Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1985, Blaðsíða 1
4 \ Topparnirí Hafnamála- stofnun flestir færöir til: Treholt- njósnarieöa afvegaleiddur föður- landsvinur? — sjá bls. 18 VeröurJónas Guömundsson skipstjóríá Árvakri? — sjá bls. 2 JónBaldviná fundiáDaivík — sjá bls. 3 Spáö íframtíöina — sjá bls. 34—35 Nýr maður í raun hafnamálastióri Skipulagsbreytingar á Vita- og hafnamálastofnun taka gildi næstkom- andi föstudag, 1. mars. Stærsta breytingin er sú að nýr maður verður í raun hafnamálastjóri. Sá heitir Her- mann Guðjónsson og er 33 ára gamall verkfræðingur. Hermann mun hafa titilinn forstöðu- maður áætlana- og framkvæmdasviðs. Auk þess mun skrifstofan heyra undir hann. Hermann mun bera ábyrgð á þessum þáttum starfseminnar og stjórna í samráði við ráðuneytisstjóra samgönguráöuneytisins. Aðalsteinn Júlíusson, vita- og hafna- málastjóri, heldur þeim titli. Hann verður áfram yfir vitamálunum og yfir rannsóknardeild hafnamála. Aðrar helstu tilfærslur eru þær að Gústaf Jónsson tæknifræðingur verður yfir framkvæmdadeild. Daníel Gests- son yfirverkfræðingur fer í sérverk- efni. Bergsteinn Gizurarson deildar- verkfræðingur fer í að meta hag- kvæmni hafnarframkvæmda. Gert er ráð fyrir að verkefnum stofnunarinnar fækki mjög. Framkvæmdir færist yfir til einka- aðila og verði meira á vegum hafn- anna sjálfra. Starfsmenn eru nú rúmlega fimmtíu talsins. Gert er ráð fyrir að þeim fækki niður undir fjörutíu. Fyrir tveimur árum voru þeir um sextíu talsins. Missir dýpkunarskipsins Grettis á stóran þátt í þessari fækkun. Sjábls.5 Hvessir verulega upp úr hádegi: „Ansi mikil og Ijót lægd” Eggjaverðið: Gífuríeg hækkun á 4 mánuöum Egg hafa hækkaö í verði um 86,5% á tæpum fjórum mánuðum. Fyrir fjórum mánuðum, 1. nóvember síöastliðinn, var aigengt verð á eggjum í matvöruverslunum 89 krónur kílóiö þótt einnig þekktist hærra verð þá. Fyrir síðustu hækkun var kílóverðið 113 krónur, en nú fer það í 166 krónur kílóið. - SJÁ EINNIG BLS. 4. Mjög djúp lægð gengur yfir vestan- vert landið í dag. „Þetta er ansi mikil og ljót lægð, um 960 millibör,” sagði Unnur Olafsdóttir hjá veðurstofunni í morgun. Lægðin var í morgun enn langt suð- vestur í hafi, um 1000 kílómetra. En upp úr hádegi fer sennilega að hvessa fyrst fyrir alvöru. Reikna má með aö vindur verði í dag um 9 til 10 vindstig, sums staðar hvass- ara á stöku stað á Vesturlandi. Þess má geta að venjulegar lægðir eru yfir- leitt í kringum 980 millibör. -JGH. Treholf um fundina með Sovétum: „Engir leynifundir” Frá Jóni Einari Guðjónssyni, frétta- ritara DV í Osló: Hinn grunaöi Sovétnjósnari fjallaði fyrir réttinum í Osló í morgun um sam- band sitt við fyrsta sovéska tengilið sinn, Gennadi Beljaév. Hann sagði fullyrðingar saksóknara um að þessir fundir hefðu verið einhverjir leyni- fundir algerlega úr lausu lofti gripnar. Treholt sagði að fundirnir hefðu ver- ið fyrir opnum tjöldum og hann heföi ekki reynt að leyna þeim. Þeir Beljaév hefðu skipst á skoöunum um stjórnmál og fleira. Þetta var í byrjun síðasta áratugar. í dag mun Treholt að öllum líkind- um fjalla um aöra fundi sína meö Sovétmönnum. Saksóknarar halda því fram að þessir fundir hafi verið leyni- legir vegna þess hvernig Treholt bar sig að þeim og það bendi til að meira hafi gerst á þeim en saklausar umræð- ur um stjórnmál. Treholt mun verja sig áfram ásökunum ákæruvaldsins út þessaviku. — ÞÓG. Sævar Ciesielski íDV-viðtali eftir81/2 áráLitla-Hrauni: Dópleysið verra en 4 4 i gæsluvarðhaldið „Eg hætti alveg að taka dóp eftir Hæstaréttardóminn. Og, guð minn al- máttugur. Þaö var svo erfitt,” segir Sævar Ciesielski, höfuðpaurinn í Geir- finnsmálinu, eftir 8 1/2 árs veru á Litla-Hrauni. „Það tók mig 18 mánuði að komast yfir þetta. Eg vaknaði þreyttari en ég sofnaði, í svitakófi og fékk krampa- köst. Ég var dauður úr öllum æðum. Þessir 18 mánuðir voru djöfullegur tími. Jafnvel verri en gæsluvarðhalds- Sjá Eituráeyju bls.2 aö vistin sem ætlaði mig lifandi drepa.” I viðtali við DV í dag ræðir Sævar hispurslaust um skoðun sína á fíkniefnaneyslu ungs fólks jafnt sem fanga á Litla-Hrauni. -eir. Sævar Ciesielski, frjáls maður í Reykjavík eftir martröð i dópi innan fangelsisveggja. DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.