Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. FIMMTUDAGUR15. NOVEMBER1984.
Fundur um nýju tóbakslögin
Mánudaginn 19. nóvember heldur
Krabbameinsfélag     Reykjavíkur
fræðslufund fyrir almenning í hinu
nýja húsi Krabbameinsfélagsins aö
Skógarhlíö 8. Fundurinn hefst kl. 20.30.
Á dagskrá eru málefni sem nú eru
mjög ofarlega á baugi: Ingimar Sig-
urðsson deildarlögfræðingur kynnir
nýju tóbakslögin sem taka gildi um
áramótin og Siguröur Árnason læknir
heldur fyrirlestur um óbeinar reyk-
ingar. Aö loknu kaffihléi mun Helgi
Valdimarsson prófessor flytja erindi
um ónæmisf ræðl krabbameina.
Víða, einkum á Vesturlöndum, hafa
nú verið sett lög sem banna reykingar
á tilteknum stöðum eða takmarka þær
við ákveðin svæði. Sivaxandi vitneskja
um skaðsemi óbeinna reykinga gefur
þessari þróun byr undir báða vængi.
Meö nýju tóbaksvarnalögunum er Is-
land komið i hóp þeirra landa sem
setja skorður við reykingum á al-
mannafæri, auk þess sem í lögunum
eru ýmis önnur mikilvæg ákvæði.
Að því er varðar ónæmislækningar
er þess skemmst að minnast að nóbels-
verðlaunin í læknisfræði voru aö þessu
sinni veitt fyrir rannsóknir á því sviði,
m.a. aðferðir við framleiðslu svo-
nefndra einstofna mótefna sem vænst
er að geti komið að gagni við greiningu
og meðferð krabbameina.
Þetta er fyrsti almenni f ræðslufund-
urinn sem haldinn er í Skógarhlið 8 og
erhannöllumopinn.          -óm.
Stof nf undur kvennalista
Nýtt skip
Hafskips
Hofsá, nýja skip Hafskips.
Nýjasta kaupskip Hafskips hf., m.s.
Hofsá, kom til Keykjavíkur sl. laugar-
dag með fullfermi frá Evrópuhöfnum.
Hofsá, sem er sjöunda skipið í kaup-
skipaflota félagsins, er smiðuð i
Austurríki 1972, en skipið var ke.vpt af
kanadísku skipaf élagi.
M.s. Hofsá er 3.200 lestir og tekur
183 gámaeiningar fulllestuö. Ahöfnin,
12 manns, er íslensk og skipstjóri er
Guðmundur Eyjólf sson.
Meö tilkomu nýja skipsins fer m.a.
Hvítá, sem er spánskt leiguskip með
spánska áhöfn, úr leigu Hafskips hf.
M.s. Hvítá lestar nú vöru í Banda-
ríkjunum fyrir Hafskip hf. í síöasta
sinn en skipinu verður skilað i byrjun
næsta mánaöar.
M.s. Hofsá verður i áætlunar-
siglingum til Norðurlandahafna á móti
m.s. Skaftá.
-óm.
Finnur Jónsson í banda-
rískri listaverkabók
Nýlega er komin út í Bandarík jun-
um mikil og glæsileg listaverkabók um
nútímalistasafnið fræga í Yale, Yale
University Gallery. Þar er að finna tvö
málverk eftir íslenska listmálarann
Finn Jónsson máluð árið 1925. Myndir
af þessum sömu verkum er einnig að
finna í bókinni um Finn Jónsson sem
kom út í fyrra hjá Almenna bóka-
félaginu.
Þetta er mikil alþjóðleg viðurkenn-
ing fyrir Finn Jónsson sem í bókinni er
settur við hliðina  á heimsfrægum
frumkvöðlum nútímalistar eins og
Nolde, Kandinsky o.fl.
Finnur Jónsson er 92 ára í dag, 15.
nóvember, og er þessi f rétt um hina al-
þjóðlegu viðurkenningu, sem hann
hlýtur í ofangreindri bók sem berst
víðs vegar um heiminn, veröskulduð
afmælisg jöf honum til handa.
Frank Ponzi listfræðingur mun
innan skamms skrif a grein um bókina,
safnið í Yale og stofnendur þess í Les-
bók Morgunblaðsins.
-óm
KENNARANEFNDIR
AÐ HEFJA STÖRF
I menntamálaráðuneytinu er nú
unnið að samningu frumvarps um lög-
gildingu starfsheitis kennara. Nefnd,
sem sett var á fót i þessu skyni, tók til
starfa fyrir hálfum mánuði, en i henni
eiga sæti þrír fulltrúar Bandalags
kennarafélaga og þrir starfsmenn
ráðuneytisins.
