Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 01.03.1985, Blaðsíða 1
Fiskveiðasjóður gerir atlögu að skuldurunum: Um tuttugu beiðnir um uppboð á fiskiskipum Fiskveiðasjóður Islands hefur óskað eftir uppboðum á um 20 fiski- skipum vegna vanskila við sjóðinn. I flestum tilfellum er um litlar upp- hæðir að ræöa, en i að minnsta kosti tveimur tilfellum eru skuldir viðkomandi skipa við sjóðinn hærri en nemur húftryggingarverðmæti þeirra. Skuldastaöa skuttogarans Sölva Bjarnasonar BA 65 frá Tálknafirði virðist einna verst af þessum skipum. Gjaldfallnar skuldir hans við Fiskveiðasjóð nema nú um 150 milljónum króna en húftryggingar- verðmæti miöaö við mat í nóvember síöastiiðnum er aðeins 103,1 milljón. Sölvi Bjarnason er 404 lesta skut- togari smiðaöur árið 1980. Eigandi hans er Tálkni hf. á Tálknafirði. Uppboð á Sigurfara II SH 105 frá Grundarfirði hefur verið auglýst að kröfu Fiskveiðasjóðs þann 8. mars næstkomandi. Gjaldfallnar skuldir skipsins eru um 159 milljónir króna auk vaxta og annars kostnaðar. Húf- tryggingarverðmæti skipsins er hins vegar 155,7 milljónir. Sigurfari II er 431 lestar skuttogari, smíðaður 1981. Bæði skipin voru smíðuð á Akranesi. Þriðja fiskiskipiö sem krafist hefur verið uppboðs á vegna tug- milljóna skuldar við Fiskve'.ðasjóð er Helgi S. KE 7 frá Keflavík. Gjald- fallnar skuldir hans við sjóðinn eru um 51 milljón króna sem er rétt undir húftryggingarverðmæti. Helgi S. er 236 lesta stálbátur smiðaður 1959 en var gerður upp fyrir þremur árum. Eigandi hans er Heimir hf. í Keflavík. Uppboð á bátnum hefur verið auglýst 12. apríl. Hörður Falsson, framkvæmda- stjóri Heimis hf., segir að ástæðan fyrir að svo er komið sé dollaralán sem fyrirtækið fékk hjá Fiskveiða- sjóði fyrir þremur árum. Þá tók fyrirtækið 1,1 milljón dollara að láni og var gengi Bandaríkjadollars þá um 10 krónur. I dag er það tæpar 43 krónur. „Þegar ég kom með þetta skip hingað í höfnina fyrir þremur árum átti ég 50% af verðmæti þess. Það hefði einhvem tíma þótt gott. En með þessu okurláni er búið að stela af mér minni eignastöðu. I dag á ég ekkert í skipinu,” sagir Hörður Fals- son. „Ef ég hefði átt þess kost að taka lán í norskum eða dönskum krónum eða pundum þá væri eigna- staða mín óbreytt. En það var ekki völ á öðrum lánum.” ÓEF Fótum dinglað á kennarapúltinu. Töskurnar liggja óopn- aðar á borðum og taflan er óskrifuð, enda vantar kennar- ann. Myndin var tekin í Menntaskólanum við Hamrahlíð í morgun. DV-mynd GVA. Kannabisrækt í miðbæ Reykjavíkur: Vikukaupið 140.000 kr. „Að stiga inn í kjallarahol- una var eins og að koma til Mallorca, ljósin, hitinn og lyktin,” segir allsérstæður garðyrkjubóndi í samtali við DV í dag. Hann ræktaði kanna- bisplöntur í miðbæ Reykja- víkur með þvílíkum árangri að framboð var stundum meira en eftirspurn. Þó hann gæfi vinum og kunningjum eins og hver vildi hafa gat hann samt haft allt að 140 þúsund krónur á viku upp úr krafsinu. „Þetta var saklaust gam- an í upphafi,” segir garð- yrkjubóndinn ennfremur en þar kom að þetta var orðið fullt starf. Að vökva, umpotta og klippa jurtimar. -EIR. Bandarísku leyniskýrslurnar: Gelbí fréttabann — sjá bls. 8 Topp tíu -sjábls.45 Hvaðeráseyði umhelgina? - sjá bls. 19-30 Einsogaðvera fangi íháhýsinu — sjá bls. 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.