Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1985, Blaðsíða 1
Von um árangur í sjómannadeilunni? SAMNINGAFUNDI ÓVÆNT FLÝTT Guðlaugur Þorvaldsson ríkissátta- semjari ákvað óvænt seint í gær- kvöldi að flýta samningafundi i kjaradeilu sjómanna og útvegs- manna. Fundurinn hafði verið boð- aöur klukkan 16 i dag. Þess i staö hófst hann klukkan 10 í morgun. „Fundinum var flýtt vegna óska margra félaga, bæði félaga útvegs- manna og félaga sjómanna,” sagði Oskar Vigfússon, forseti Sjómanna- sambandsins, í morgun. Svartsýni rikti í gær um framhald deilunnar sem komin var í sjálf- heldu. Þessi fundabreyting gefur hins vegar ástæöu til að ætla að von sé á einhverrihreyfingu. Hvorki Oskar Vigfússon né Kristj- án Hagnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna, vildu i morgun segja hvort eitthvaö nýtt hefði verið sett fram. Hvorugur taldi sig geta sagt neitt fyrr en að f undinum loknum. „Þetta hlýtur að gefa vísbend- ingu,” sagði Kristján Ragnarsson. -KMU. — sjá nánarábls. 2 Sú litla hvíldi róleg á sínu rétta heimili í gærdag. DV-mynd Bj. Bj. „Þetta voru mannleg mistök. Bömin voru rétt merkt og mæðumar líka en í flýtinum hefur þetta ruglast,” sagði Gunnlaugur Snædal, yfirlæknir á fæð- ingardeild Landspítalans. „Þetta er svona eins og þegar maður tekur vit- lausa tösku á harðahlaupum á flug- velli.” 1 fyrradag fékk danska stúlkan Lena Betak „vitlaust” bam heim af fæðing- ardeildinni. Á meðan lá hennar eigið bam í faðmi annarrar konu á fæðing- ardeildinni. „Þetta er gamall skrekkur allra fæð- ingarstofnana og hefur aldrei gerst áður hjá okkur,” sagði Gunnlaugur Snædal. „Við læknarnir stöndum hjá og skiljum ekkert í þessu en það verður fariö rækilega ofan í saumana á þessu máli.” , -EIR. k að vaka yfir 46 fyrirtækjum Fimm manna stjórn Eignarhalds- fyrirtækis ríkisins mun hafa í mörg hom að líta þegar hún tekur viö eignarráðum rikisins í líklega 46 fyr- irtækjum. Ríkisstjórnin og stjómar- flokkarnir fjalla nú um drög að laga- frumvarpi um þetta nýja rikisfyrir- tæki. Það mun falla í hlut fjármáiaráð- herra að skipa stjóm fyrirtækisins. Síðan á stjómin að skipa sérstjórn, að jafnaði til árs í senn, yfir hvert fyrirtæki sem er hrein ríkiseign, en fulltrúa í stjómir fyrirtækja sem rik- iðáaðildaö. Stjórninni eru lagðar á herðar rík- ar eftirlitsskyldur. Fyllstu arðsemis- og hagkvæmnissjónarmið em leiðar- ljósin. Þá getur stjómin ráðstafað fyrirtækjum eða fyrirtækjaeign með alls konar hætti, selt, sameinað eða lagtfyrirtækiniður. Þá mun stjórninni heimilt áð leigja einstök fyrirtæki. Eins að breyta þeim fyrirtækjum í hlutafélög sem ekki em það fyrir. Eignarhaldsfyrir- tækið fær síöan allan hreinan hagnaö af rekstri eöa arö af hlutdeild sinni. Einnig andvirði seldrar eignar eða eignarhluta ífyrirtótjunum. Þaö er þó skammgóður vermir. Eignarhaldsfyrirtækið á ekki að safna sjóðum. Tekjum að frádregn- um kostnaði við reksturinn „skal varið til nýsköpunar, rannsóknar og þróunarverkefna í þágu atvinnuveg- anna samkvæmt ákvörðun Alþingis hverjusinni”. Þar með ætti hins vegar að lyftast brúnin á þeim sem ganga nú alls staðar á vegg i leit að fé til álitlegrar uppbyggingar atvinnulífsins. Undir Eignarhaldsfyrirtækið munu líklega heyra ýmis stórgróöafyrirtæki. Næg- ir að nefna Fríhöfnina og Sölu varn- arliðseigna. HERB — sjá nánará bls. 5 Geiríprófkjör Fyrrverandi formaður Sjálfstæðis- flokksins, Geir Hallgrímsson utan- ríkisráöherra, ætlar að bjóða sig fram í næsta prófkjöri flokksins vegna þingkosninga. Hann skýrir frá þessu i viðtali í tímarítinu Mannlifi sem nú er aö koma út. I prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavik fyrir siðustu þingkosning- ar lenti Geir í sjöunda sæti. Þaö dugði ekki til þess að ná þingsæti. Geir er nú fyrsti varaþingmaður flokks síns í Reykjavikurkjördæmi. HERB Jón Baldvin aðalfréttaefni í Svíþjóð Frá Gunnlaugi A. Jónssyni, fréttarit- ara DV í Lundi: Jón Baldvin Hannibalsson var eitt aöalfréttaefni sænskra fjölmiðla í gær. Sænska útvarpið sagði að að- eins eitt „truflunaratriði” hefði orðið í sambandi við þing Norðurlanda- ráðs, sem annars hefði einkennst af góöum anda. Það hefði verið er Jóni tókst aö móðga formenn allra bræðraflokkanna á hinum Norður- löndunum. Hefði Jón meðal annars líkt Finn- landi við Afganistan. Hefði það orð- ið til þess að Kalevi Sorsa, forsætis- ráðherra Finnlands, hefði neitað að sitja hádegisverðarboð þar sem Jón Baldvin var meðal þátttakenda. Báðar rásir sænska sjónvarpsins sýndu viðtöl við Jón Baldvin og er óhætt að segja aö hinum nýja for- manni Alþýðuflokksins hafi tekist að vekja á sér athygli utan landstein- anna. Sænska sjónvarpiö sagði með- al annars að Jón Baldvin hefði á skömmum tíma þrefaldað fylgi flokks síns en væri engan veginn eins vinsæll á þingi Norðurlandaráðs. Jón Baldvin sagöi í viðtali við sænska út- varpið að ef norrænni samvinnu fylgdu ekki skoðanaskipti sem þessi þáværihúnekkimikilsvirði. -AE — sjá nánar á bls. 4 og baksíðu v

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.