Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 22.05.1985, Blaðsíða 1
t RITSTJÖRN SÍMi 37.000EINTÖK PRÉNTÚÐ í ÐAG. 1 • AUGLVSIN6AR OG AFGREIÐSLA SÍMI27022 Frjálst, óháð dagblað DAGBLAÐIЗVÍSIR 114. TBL. - 75. og 11. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ1985. Sendibréf frá Brasilfu með óblönduðu kókaíni: MESTIKÓKAÍNFUND- UR HER FRÁ UPPHAFI — brasilískur verslunarmaður og ítölsk sambýliskona hans í haldi Töluvert magn af kókaíni fannst í sendibréfum frá Brasilíu sem komu á Tollpóststofuna Armúla í fyrradag. Krafist hefur verið gæsluvarðhalds i 30 daga yfir brasilískum manni, 32 ára, og italskri sambýliskonu hans vegna þessa máls. Að sögn Amars Jenssonar er þetta mesti kókaín- fundur á Islandi frá upphafi. Fólkið, sem rekur tattóveringa- verslun í Sao Paulo, er hér í heim- sókn hjá íslenskum kunningjum sín- um. Svo virðist sem maðurinn hafi sent sjálfum sér sendibréfin áður en hann lagði af stað til Islands. Þegar maðurinn kom á Tollpóststofuna létu tollverðir fikniefnalögregluna vita og var hann handtekinn. Alls hafa nú fundist 20 grömm af hreinu kókaíni en að sögn fíkniefna- lögreglunnar leikur grunur á að von sé á fleiri bréfum með svipuðu inni- haldi. Þegar kókaín er blandað fjórfald- ast magn þess. Gangverð af blönd- uðu grammi af efninu er í kringum 6500 krónur. Söluverðmæti 20 gramma af hreinu kókaíni er því yfir hálf milljónkróna. Að sögn Arnars Jenssonar er ekki sannað að þetta efni hafi átt að fara í umferð hér á landi. Fólkið sem var handtekið er miklir kókaínneytend- ur. Rannsókn málsins mun beinast aö þvi aö upplýsa hvaö átti aö gera við kókaínið. Einnig verður könnuö hugsanleg aðild Islendinga í málinu. Brasilíubúinn kom til Reykjavíkur í vetur en ekki er vitað í hvaða erinda- gjörðum. Þá voru tveir menn handteknir á sunnudaginn sem hafa viðurkennt að hafa smyglað 2 kílóum af hassi, og einhverju af amfetamíni frá útlönd- um nýlega. Fundust 800 grömm af hassi og 14 LSD í fórum þeirra. Einn- ig söluhagnaður að upphæð 180 þús- und krónur. Rannsókn þessa máls verður haldiö áfram. -EH. / I glampandi sól, í heitum potti, ó floti og í sólbaði. Hvað er hœgt að hugsa sér meira hér é norðurhjara? Það gat þessi fljótandi kona ekki og nœr enginn borgarbúa 1 gær þegar sólin steikti þé. DV-mynd KAE Guðjón B. forstjóri SÍS: Ráðinn eftir maraþonfund „Eg vil helst ekki tjá mig um málið núna, tel að stjóm Sambandsins eigi að hafa fyrsta orðiö en ég kem heim bráðlega, eftir svona 10 daga.og þá er ég tilbúinn að ræða við þig.” Þetta sagði Guðjón B. Olafsson, nýráðinn forstjóri Sambands Is- lenskra Samvinnufélaga, er DV hafði simsamband við hann til Bandaríkjanna i morgun. Það var á stjórnarfundi Sam- bandsins í gærkvöldi sem Guðjón var ráöinn forstjóri í stað Erlends Ein- arssonar, núverandi forstjóra, er lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Guöjón hlaut öÚ atkvæði stjómar- manna Sambandsins en Valur Arn- þórsson, stjórnarformaður og fram- kvæmdastjóri KEA, gaf ekki kost á sér. Fundurinn var mikill maraþon- fundur, stóð í 14 klukkustundir. Sam- kvæmt heimildum DV vildi Valur ekki starfið nema breið samstaða næðist um hann innan stjómarinnar. Sú samstaða mun ekki hafa náðst. Þá gerðust þau merku tiðindi að stjómin samþykkti að forstjórinn skyldi eftirleiðis ráöinn til fimm ára. Einnig að ráðning nýs forstjóra svo og starfsmannasamningur hans skuli hér eftir staðfestur á aðalfundi. -JGff Ferðaþjónusta íþlngsölum A kvöldfundi neðri deildar var ferðaþjónusta á dagskrá. Nokkur umræða var um tillögu Kristinar Halldórsdóttur, sem hún mælti fyrir i gærkvöldi. Þingmaðurinn vill fela samgöngu- ráðherra að láta kanna fyrir mitt ár hversu mflrið fjármagn þurfi til að mæta auknum ferðamannastraumi hingað. Sumir gagnrýndu hraðann sem væri á þessu máli en að öðru leyti voru þeir sem tóku til máls til- lögunni hlynntir. Kristin sagði í viðtali við DV að hún væri ákveðin í að koma til- lögunni í gegnum þing fyrir þingslit. landbúnaðarvörur: „Veitekki hver hækkuninverður” — segirGunnar Guðbjartsson ,»Eg veit ekkert um þetta. Þetta er hrein ágiskun,” sagðí Gunnar Guöbjartsson, framkvæmdastjórí Framleiösluráðs landbúnaðarins, i samtali við DV aöspurður hvort rétt væri að landbúnaðarvörur hækkuðu um aUt að 16 prósentum um næstu mánaöamót. Hann sagði, að vörur þessar myndu hækka 1. júní. Hins vegar yröi ekki tekin ákvörðun um hversu mikil sú hækkun yrði fyrr en allra síðustu dagana í maí. „Þessi hækkun eins og allar aörar á þessum vörum byggir á upplýsingum frá Hag- stofunni svo sem hver hækkun fóður- g jalds hefir orðið á síðustu mánuðum og fleiru. Þær upplýsingar liggja ein- faldlega ekki fyrir ennþá,” sagði GunnarGuðbjartsson. -KÞ. Sólsklnsfundurí Alþingisgarðlnum Skömmu eftir hádegi í gær var haldinn nefndarfundur í Alþingis- garðinum. „Og það var himnarikis- samkomulag á fundinum” eins og einn nefndarmanna orðaði þaö. Þingskapariaganefnd neðri deildar meö Ingvar Gislason í fararbroddi fundaði um þingsköp í blíöskapar- veðrinusemvarígær. -ÞG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.