Menntamálaráðherra  hefur  enn-
Hliðunum í Heiðmörk, þ.e.a.s. viö
VífUsstaðahlíð, Strípsveg við Ferða-
félagsplan og Hjallabraut, hefur verið
lokað og meðan svo er er bifreiðaum-
ferö um Mörkina takmörkuð. Hægt
verður að aka veginn um-Rauðhóla
fram lijá Jaðri upp eftir Heiðarvegi og
eftir Hraunslóð út hjá Silungapolli eða
öfugt.
Vegirnir um Heiðmörk eru aðeins
geröir fyrír sumarumferð og þola ekki
umferð þann árstíma sem frost og þíð-
viðri skiptast á og er þvi nauðsynlegt
að hlífa þeim við bifreiðaumferð yfir
veturinn og þar til frost er að mestu
leyti f arið úr jörð að vori.
Það er ósk félagsins að fólk noti
Mörkina til gönguferða og annarrar
útivistar þrátt fyrír takmarkaða bif-
reiðaumferðyfirveturinn.      -óm
Um siðustu helgi voru haldnir stofn-
fundir Samtaka um kvennalista i
þremur kjördæmum landsins og gerð-
ust þar tugir kvenna stofnfélagar. A
laugardaginn var haldinn framhalds-
stofnfundur Kvennalistans í Borgar-
nesi en aðalstofnfundur var á Akranesi
nú fyrir skömmu. Sama dag var hald-
inn á Selfossi stofnfundur Samtaka um
kvennalista í Suðurlandskjördæmi og
fyrírhugaðir eru framhaldsfundir í
sýslum austanfjalls og i Vestmanna-
eyjum. Þá var á sunnudaginn fjöl-
mennur stofnfundur Samtaka um
kvennalista á Höfn i Hornafiröi. Stuðn-
ingsskeyti barst þangað frá konum á
Héraði sem ekki komust til fundarins
vegna veðurs. I yfirlýsingu, sem ný-
stomaður Kvennalisti á Höfn sendi frá
sér, kemur fram að mikill hugur er í
konum þar eystra og hyggja þær á
framhaldsstofnfundi á Austurlandi á
næstuvikum.
-óm
fremur ákveðið að láta fara fram
endurmat á störfum kennara til sam-
ræmis við menntun þeirra og ábyrgð.
Voru kennarasamtökunum send til-
mæli um það í sl. viku að þau tilnefndu
fulltrua i nefnd þessa og mun hún taka
til starfa strax og þær tilnefningar
hafa borist.
-óm
Umferð takmörkuð í Heiðmörk
Nýjung á íslandi:
jy  Veðurhlíf á vinnupallana
LATT'EKKI
REGNIÐ OG ROKIÐ
BERJA ÞIG AÐ ÓÞÖRFU!
Svissneska Tegunet
veðurhlífin bætir aðstöðu á
vinnupöllum og tryggir þér
fleiri nothæfa vinnudaga.
Tegunet veðurhlífin er fislétt en grimmsterk og
auðveld í uppsetningu. Hún tekur u.þ.b. 70% af
öllum vindi, hleypir litlu sem engu í gegn af
úrkomu, heldur inni dýrmætum hita og veitir
kærkomið skjól á vinnupöllunum.
Tegunet veðurhlífin skapar þannig um leið
stóraukin þægindi fyrir alla byggingariðnaðarmenn
og fjölgar verulega þeim dögum sem hægt er að
vinna viðkvæma útivinnu, s.s. einangrun utan frá,
sprunguviðgerðir, málningarvinnu, múrhúðun o.fl.
Tegunet veðurhlffin kemur einnig f veg fyrir að
hvers konar smáhlutir falli fram af vinnupöllum.
Tjón og slysahætta minnkar þannig til muna.
Verðið er einstaklega hagstætt -
og getur skilað sér margfaldlega til baka með fleiri
vinnudögum, auknum þægindum og um leið
frekari afköstum.
Iðnaðarmennimir í viðbyggingunni á Hótel
Sögu hafa litlar áhyggjur af íslensku roki og
rigningartíð.
Hugmyndin að Tegunet veðurhlífinni er
einföld — flnofíð net úr hinu grimmsterka
en fislétta PolySthylen.
8
ffl
Hringið í síma 91-42322 og fáið allar nánari upplýsingar.
Pallar hf.
Vesturvör 7
200 Kó'pavögi
Sími 42322 "
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40