaupaskóna á ný eftir 15 ára hlé og setti tslandsmet í öldungaflokki (45—49 ára). 4:27.1 mín í 1500 m og 9:47.2 mín Í3000m hlaupi. Helstu úrslit. lOOmhlaup. 1. EinarGunnarssonUBK 11.6 2. Jón Þ. Sverrisson UBK 11.7 200 m hlaup. 1. Sigurjón Valmundsson UBK 24.5 2. Olafur Ari Jónsson UBK 24.6 400 m 1. EinarGunnarssonUBK 54.6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.